Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Svara
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Sallarólegur »

Er að rifa eldhúsið heima og er að setja upp nýja eldhúsinnréttingu.

Vaskurinn skiptir um stað og fer á vegginn við hliðina.

Ég heyrði í pípulagninameistara á Facebook sem ætlaði að kíkja á mig eftir helgina. Hann getur ekki gert þetta núna því hann er ekki með vinnubílinn sinn - og hann þarf svo mikið af verkfærum í þetta o.þ.h. en hann er bara á fjölskyldubílnum

Hvað er svona flókið við pípulagnir? Afhverju þarf heilan vinnubíl í það að tengja einn vask?
Maður gerir ráð fyrir því að þetta sé svipað flókið og að tengja garðslöngu, bara með öðrum efnum.

Er hvergi hægt að fá bara framlengingar á þessar slöngur sem koma úr blöndunartækjum, sjá mynd. Ef ég fengi 2-3 metra svona slöngu þá tæki mig svona 3 mínútur að tengja vaskinn. Svo bara PVC rör í niðurfallið og voila.

Mynd

Svona lítur þetta út:
image.png
image.png (1.31 MiB) Skoðað 3611 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Dúlli »

Þetta það sem þú vilt gera kallast FÚSK sem mentaðir einstaklingar forðast vonandi og reyna að beina viðskiptarvinn í rétta átt.

olif89
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Sun 03. Jan 2010 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af olif89 »

Grunar að þú hafir lent á erfiðum pípara, eins og allir þá er fólk mismunandi.
Er enginn pípari sjálfur en ég myndi skrúfa fyrir heita og kalda vatns inntakið, og færa kranana undir nýja staðinn

hef ekki séð 2-3m tengikrana slöngur (enn og aftur, er ekki pípari sjálfur)

https://issuu.com/tengi/docs/tengi_v__r ... es2015/108
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Sallarólegur »

olif89 skrifaði:Grunar að þú hafir lent á erfiðum pípara, eins og allir þá er fólk mismunandi.
Er enginn pípari sjálfur en ég myndi skrúfa fyrir heita og kalda vatns inntakið, og færa kranana undir nýja staðinn

hef ekki séð 2-3m tengikrana slöngur (enn og aftur, er ekki pípari sjálfur)

https://issuu.com/tengi/docs/tengi_v__r ... es2015/108
Við förum nú varla að brjóta alla veggi og gólf til að færa einn vask um einn meter?
Væntanlega setjum við bara rör á milli, annaðhvort bakvið eða undir eldhúsinnréttinguna, ég bara skil ekki afhverju það ætti að þurfa stóran bíl í þetta verkefni :-k

Er það bara mandatory að krani og niðurfall sé á nákvæmlega sama stað og vaskur?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af urban »

Þetta með að þurfa vinnubílinn.

Þú vilt ekki að maður sem að er að rukka 7-15 þús á tímann mæti á staðinn verkfæralaus og sé að skjótast og skreppa eftir verkfærum.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

jojoharalds
Bara að hanga
Póstar: 1591
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af jojoharalds »

Framlengingar á svonalagað fæst í bauhaus .
labbar inn og strax til vinstri,fyrsti gangurinn minni mig nokkud veginn í miðjunni,
var að ná mér í svona fyrir stuttu :)

ekkert að þakka.
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Dúlli »

jojoharalds skrifaði:Framlengingar á svonalagað fæst í bauhaus .
labbar inn og strax til vinstri,fyrsti gangurinn minni mig nokkud veginn í miðjunni,
var að ná mér í svona fyrir stuttu :)

ekkert að þakka.
gaman að sjá síðar útskýringu ef þetta gefur undan, trygingar myndu ekki greiða tjónið þar sem frágangurinn er fúsk.
Skjámynd

jojoharalds
Bara að hanga
Póstar: 1591
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af jojoharalds »

