Þið virðist vera að gleyma að það eru ekki BARA heimskir krakkar á þessum vespum, það nota þetta allir aldurshópar.
Það á bara að setja á þetta aldurstakmark, segjum 15 ára? þá hafa krakkarnir
oftast nógu mikið vit á umferð og hvernig hún virkar til þess að geta hugsað rökrétt og brugðist rétt við aðstæðum sem geta komið upp á, og vita hvað á að gera og hvað á ekki að gera.
Þegar ég geng í strætóskýlið alla morgna hér í 104 á leið upp í skóla, þá sé ég alltaf alla morgna, eldri mann á rafmagnsvespu, með hjálm, kveikt á ljósum og gult endurskinsvesti sem fer alltaf sömu leiðina alla morgna, get ímyndað mér að þetta spari honum mikla peninga..
Þegar þetta var sett á markað var það ekki auglýst að það þyrfti aldrei að skrá og tryggja þetta?
Það eina sem ég sé í þessum vespum er möguleiki, möguleiki á að gera þær mjög góðar, það mætti aðeins fínpússa reglurnar varðandi þær, en ekki gjörsamlega rústa þessu og kæfa þetta í fæðingu.
Þetta er frábær ferðamáti til þess að ferðast stuttar leiðir, hentar flestum aldurshópum, lítið viðhald, kemst 40km á einni hleðslu, kemst ekki hratt, fer ekki hratt upp í hámarkshraða, þolir ágæta þyngd og margt margt fleira, ég gæti ekki nefnt einn galla við þær.
Hvernig myndi ykkur nú finnast ef gangstéttirnar myndu fyllast af rafskutlum eldra fólksins?
http://blog.eirberg.is/2012/04/rafskutl ... li-tilbod/" onclick="window.open(this.href);return false;
Væri allir svona bullandi vitlausir við því, og beita ;
@Worghal - Afhverju?