Nú vantar ykkar aðstoð

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af GuðjónR »

Jæja félagar þá er komið að því að ég þarf á ykkar hjálp að halda.

Eins og margir muna þá stefndi Friðjón @buy.is Sigurði @istore.is fyrir rúmum tveimur árum fyrir meiðyrði hér á Vaktinni, hann lét sér það ekki duga heldur stefndi mér líka og bar fyrir sig Fjölmiðlalögum og ég væri því ábyrgur fyrir öllu sem skrifað er á vefinn.

Í kjölfarið úrskurðaði Fjölmiðlanefnd að Vaktin væri ekki fjölmiðill heldur samfélagsmiðill. Þrátt fyrir að þessar upplýsingar lægju fyrir þá kaus Friðjón að halda kærunni til streitu. En nú í haust dró til tíðinda þegar Friðjón og Sigurður gera dómssátt í málinu. Sáttin hljóðaði þannig að Sigurður á að greiða Friðjóni 500.000.- í lögmannskostnað og Friðjón á að greiða mér 700.000.- í lögmannskostnað.

Núna tveim mánuðum eftir úrskurð þá segist Friðjón ekki vera borgunarmaður fyrir eigin dómssátt.
Staðan er því þannig að þrátt fyrir sýknu og dómssátt þá sit ég uppi með 700.000.- kr. kostnað vegna umræðu sem ég átti raunverulega ekki þátt í fyrir utan þá staðreynd að hún átti sér stað á vefnum okkar.

Þetta er allt saman mjög óréttlátt og ég ligg því miður ekki á 700.000.- króna varasjóði. Þess vegna leita ég til ykkar kæru Vaktarar. Samfélagðið okkar hérna á Vaktinni er stórt og sterkt og ef allir leggjast á eitt og standa saman þá gæti það munað ótrúlega miklu, restina yrði ég svo að greiða sjálfur. Til þess að sýna þakklæti fyrir öll hugsanleg framlög bæði smá og stór hef ég ákveðið að útúa örlítið umbunarkerfi, en það mun líta svona út:


Þetta mun gilda til 01.01.2016 eða í rúmt ár.
Allir sem styrkja fá titilinn „Verndari“
Þeir sem styrkja fá einnig stjörnu undir prófílinn sinn, þetta er eitthvað sem við höfum ekki gert áður.
Nýr hópur „Verndarar“ verður útbúinn og allir sem styrkja fara í þann hóp og verður nafnið þeirra Vaktar-appelsínugult.
  1. Fyrir 500-2499 kr. færðu eina stjörnu Mynd
  2. Fyrir 2.500-4999 kr. færðu þrjár stjörnur Mynd
  3. Fyrir 5000+ færðu fimm stjörnur Mynd


Reikningsupplýsingar fyrir þá sem vilja hjálpa:

Kennitala:
Reikningur: söfnun lokið!!!

Sendið mér svo pm eða póst á ‪gudjonr@vaktin.is‬ og gefið upp notendanafn og upphæð svo ég geti sett ykkur í réttan hóp og gefið ykkur viðeigandi titil og stjörnu.‬
Ég yrði afar þakklátur fyrir allan stuðning sem ég kann að fá, engin upphæð er of lág, því eins og máltækið segir gerir margt smátt eitt stórt.

Og síðast en ekki síst, ef sú staða kemur upp að Friðjón greiði skuld sína eftir að söfnun lýkur og ég hef gert upp við lögmaninn þá mun ég endurgreiða ykkur söfnunarféð, enda er eini tilgangurinn með þessari söfnun að fá sem mest upp í það fjárhagstjón sem maðurinn olli.

Lengi lifi Vaktin !!!

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Dúlli »

Helvítis leiðindi, hvernig er þetta hægt ? er það ekki hann sem tapaði og hvernig virkar það að greiða bara ekki getur þú ekki gert það sama og hann gerði ?

Magni81
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Magni81 »

Done!

Gangi þér vel með þetta.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Klemmi »

Komið frá mér.