Dúlli skrifaði:
jojoharalds skrifaði:Framlengingar á svonalagað fæst í bauhaus .
labbar inn og strax til vinstri,fyrsti gangurinn minni mig nokkud veginn í miðjunni,
var að ná mér í svona fyrir stuttu :)

ekkert að þakka.
gaman að sjá síðar útskýringu ef þetta gefur undan, trygingar myndu ekki greiða tjónið þar sem frágangurinn er fúsk.
þetta er gert NÁKVÆMLEGA EINS og ef reyndur pípari hefði gengi frá þessu ;)
enda var þannig með mér (sagði aldrei að ég skipti um það) "var að ná mér í svona" ;)
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Sallarólegur »

jojoharalds skrifaði:Framlengingar á svonalagað fæst í bauhaus .
labbar inn og strax til vinstri,fyrsti gangurinn minni mig nokkud veginn í miðjunni,
var að ná mér í svona fyrir stuttu :)

ekkert að þakka.
[-o<
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Dúlli »

jojoharalds skrifaði:
Dúlli skrifaði:
jojoharalds skrifaði:Framlengingar á svonalagað fæst í bauhaus .
labbar inn og strax til vinstri,fyrsti gangurinn minni mig nokkud veginn í miðjunni,
var að ná mér í svona fyrir stuttu :)

ekkert að þakka.
gaman að sjá síðar útskýringu ef þetta gefur undan, trygingar myndu ekki greiða tjónið þar sem frágangurinn er fúsk.
þetta er gert NÁKVÆMLEGA EINS og ef reyndur pípari hefði gengi frá þessu ;)
enda var þannig með mér (sagði aldrei að ég skipti um það) "var að ná mér í svona" ;)
Mentaður pípari myndi aldrei gera svona og ef svo er gert er þetta ekki tryggingarhæft.

Hef séð svona frágang og þekki einstsklinga sem koma fyrir hönd tryggingarfélaga og frágangur með svona framlengingu er ekki bættur.
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Sallarólegur »

Dúlli skrifaði:
jojoharalds skrifaði:
Dúlli skrifaði:
jojoharalds skrifaði:Framlengingar á svonalagað fæst í bauhaus .
labbar inn og strax til vinstri,fyrsti gangurinn minni mig nokkud veginn í miðjunni,
var að ná mér í svona fyrir stuttu :)

ekkert að þakka.
gaman að sjá síðar útskýringu ef þetta gefur undan, trygingar myndu ekki greiða tjónið þar sem frágangurinn er fúsk.
þetta er gert NÁKVÆMLEGA EINS og ef reyndur pípari hefði gengi frá þessu ;)
enda var þannig með mér (sagði aldrei að ég skipti um það) "var að ná mér í svona" ;)
Mentaður pípari myndi aldrei gera svona og ef svo er gert er þetta ekki tryggingarhæft.

Hef séð svona frágang og þekki einstsklinga sem koma fyrir hönd tryggingarfélaga og frágangur með svona framlengingu er ekki bættur.

Ef þetta er svona hræðilegt, afhverju eru þá öll blöndunartæki framleidd og seld með þessum slöngum?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Dúlli »

Sallarólegur skrifaði:
Dúlli skrifaði:
jojoharalds skrifaði:
Dúlli skrifaði:
jojoharalds skrifaði:Framlengingar á svonalagað fæst í bauhaus .
labbar inn og strax til vinstri,fyrsti gangurinn minni mig nokkud veginn í miðjunni,
var að ná mér í svona fyrir stuttu :)

ekkert að þakka.
gaman að sjá síðar útskýringu ef þetta gefur undan, trygingar myndu ekki greiða tjónið þar sem frágangurinn er fúsk.
þetta er gert NÁKVÆMLEGA EINS og ef reyndur pípari hefði gengi frá þessu ;)
enda var þannig með mér (sagði aldrei að ég skipti um það) "var að ná mér í svona" ;)
Mentaður pípari myndi aldrei gera svona og ef svo er gert er þetta ekki tryggingarhæft.

Hef séð svona frágang og þekki einstsklinga sem koma fyrir hönd tryggingarfélaga og frágangur með svona framlengingu er ekki bættur.

Ef þetta er svona hræðilegt, afhverju eru þá öll blöndunartæki framleidd og seld með þessum slöngum?
Því þær henta vel í stuttar vegalengdir (20-40cm) eða hvað þær koma í, en eru ekki hugsaðar til að tengja saman í vegalengd.

En mér er í raun sama ef fólk vill leika sér að tryggingum, verður bara vesen og meiri kostnaður síðar ef tjón skeður.

Og það að geta ekki unnið sem iðnaðarmaður án þess að vera vel útbúin og með öll hugsalegu tækinn er eins og kerfisstjóri færi að vinna án þess að hafa tölvuna sýna með sér aðgang að kerfinu.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Tbot »

Ef þetta er fagmaður, þá vill hann hafa sín verkfæri hjá sér til að geta klárað verkið.
Hvað leið sem hann fer.
Einnig ef þetta er fagmaður þá vill hann gera hlutina á ákveðinn hátt sem hafa reynst honum best í gengnum tíðina óháð öðrum hlutum.

