Fyrir 24 dögum síðan sat ég hér og skrifaði fyrsta innleggið á þessum þræði þar sem ég bað ykkur um hjálp.
Í sannleika sagt þá var þetta erfiðasti póstur sem ég hef skrifað frá því að vefurinn opnaði fyrir rúmum 12 árum síðan.
Mér fannst erfitt að biðja um hjálp en tilhugsunin um að standa aleinn í þessu var þó erfiðari og því fór þráðurinn upp.
Núna 24 dögum síðar er takmarkinu náð! Hverjum hefði dottið það í hug í upphafi? Ekki mér svo mikið er víst.
Hvað segir þessi árangur mér? Þetta segir mér að ég er partur af einhverju sem er miklu, miklu stærra og miklu merkilegra en mér hafði nokkurn tíman grunað.
Samhugurinn og samstaðan er það sem gerir okkur að samfélagi, vefur er bara vefur en fólkið sem tekur þátt gerir vefinn að samfélagi.
Ég er óendanlega þakklátur og stoltur af því að hafa verið partur af Vaktinni frá upphafi, alveg frá því að vefurinn var bara vefur og þangað til hann breyttist í samfélag.
Við munum halda ótrauð áfram inn í framtíðina, Facebook, Twitter, SnapChat og fleiri góðir vefir munu bætast við en það mun ekki breyta því að þetta er „samfélagið okkar“.
Ný og flottari uppfærsla er rétt handan við hornið, sú stærsta síðan 2007 en ég er að íslenska og litaleiðrétta uppfærsluna og mun skella henni upp fyrir jól.
Það verður mín jólagjöf til ykkar!
Ég er er svo hrærður yfir þessu öllu að stafirnir eru í móðu á skjánum, líklegast þar sem ég skrifa þetta með tárin í augunum af þakklæti.
Innilegar þakkir fyrir allt saman kæru vinir.
rapport skrifaði:Mér þykir bara virkilega gott að vita að þetta mál þurfi ekki að hanga yfir Guðjóni yfir jólin og er smá stoltur af minni þáttöku.
Svo er líka nokkuð ljóst að 5þ. er ekki hátt kommission fyrir að skapa vettvang fyrir þá verslun sem ég hef átt í gegnum Vaktina eða hjálpina, hugmyndirnar og húmorinn...
Guðjón. Takk fyrir mig og það var mín ánægja að fá að leggja eitthvað af mörkum til að losa þig við þennan höfuðverk sem þetta skíta mál hefur verið.
Eins og út úr mínum eigin munni mælt! Til hamingju Guðjón og allir vaktarar!
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant
Fyrir 24 dögum síðan sat ég hér og skrifaði fyrsta innleggið á þessum þræði þar sem ég bað ykkur um hjálp.
Í sannleika sagt þá var þetta erfiðasti póstur sem ég hef skrifað frá því að vefurinn opnaði fyrir rúmum 12 árum síðan.
Mér fannst erfitt að biðja um hjálp en tilhugsunin um að standa aleinn í þessu var þó erfiðari og því fór þráðurinn upp.
Núna 24 dögum síðar er takmarkinu náð! Hverjum hefði dottið það í hug í upphafi? Ekki mér svo mikið er víst.
Hvað segir þessi árangur mér? Þetta segir mér að ég er partur af einhverju sem er miklu, miklu stærra og miklu merkilegra en mér hafði nokkurn tíman grunað.
Samhugurinn og samstaðan er það sem gerir okkur að samfélagi, vefur er bara vefur en fólkið sem tekur þátt gerir vefinn að samfélagi.
Ég er óendanlega þakklátur og stoltur af því að hafa verið partur af Vaktinni frá upphafi, alveg frá því að vefurinn var bara vefur og þangað til hann breyttist í samfélag.
Við munum halda ótrauð áfram inn í framtíðina, Facebook, Twitter, SnapChat og fleiri góðir vefir munu bætast við en það mun ekki breyta því að þetta er „samfélagið okkar“.
Ný og flottari uppfærsla er rétt handan við hornið, sú stærsta síðan 2007 en ég er að íslenska og litaleiðrétta uppfærsluna og mun skella henni upp fyrir jól.
Það verður mín jólagjöf til ykkar!
Ég er er svo hrærður yfir þessu öllu að stafirnir eru í móðu á skjánum, líklegast þar sem ég skrifa þetta með tárin í augunum af þakklæti.
Innilegar þakkir fyrir allt saman kæru vinir.
Ég er ánægður að hafa getað hjálpað, lengi lifi vaktin!
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
Mér finnst líklegt að hér hafi átt að reyna brjóta Guðjón en það tókst ekki. Ég tel að menn geti alveg borgað 700 þúsund krónur þegar viðkomandi er kominn á eða yfir tvítugsaldurinn.
Þess vegna segi ég, við sigruðum. Guðjón stendur uppi sem winner.