Þakka þér kærlega fyrir að halda úti þessum vef, rosalega finnst mér skrítið að þeir sem sýknaðir eru af ákæru geti setið uppi með málsvarnarkostnað, allavega í þeim tilfellum sem hann er innan skynsamlegra marka.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af AntiTrust »

Aj nei nú er ég fjandakornið (næstum því) orðlaus.

Getum við ekki bara hrúgað saman öllum þessum tonnum af tölvubúnaði sem við eigum flestir inní geymslu að safna ryki og komið okkur fyrir í Kolaportinu eina helgina eða e-ð álíka og látið ágóðann renna í þetta?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af MrSparklez »

Úff ef ég væri ekki fátækur námsmaður þá myndi ég hjálpa til, alveg ömurlegt situation hjá þér, gangi þér vel með þetta og vona að sem flestir leggji inná hjá þér.
Skjámynd

Gunnar Andri
Ofur-Nörd
Póstar: 212
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 17:59
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Gunnar Andri »

Komið frá mér.
Gangi þér sem best með þetta.
Leikjavél W10 Pro
| i7 10700k | | Corsair 32GB 4x8GB 3600MHz | MSI GeForce GTX 2080ti | Asus Z490-Prime-A| Corsair RM 750| 2x Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD |Corsair 570x| ]Custom Vatnskæling EK|
Server
| i5 10600k |Artic freezer | Corsair 2*8GB |Asus Z490 |Corsair RM 850 |Samsung 500gb 980 Pro NVMe/M.2 SSD | HDD: 48Tb | Corsair 400d|
Skjámynd

siggi83
FanBoy
Póstar: 748
Skráði sig: Sun 27. Júl 2008 11:33
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af siggi83 »

Komið.
Gangi þér vel. :happy
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af rapport »

Ég er orðlaus yfir fávitaskap þessa manns og hvernig kerfið virkar.

Af hverju sækir lögfræðingurinn þetta ekki til hans, það er búið að dæma hann til að borga þetta, þú ættir að vera frjáls allra mála.

En ég er sammála hugmyndinni hér að ofan, það ætti að stofna hérna þráð fyrir fólk að setja inn tæki sem hægt er að selja upp í þetta viðbjóðslega óréttlæti.

Ojjj hvað ég er reiður fyrir þína hönd...
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af depill »

Skammast mín að ég keypti mús og systir mín síma af þessum gæja ( maður þorir varla að nota verri orð ).

Ég lagði allavega 10 þúsund krónur inná þig Guðjón, vonandi breytir það einhverju þó ekki mikið sé.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af rapport »

Bjó til þráð sem vonandi skilar einhverju...

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63228" onclick="window.open(this.href);return false;

Mun líka leggja inn á þig seinna í dag.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Tbot »

GuðjónR skrifaði:
. Sáttin hljóðaði þannig að Sigurður á að greiða Friðjóni 500.000.- í lögmannskostnað og Friðjón á að greiða mér 700.000.- í lögmannskostnað.

Núna tveim mánuðum eftir úrskurð þá segist Friðjón ekki vera borgunarmaður fyrir eigin dómssátt.
Staðan er því þannig að þrátt fyrir sýknu og dómssátt þá sit ég uppi með 700.000.- kr. kostnað vegna umræðu sem ég átti raunverulega ekki þátt í fyrir utan þá staðreynd að hún átti sér stað á vefnum okkar.
Það sem mig langar að vita:

Er Sigurður búinn að greiða Friðjóni 500.000- ???

Ef ekki, getur þú þá ekki náð að koma þarna á milli þannig að 500.000- fari til þín?
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Kristján »

Komið frá mér.

Lengi lifi Vaktin!!!!
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af chaplin »

Núna tveim mánuðum eftir úrskurð þá segist Friðjón ekki vera borgunarmaður fyrir eigin dómssátt.
Dómarinn: A þú átt að greiða B XXX.XXX
A: Nahh..
Dómarinn: Ahh.. shit.. eee.. okey.. Sorry B, hann sagði nei, þú verður bara að borga sjálfur.

Virkar þetta bara svona?