Held að flestir iðnaðarmenn samsvari sér aðeinhverju leiti við þetta, því fúsk kemur alltaf í hausinn á manni.

Sem kemur að hinum hlutanum þar sem almenningur er stöðugt að reyna fá allt sem ódýrast, sem er næstum undantekningalaus ávísun á fúsk.

Gott handverk kostar, en það er það eina sem endist til lengdar.
Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Hauxon »

Píparinn vill bara vera með allar helstu græjur með sér þegar hann kemur eins og urban sagði hérna á undan. Hann er væntanlega ekki búinn að koma að skoða þetta hjá þér.

Aftur á móti virðist þetta ekki það flókið verkefni að þú myndir eflaust geta leyst þetta sjálfur án þess að hafa miklar áhyggjur af því að vera að fúska. :)
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af rapport »

Ef ég væri að skipuleggaj þetta eldhús þá mundi ég pæla í:

1 - Kranarnir sem standa út bakvið uppþvottavélina munu verða fyrir = hún mun standa út úr innréttingunni
2 - Niðurfallið í gólfinu verður til vandræða þar sem það þarf vatnslás undir vaskinn og fyrir það sem mun koma úr uppþvottavélinni og þetta fer ekki í sökkulinn því þá er enginn vatnshalli = áskrift á tjón.
3 - Rafmagn fyrir uppþvottavélina?
4 - Af hverju virðist sem að einhver hafi tengt uppþvottavél við heita vatnið?

Niðurstaða:

Það þarf að:

Setja niðurfallsrör í gegnum alla skápana með tilheyrandi vatnslásum og vatnshalla og einhvernvegin inn í og í gegnum botninn á miðjum skáp sem fer þarna í hornið. (vonandi á ekki að vera ísskápur þar)

Þá þarf að setja plaströr fyrir heitt og kalt frá rörunum í veggnum að vaskinum og líklega beygju og krana fyrir uppþvottavélina svo hægt sé að ýta henni inn undir borðið, svo hún standi ekki út.

Finna stað til að tengja uppþvottavélina í rafmagn.

Og þetta er flest langauðveldast að leys ameð því að taka úr veggjunum fyrir þessum lögnum, múra smá og sparsla, þá kemur þú vatnslögn og rafmagni á rétta staði... niðurfallið er líklega erfiðara mál.

En þar sem ég viðskiptafræðingur þá mundi ég kalla á fagmann... man að eftir klúður hjá sjálfum mér þá las ég á bíl rafvirkjameistara daginn eftir "Klár getur, reyndur gerir betur"

Hugsa núna alltaf þessa anskotans setningu áður en ég fer í framkvæmdir sjálfur :-)

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af ColdIce »

Ég hef alltaf fundið mér bara nema til að gera við pípulagnirnar hjá mér. Þeim finnst þetta skemmtilegt, double tékka allt og borga þeim max 5k fyrir, stundum dugar kippa af Stellu til. Win win.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Baldurmar »

Það þarf að gera "aaaaðeins" meira en bara skrúfa þetta í samband til að tengja vask á þessum stað.
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Sallarólegur »

Takk fyrir svörin.
rapport skrifaði:Ef ég væri að skipuleggaj þetta eldhús þá mundi ég pæla í:

1 - Kranarnir sem standa út bakvið uppþvottavélina munu verða fyrir = hún mun standa út úr innréttingunni
Skáparnir eru 60cm djúpir og borðplatan bætir svo við amk. 2-3cm svo dýptin er um 63cm. Uppþvottavélin er um 55cm svo hún kemur ekki til með að standa út, kranarnir eru ekki nema 4-5cm svo það er nóg af pássi eftir.
rapport skrifaði: 2 - Niðurfallið í gólfinu verður til vandræða þar sem það þarf vatnslás undir vaskinn og fyrir það sem mun koma úr uppþvottavélinni og þetta fer ekki í sökkulinn því þá er enginn vatnshalli = áskrift á tjón.
Mjög valid punktur, þyrftum að hafa halla á rörinu alveg frá vatnslás, í gegnum hornskápinn, bakvið uppþvottavél og svo niður í niðurfall. Svo tengja frárennslið frá uppþvottavél í vatnslásinn. Ekki óyfirstíganlegt held ég, en hvort maður eigi að vera að brjóta gólfið fyrir svona low budget verkefni veit ég ekki.
rapport skrifaði: 3 - Rafmagn fyrir uppþvottavélina?
Það er fyrir ofan niðurfallið.
rapport skrifaði: 4 - Af hverju virðist sem að einhver hafi tengt uppþvottavél við heita vatnið?
Uppþvottavélin tekur heitt vatn.
rapport skrifaði: Niðurstaða:

