Rafmagnsvespur / Umræða

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2037
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af Yawnk »

chaplin skrifaði:Það sem fer mest í taugarnar á mér er að þessir krakkar eru aldrei með hjálm. Og afhverju er verið að splæsa í þessi tæki fyrir krakkana? Geta krakkar í dag ekki hreyft sig?
Þetta er líklega mest gefið í fermingargjafir, auðveld gjöf, allir krakkar vilja þetta á þessum aldri.
Verð að vera sammála þér með hjálminn.. Svona 1/10 af þessum krökkum á þessu eru með hjálm.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af AntiTrust »

Ég bý á Völlunum í Hfj, meiriháttar fjölskylduhverfi. Stutt í allt, og þá meina ég 5-10mín gönguvegalengdir í verslanir og sjoppur, sundlaug, íþróttahús, leik og grunnskóla. Ég þarf virkilega að bíta í tunguna á mér þegar ég sé öll þessi overweight börn fara þessar örstuttu vegalengdir í bónus eða eins og algengast virðist vera, úr skólanum og yfir í íþróttahúsið sem er í 1km fjarlægð. Það er yfirleitt róleg traffík hérna í hverfinu og þessir krakkar nota það óspart, og nýta sér göturnar hjálmlaus 1-3 saman á einni rafvespu. Ekki vantar tillitsleysið heldur á göngustígunum, get varla gengið með hundana mína öruggur fyrir horn rólegur lengur.

Mér finnst bara ekkert umhverfi bjóða upp á þessi tæki eins og Ísland er í dag. Á meðan við erum ekki með hjólastíga meðfram öllum götum, þá er engin leið að nota þetta. Krakkarnir eru of ungir til að vera á þessu í umferðinni, burtséð frá slysahættunni (líkt og með reiðhjólamenn, með fullri virðingu), og þetta er of mikil slysahætta á gangstéttum.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af worghal »

bara burt með þessar vespur :thumbsd
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2037
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af Yawnk »

Þið virðist vera að gleyma að það eru ekki BARA heimskir krakkar á þessum vespum, það nota þetta allir aldurshópar.

Það á bara að setja á þetta aldurstakmark, segjum 15 ára? þá hafa krakkarnir oftast nógu mikið vit á umferð og hvernig hún virkar til þess að geta hugsað rökrétt og brugðist rétt við aðstæðum sem geta komið upp á, og vita hvað á að gera og hvað á ekki að gera.

Þegar ég geng í strætóskýlið alla morgna hér í 104 á leið upp í skóla, þá sé ég alltaf alla morgna, eldri mann á rafmagnsvespu, með hjálm, kveikt á ljósum og gult endurskinsvesti sem fer alltaf sömu leiðina alla morgna, get ímyndað mér að þetta spari honum mikla peninga..

Þegar þetta var sett á markað var það ekki auglýst að það þyrfti aldrei að skrá og tryggja þetta?

Það eina sem ég sé í þessum vespum er möguleiki, möguleiki á að gera þær mjög góðar, það mætti aðeins fínpússa reglurnar varðandi þær, en ekki gjörsamlega rústa þessu og kæfa þetta í fæðingu.
Þetta er frábær ferðamáti til þess að ferðast stuttar leiðir, hentar flestum aldurshópum, lítið viðhald, kemst 40km á einni hleðslu, kemst ekki hratt, fer ekki hratt upp í hámarkshraða, þolir ágæta þyngd og margt margt fleira, ég gæti ekki nefnt einn galla við þær.

Hvernig myndi ykkur nú finnast ef gangstéttirnar myndu fyllast af rafskutlum eldra fólksins? :svekktur
http://blog.eirberg.is/2012/04/rafskutl ... li-tilbod/" onclick="window.open(this.href);return false;

Væri allir svona bullandi vitlausir við því, og beita ;

@Worghal - Afhverju?
Viðhengi
20090624120658!Ban_Hammer.jpg
20090624120658!Ban_Hammer.jpg (58.44 KiB) Skoðað 1430 sinnum
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af chaplin »

Yawnk skrifaði: Þetta er líklega mest gefið í fermingargjafir, auðveld gjöf, allir krakkar vilja þetta á þessum aldri.
Verð að vera sammála þér með hjálminn.. Svona 1/10 af þessum krökkum á þessu eru með hjálm.
Já en þarf að gefa krökkum 150.000 kr gjafir? Mér finnst þetta vera orðið svo mikið runk hjá foreldrum að gefa krökkunum sínum dýrar gjafir enda fékk ég æluna, þegar strákur (í sama skóla og litla systir mín ) í fyrsta bekk í grunnskóla fékk iPhone 5 Í SKÓINN! Hvað er að?