Annars auðvita styrkir maður þig, sendi PM þegar ég hef lagt inn á þig.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Kristján »

chaplin skrifaði:
Núna tveim mánuðum eftir úrskurð þá segist Friðjón ekki vera borgunarmaður fyrir eigin dómssátt.
Dómarinn: A þú átt að greiða B XXX.XXX
A: Nahh..
Dómarinn: Ahh.. shit.. eee.. okey.. Sorry B, hann sagði nei, þú verður bara að borga sjálfur.

Virkar þetta bara svona?

Annars auðvita styrkir maður þig, sendi PM þegar ég hef lagt inn á þig.
ég hefði haldið hann VERÐI að borga þetta og ef hann getur það ekki þá tekur hann lán eða yfirdrátt og skuldar bankanum frekar

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Bjosep »

Er maðurinn búinn að lýsa sig gjaldþrota? Ef ekki, framkvæmir lögfræðingurinn þinn ekki bara fjárnámsbeiðni eða hvað sem það kallast?
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af kiddi »

Ef ég skil þetta rétt þá var Friðjón tæknilega aldrei skuldbundinn til að borga lögfræðingi Guðjóns, en Guðjón er hinsvegar skuldbundinn sínum eigin lögfræðingi - eðlilega. Hvort sem Guðjón fær greitt eða ekki frá Friðjóni, kemur lögfræðingi Guðjóns ekki við í rauninni, því miður. En áfram með styrkina!
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af rapport »

kiddi skrifaði:Ef ég skil þetta rétt þá var Friðjón tæknilega aldrei skuldbundinn til að borga lögfræðingi Guðjóns, en Guðjón er hinsvegar skuldbundinn sínum eigin lögfræðingi - eðlilega. Hvort sem Guðjón fær greitt eða ekki frá Friðjóni, kemur lögfræðingi Guðjóns ekki við í rauninni, því miður. En áfram með styrkina!
Dómssátt er skuldbinding = hann var og er skuldbundinn til að greiða
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af kiddi »

rapport skrifaði:Dómssátt er skuldbinding = hann var og er skuldbundinn til að greiða
Já en hvað ef Friðjón er gjaldþrota og ekki hægt að kreista krónu út úr honum? Menn eru alltaf ábyrgir gagnvart þeim lögfræðingum sem þeir ráða sjálfir, alveg sama þó þeim sé dæmdur málskostnaður eða ekki. Þetta er grautfúlt.

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af biturk »

Þér verðið styrktir um mánaðarmôtin
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af rapport »

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=66676" onclick="window.open(this.href);return false;
Varðandi þóknun lögmanns er það að svo að aðilanum sjálfum er dæmdur málskostnaður en ekki lögmanni hans. Málskostnaðarákvörðun dómarans er því ekki bindandi fyrir lögmanninn á neinn hátt þegar hann gerir umbjóðanda sínum reikning samkvæmt sinni gjaldskrá. Reikningurinn getur því verið hærri eða lægri en dæmdur málskostnaður.
Ágætasta útskýring...

Grautfúlt mál og það fer illa í mig á svo margan hátt, sérstaklega hvað ég leyfi mér að hugsa ljótar hugsanir til þessa manns.
Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1025
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Nördaklessa »

Búinn að styrkja þig um 2500kr. :happy Lengi lifi vaktin!
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
Skjámynd

Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af Perks »

Takk fyrir að eyða endalausum tíma (og núna stórri fjárhæð) til að búa til vettvang fyrir okkur hina til að nördast.
Styrkur lagður inn með glöðu geði
600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af GuðjónR »

Sælir Vaktarar!

Og innilegar þakkir fyrir að bregðast svona vel við, maður er bara klökkur yfir þessum viðbrögðum og stuðningnum.
Ég skelli þessu upp í hádeginu og þurfti síðan að rjúka í bæinn til læknis, var að koma heim og ætla að drífa í að græja stjörnurnar og nýja flokkinn.
Mun svara öllum pm og tölvupóstum ásamt innleggjum hérna um leið og ég get.

Bless á meðan :)
Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Staða: Ótengdur

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Póstur af FreyrGauti »

Getur þú ekki gert kröfu á Friðjón og látið lýsa hann gjaldþrota, og þá gert kröfu í þrotabúið?
Svara