Þetta byrjaði þannig að fyrir löööngu síðan var að koma random bluescreen í startup. Ekkert sem ég kippti mér upp við, gerðist bara af og til og restart var nóg og svo gerðist þetta ekkert aftur í nokkrar vikur.
Síðan stóð ég í flutningum í Maí og tölvan var ekki í sambandi í 3 vikur. Þegar ég tengdi hana aftur var hún lengi að kveikja á sér blue-screenaði í startup og ég restartaði. Nema núna var hún ennþá lengi að kveikja á sér og stærri SSD diskurinn dottinn út.
Mikið fikt, nýjar snúrur, önnur sata port og allur pakkinn, tölvan fór í lag.
Að vissu leiti.
Stundum kom SSD diskurinn ekki inn í startup (Bluescreen btw alveg hætt á þessum tímapunkti) og þá dugaði restart.
Síðan ákvað ég að slökkva á tölvunni áður en ég fór á tónleika á laugardaginn. Þegar ég kom heim og fór í tölvuna, ca 4-5 tímum seinna, kickaði stærri ssd-inn ekki inn.
Sama hvað ég restarta á fikta núna þá bara kemur hann ekki inn.
Ég gerði health-check og náði í Samsung Magician þegar þetta byrjaði og samkvæmt því öllu var health á disknum hærra en á þeim sem er í fína lagi!
Ég er algjörglega lost, getur einvher hjálpað mér? Nenni ekki að downloada GTA aftur, það tekur svo langan tíma á 12mbit!!