Svo hvað fá krakkarnir sem eiga foreldra sem eru með minna milli handana? Afhverju er jólasveinninn að mismuna krökkum svona rosalega og gefur Tuma happaþrennur en Bjarki fær iPhone?

Off topic ég veit, en mér finnst þetta bara fáranlegt!
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af Gúrú »

chaplin skrifaði:Það sem fer mest í taugarnar á mér er að þessir krakkar eru aldrei með hjálm. Og afhverju er verið að splæsa í þessi tæki fyrir krakkana? Geta krakkar í dag ekki hreyft sig?
Hjólar þú allt?
Áttu barn sem þú þarft að skutla út um allt?
Viltu að barnið þitt eigi auðveldara með að hitta vini sína/mæta á æfingar/skólann?

Off topicið þitt er samt tuð og lítið annað. Má fólk sem á peninga ekki gefa börnunum sínum gjafir?
Má fólk ekki bara lifa og reyna að gleðja sig og aðra í kringum sig?
Modus ponens
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af dori »

Yawnk skrifaði:Þegar þetta var sett á markað var það ekki auglýst að það þyrfti aldrei að skrá og tryggja þetta?
Hvernig getur einhver sölumaður útí bæ lofað því hvernig lög framtíðarinnar muni líta út?
Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af FriðrikH »

Yawnk skrifaði:Þið virðist vera að gleyma að það eru ekki BARA heimskir krakkar á þessum vespum, það nota þetta allir aldurshópar.

Það á bara að setja á þetta aldurstakmark, segjum 15 ára? þá hafa krakkarnir oftast nógu mikið vit á umferð og hvernig hún virkar til þess að geta hugsað rökrétt og brugðist rétt við aðstæðum sem geta komið upp á, og vita hvað á að gera og hvað á ekki að gera.

Þegar ég geng í strætóskýlið alla morgna hér í 104 á leið upp í skóla, þá sé ég alltaf alla morgna, eldri mann á rafmagnsvespu, með hjálm, kveikt á ljósum og gult endurskinsvesti sem fer alltaf sömu leiðina alla morgna, get ímyndað mér að þetta spari honum mikla peninga..

Þegar þetta var sett á markað var það ekki auglýst að það þyrfti aldrei að skrá og tryggja þetta?

Það eina sem ég sé í þessum vespum er möguleiki, möguleiki á að gera þær mjög góðar, það mætti aðeins fínpússa reglurnar varðandi þær, en ekki gjörsamlega rústa þessu og kæfa þetta í fæðingu.
Þetta er frábær ferðamáti til þess að ferðast stuttar leiðir, hentar flestum aldurshópum, lítið viðhald, kemst 40km á einni hleðslu, kemst ekki hratt, fer ekki hratt upp í hámarkshraða, þolir ágæta þyngd og margt margt fleira, ég gæti ekki nefnt einn galla við þær.

Hvernig myndi ykkur nú finnast ef gangstéttirnar myndu fyllast af rafskutlum eldra fólksins? :svekktur
http://blog.eirberg.is/2012/04/rafskutl ... li-tilbod/" onclick="window.open(this.href);return false;

Væri allir svona bullandi vitlausir við því, og beita ;

@Worghal - Afhverju?
Alveg sammála því að það þurfi reglur, þær reglur sem er verið að setja núna eru bara mjög skiljanlegar. Staðreyndin er að þessar vespur, alveig eins og reiðhjól sem fara hratt yfir eru hættuleg innan um gangandi vegfarendur. Almenna reglan í umferðarlögum er sú að reiðhjól eigi að vera úti á götum, það er fullkomlega fáránlegt að þessar vespur megi ekki vera á götunum en eigi að vera á göngustígum. Göngustígar eiga að vera fyrir gangandi vegfarendur, svo er í lagi að gamlingar á rafskutlum og fólk sem hjólar löturhægt sé þar inni á milli ef það tekur fullt tillit til gangandi. Rafmagnsvespur og hjólreiðamenn sem hjóla hratt eiga bara ekki að vera á göngustígum.
Hvað er svo að því að fólk sé skikkað til að taka próf á þessi tæki, skrá þau og tryggja? Af hverju eiga aðrar reglur að gilda um rafmagnsvespur en önnur vélknúin ökutæki?
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af oskar9 »

Það er ekkert að hjólunum sem slíkum, frekar hvernig þessir 12-14 ára ormar skjóta þessu á fullri gjöf framúr fólki, hjálmlaust og oft fleiri en eitt. Og að bera þetta saman við reiðhjól er svo mikið bull, venjulegt reiðhjól er örfá kíló meðan það er slatti af þyngd í þessu, rafmagnsvepa á 25km hraða og hjól á 25km hraða eru tveir ólíkir hlutir, reiðhjól geta beygt mikið fljótar undan hættum og ég myndi frekar vilja að reiðhjól rækist utan í mig en svona vespa með tvo 13 ára "tappa" sem halda að þeir eigi heiminn því ma og pa gáfum þeim sko svona "græju" í fermingargjöf.