Það þarf að:

Setja niðurfallsrör í gegnum alla skápana með tilheyrandi vatnslásum og vatnshalla og einhvernvegin inn í og í gegnum botninn á miðjum skáp sem fer þarna í hornið. (vonandi á ekki að vera ísskápur þar)

Þá þarf að setja plaströr fyrir heitt og kalt frá rörunum í veggnum að vaskinum og líklega beygju og krana fyrir uppþvottavélina svo hægt sé að ýta henni inn undir borðið, svo hún standi ekki út.

Finna stað til að tengja uppþvottavélina í rafmagn.

Og þetta er flest langauðveldast að leys ameð því að taka úr veggjunum fyrir þessum lögnum, múra smá og sparsla, þá kemur þú vatnslögn og rafmagni á rétta staði... niðurfallið er líklega erfiðara mál.

En þar sem ég viðskiptafræðingur þá mundi ég kalla á fagmann... man að eftir klúður hjá sjálfum mér þá las ég á bíl rafvirkjameistara daginn eftir "Klár getur, reyndur gerir betur"

Hugsa núna alltaf þessa anskotans setningu áður en ég fer í framkvæmdir sjálfur :-)
Já, maður á það til að vera full bjartsýnn og hrokafullur í svona framkvæmdum.

Langaði bara að ræða þetta, þar sem það er engin leið að fá svör frá iðnaðarmönnum fyrr en þeir mæta á svæðið... ef þeir mæta á svæðið.

Nenni bara svo lítið að fara að brjóta allt í spað með tilheyrandi ryki og rusli fyrir einn helvítis vask.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af rapport »

Ég skil hugmyndina að hafa vaskinn undir glugganum, það er kósý að vera horfa út og vaska upp.

En það sem þú ert með uppþvottavél, er þá ekki meira kósý að hafa vinnuborð undir glugganum og hafa bara vask og uppþvottavél þar sem tengin og niðurfallið eru?

Þá er líka aðal vinnusvæðið nálægt ísskápnum sem er líklega lengst til vinstri + ef þú ert með of mikið borðpláss við vaskinn þá safnast alltaf upp hrúga af uppvaski a.m.k. er það þannig á mínu heimili að fólk skilur frekar eftir sig drasl við vaskinn frekar en að taka úr hreinni vél og setja óhreint svo í hana. (darn kids).

Getur prófað þig áfram á roomsketcher.com
Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Urri »

Tek það fram að ég er ekki pípari en er rafvirki og hef unnið slatta við húsasmíði áður.

Fyrir mitt leyti kýs ég alltaf að vera með mín verkfæri þar sem það er það sem ég kann að nota og fynnst þægilegast að nota.
Stundum þarf ég að fara á öðrum en mínum vinnubíl og fynnst það hryllingur þar sem ég veit ekkert hvar allt er og ekki mín verkfæri.

Hinsvegar eins og þessi mynd lítur út þá er þetta ekki "5 mín jobb" ef þú villt fá þetta aðminnilega gert.
Eins og fleiri hafa nefnt þá þarf halla á niðurfallið með vatnslás, og að hafa vaskinn hinumeginn í herberginu miðaðvið niðpurfallið fynnst mér persónulega frekar fáránlegt en ekkert ógerlegt bara vesen sem ég myndi nú forðast sérstaklega ef þetta er "low-budget" verk hjá þér.

Ég nýlega var sjálfur að skipta um og færa staðsetningu á uppþvottavél og ráðfærði mig við pípara með þetta og fékk mér frammlengingu hjá Tengi og það virkar fínt.

Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá skipti ég um ofna og hikaði ekki við að fá pípara í að gera þetta þó svo að ég hjálpaði honum, því ég einfaldlega vill hafa hlutina aðminnilega gerða og er í timburhúsi á annari hæð ;)
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Vinni
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Vinni »

Mikið vildi ég óska þess að við ættum fleiri svona fagmenn. Fólk sem hreinlega neitar að mæta til verka án þess að vera með allar græjur við hendina og tilbúið í að vinna verkið almennilega frá upphafi til enda á réttan hátt. Án þess að stytta sér leið eða standa í reddingum sem koma niður á gæðum og endingu verksins.

Reddaessu í hvelli og "ekkert mál" mentalitetið í íslenskum byggingariðnaði veldur líklega tugmilljarða tjóni á hverju ári. Fúskið er yfirgengilegt og árangurinn eftir því og blasir við í flestum húsum.

Fljótt, ódýrt, vel gert. Veldu tvennt, allt þrennt er aldrei í boði.
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af Sallarólegur »

rapport skrifaði:Ég skil hugmyndina að hafa vaskinn undir glugganum, það er kósý að vera horfa út og vaska upp.

En það sem þú ert með uppþvottavél, er þá ekki meira kósý að hafa vinnuborð undir glugganum og hafa bara vask og uppþvottavél þar sem tengin og niðurfallið eru?

Þá er líka aðal vinnusvæðið nálægt ísskápnum sem er líklega lengst til vinstri + ef þú ert með of mikið borðpláss við vaskinn þá safnast alltaf upp hrúga af uppvaski a.m.k. er það þannig á mínu heimili að fólk skilur frekar eftir sig drasl við vaskinn frekar en að taka úr hreinni vél og setja óhreint svo í hana. (darn kids).

Getur prófað þig áfram á roomsketcher.com
Það er reyndar mjög góð pæling. Fór að hugsa það eftir að ég fór í gegnum þennan þráð. Það opnaðist nefnilega þessi möguleiki þegar ég þurfti að minnka skápinn sem er undir vaskinum úr 60cm breidd niður í 40cm breidd - það var ekki hægt í upprunalegum plönum vegna ísskápsins og þess vegna var vaskurinn færður undir gluggann :happy
Urri skrifaði:Tek það fram að ég er ekki pípari en er rafvirki og hef unnið slatta við húsasmíði áður.

Fyrir mitt leyti kýs ég alltaf að vera með mín verkfæri þar sem það er það sem ég kann að nota og fynnst þægilegast að nota.
Stundum þarf ég að fara á öðrum en mínum vinnubíl og fynnst það hryllingur þar sem ég veit ekkert hvar allt er og ekki mín verkfæri.

Hinsvegar eins og þessi mynd lítur út þá er þetta ekki "5 mín jobb" ef þú villt fá þetta aðminnilega gert.
Eins og fleiri hafa nefnt þá þarf halla á niðurfallið með vatnslás, og að hafa vaskinn hinumeginn í herberginu miðaðvið niðpurfallið fynnst mér persónulega frekar fáránlegt en ekkert ógerlegt bara vesen sem ég myndi nú forðast sérstaklega ef þetta er "low-budget" verk hjá þér.

Ég nýlega var sjálfur að skipta um og færa staðsetningu á uppþvottavél og ráðfærði mig við pípara með þetta og fékk mér frammlengingu hjá Tengi og það virkar fínt.

Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá skipti ég um ofna og hikaði ekki við að fá pípara í að gera þetta þó svo að ég hjálpaði honum, því ég einfaldlega vill hafa hlutina aðminnilega gerða og er í timburhúsi á annari hæð ;)
Já, þetta er klárlega meira vesen en hausinn minn gerði ráð fyrir, ef það á að gera þetta rétt. Það þarf greinilega að brjóta fyrir niðurfalli og færa kranana til þess að gera þetta upp á tíu.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af appel »

Mig vantar pípara, búinn að leita í 3 ár.
*-*
Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1115
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju láta píparar allt líta út fyrir að vera flókið

Póstur af g0tlife »

Fékk tvo pípara og mann frá tengi heim til mín til að laga klósettkassann. Klóstið lak endalaust og þeir búnir að rífa stykkið úr kassanum og þrífa bak og fyrir og skipta um það og reyna ALLT. Lagaðist alltaf bara í smá stund þangað til að þetta skeði aftur.

Ég endaði á því að stinga símanum inn með flashi og taka mynd. Eftir að stóra stykkið inn í kaasanum var tekið út þá sá ég strax hvað var að og lagaði þetta sjálfur.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Svara