Fyrir mitt leyti kýs ég alltaf að vera með mín verkfæri þar sem það er það sem ég kann að nota og fynnst þægilegast að nota.
Stundum þarf ég að fara á öðrum en mínum vinnubíl og fynnst það hryllingur þar sem ég veit ekkert hvar allt er og ekki mín verkfæri.
Hinsvegar eins og þessi mynd lítur út þá er þetta ekki "5 mín jobb" ef þú villt fá þetta aðminnilega gert.
Eins og fleiri hafa nefnt þá þarf halla á niðurfallið með vatnslás, og að hafa vaskinn hinumeginn í herberginu miðaðvið niðpurfallið fynnst mér persónulega frekar fáránlegt en ekkert ógerlegt bara vesen sem ég myndi nú forðast sérstaklega ef þetta er "low-budget" verk hjá þér.
Ég nýlega var sjálfur að skipta um og færa staðsetningu á uppþvottavél og ráðfærði mig við pípara með þetta og fékk mér frammlengingu hjá Tengi og það virkar fínt.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá skipti ég um ofna og hikaði ekki við að fá pípara í að gera þetta þó svo að ég hjálpaði honum, því ég einfaldlega vill hafa hlutina aðminnilega gerða og er í timburhúsi á annari hæð