CendenZ skrifaði:Mér finnst líklegt að hér hafi átt að reyna brjóta Guðjón en það tókst ekki. Ég tel að menn geti alveg borgað 700 þúsund krónur þegar viðkomandi er kominn á eða yfir tvítugsaldurinn.
Þess vegna segi ég, við sigruðum. Guðjón stendur uppi sem winner.
Jájá, það er alveg satt. Mjög flott fyrir Guðjón og Vaktina sem samfélag.
En best væri samt að Friðjón borgaði og þessi peningur sem safnaðist gæti farið í eitthvað skemmtilegra. Menn eiga ekkert að komast upp með að stefna hægri vinstri og sitja svo stikkfrí þegar þeir tapa því þeir eiga ekki aur.
CendenZ skrifaði:Mér finnst líklegt að hér hafi átt að reyna brjóta Guðjón en það tókst ekki. Ég tel að menn geti alveg borgað 700 þúsund krónur þegar viðkomandi er kominn á eða yfir tvítugsaldurinn.
Þess vegna segi ég, við sigruðum. Guðjón stendur uppi sem winner.
Jájá, það er alveg satt. Mjög flott fyrir Guðjón og Vaktina sem samfélag.
En best væri samt að Friðjón borgaði og þessi peningur sem safnaðist gæti farið í eitthvað skemmtilegra. Menn eiga ekkert að komast upp með að stefna hægri vinstri og sitja svo stikkfrí þegar þeir tapa því þeir eiga ekki aur.
Guðjón borgar strax en á kröfu á viðkomandi. Hún ætti ekki að fyrnast auðveldlega
Þetta er ósanngjarnt, hvernig á ég að leggja inna þig pening ef reikningsnumerið er horfið guðjón?
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Hnykill skrifaði:Við erum Íslenskt samfélag af hátæknivæddum andskotum
Ég veit ekki hvernig Vaktin.is kom til að vera.. en við söfnuðum 700.00 þús kalli því okkur langaði til á 20 dögum eða svo.. !
Heyður til ykkar strákar ! .. svona eiga hlutirnir að virka á Íslandi ! djöfull er ég stoltur af okkur
Er ég orðinn Missranny the boy ekki það að það breytir engu fyrir mig að vera talinn til KK,mitt framlag var ekki stórt en jíbbí hvað ég er ánægð með okkur ég vissi að þetta hefðist. Besta samfélag sem ég hef kynnst og greinilega fer lítið fyrir mér.Ég er bara haldinn mikilli tölvuást og einn daginn kemst ég í mitt draumatölvunám.Hélt ég gæti ekki lært neitt tölvutengt en á son með dæmigerða einhverfu og fyrir sirka 2 árum uppgvötvaði ég að með því að laga reglulega hans tölvu þá er þetta minn heimur í dag. Er þó mest heilluð af network security management,og geymi með mér uppgvötvanir á þeim vulnarbilitis sem ég hef fundið t.d. hjá google en kann svo ekkert inná feisinu sem allir aðrir kunna. Og ég er stolt af strákunum hér fyrir alla sína óeigingjörnu vinnu í öll þessi ár.
Hnykill skrifaði:Við erum Íslenskt samfélag af hátæknivæddum andskotum
Ég veit ekki hvernig Vaktin.is kom til að vera.. en við söfnuðum 700.00 þús kalli því okkur langaði til á 20 dögum eða svo.. !
Heyður til ykkar strákar ! .. svona eiga hlutirnir að virka á Íslandi ! djöfull er ég stoltur af okkur
Er ég orðinn Missranny the boy ekki það að það breytir engu fyrir mig að vera talinn til KK,mitt framlag var ekki stórt en jíbbí hvað ég er ánægð með okkur ég vissi að þetta hefðist. Besta samfélag sem ég hef kynnst og greinilega fer lítið fyrir mér.Ég er bara haldinn mikilli tölvuást og einn daginn kemst ég í mitt draumatölvunám.Hélt ég gæti ekki lært neitt tölvutengt en á son með dæmigerða einhverfu og fyrir sirka 2 árum uppgvötvaði ég að með því að laga reglulega hans tölvu þá er þetta minn heimur í dag. Er þó mest heilluð af network security management,og geymi með mér uppgvötvanir á þeim vulnarbilitis sem ég hef fundið t.d. hjá google en kann svo ekkert inná feisinu sem allir aðrir kunna. Og ég er stolt af strákunum hér fyrir alla sína óeigingjörnu vinnu í öll þessi ár.
Internetið.
þar sem að strákarnir eru strákar
þar sem að stelpurnar eru strákar
og þar sem að 12 ára smástelpur eru FBI kallar
Það eru engar stelpur á internetinu
Nei reyndar verð ég að játa það að ég hafði ekkert tekið eftir því að það væri stelpa hérna, það gerist nú alltaf reglulega en það er orðið svolítið síðan að það var aktív stelpa hérna.
Endilega láttu fara meira fyrir þér þá tökum við eftir þér