Herða hjálmaskyldur og sekta ef þá vanta, skrá þetta, tryggingar og og sitja námskeið og nokkra ökutíma og kenna þessum ormum að bera virðingu fyrir gangandi fólki
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af Icarus »

rapport skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Mér finnst þessar breytingar fullkomlega eðlilegar, þessar vespur eru talsvert hættulegri en reiðhjól þar sem að þær eru mun þyngri og ná meiri hröðun, þ.a.l. auðveldara að missa stjórn á þeim.
Það er ekki veri að tala um að þær fari út á 60km götur og hærra, þær verði aðeins leyfilegar á götum þar sem hámarkshraðinn er 50 eða lægri.
Reyndar er ég líka frekar mótfallinn því að reiðhjól séu mikið á gangstéttum, nema þeir sem hjóla þá þeim mun hægar, 15 km/h max. Ég hjóla mikið og er nánast alfarið á götum eða reiðhjólastígum. Mér findist þó eðlilegt að rafmagnsvespurnar gætu verið á reiðhjólastígunum.
Þær eru ekki hættulegri en reiðhjól.

Reiðhjól með 80kg manni á 15kg reiðhjóli og er á 45-50 km hraða (7,5 KJ) er miklu hættulegra en 80 kg maður á 60kg vespu á 25 km hraða (3,3KJ)

Þannig er augljóst að miklu harðari reglur ættu að vera um reiðhjól en rafmagnsvespur ef það á að líta á áhættuna sem fylgir þessu.

Hef ekki heyrt um nein rafmagnsvespuslys en þekki helling af fólki sem hefur slasað sig á hjóli.

Veit reyndar að það hefur kveiknað í út frá straumbreyti fyrir rafmagnsvespu...

p.s. veit að meðalmaðurinn nær ekki 45-50 km hraða á reiðhjóli en það eru margir komnir á fancy hjól þar sem þeir rúnta hringinn í krinum RvK á klukkustund eða fara á göngustígum upp í mosó og til baka úr miðbænum og meðalhraðinn er 45/50 km.klst. (minnir að meðalhraði þeirra sem hjóluðu hringinn í kringum landið hafi verið um 40 km/klst.)
Það er líka mikill munur á að rúnta á götu og rúnta á gangstíg á hjóli, nú hjóla ég mikið og á götuhjól sem kemst þokkalega hratt, hef hraðast farið á um 70km hraða. En slíkt gerist ekki á gangstétt... þar er maður á svona 20km... stundum upp í 30.
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af tlord »

það er bara þannig að það verður ekkert tekið á þessu fyrr en eftir alvarlegt slys - eða nokkur, þannig er mörlandinn.
Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af FriðrikH »

Icarus skrifaði:
rapport skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Mér finnst þessar breytingar fullkomlega eðlilegar, þessar vespur eru talsvert hættulegri en reiðhjól þar sem að þær eru mun þyngri og ná meiri hröðun, þ.a.l. auðveldara að missa stjórn á þeim.
Það er ekki veri að tala um að þær fari út á 60km götur og hærra, þær verði aðeins leyfilegar á götum þar sem hámarkshraðinn er 50 eða lægri.
Reyndar er ég líka frekar mótfallinn því að reiðhjól séu mikið á gangstéttum, nema þeir sem hjóla þá þeim mun hægar, 15 km/h max. Ég hjóla mikið og er nánast alfarið á götum eða reiðhjólastígum. Mér findist þó eðlilegt að rafmagnsvespurnar gætu verið á reiðhjólastígunum.
Þær eru ekki hættulegri en reiðhjól.

Reiðhjól með 80kg manni á 15kg reiðhjóli og er á 45-50 km hraða (7,5 KJ) er miklu hættulegra en 80 kg maður á 60kg vespu á 25 km hraða (3,3KJ)

Þannig er augljóst að miklu harðari reglur ættu að vera um reiðhjól en rafmagnsvespur ef það á að líta á áhættuna sem fylgir þessu.

Hef ekki heyrt um nein rafmagnsvespuslys en þekki helling af fólki sem hefur slasað sig á hjóli.

Veit reyndar að það hefur kveiknað í út frá straumbreyti fyrir rafmagnsvespu...

p.s. veit að meðalmaðurinn nær ekki 45-50 km hraða á reiðhjóli en það eru margir komnir á fancy hjól þar sem þeir rúnta hringinn í krinum RvK á klukkustund eða fara á göngustígum upp í mosó og til baka úr miðbænum og meðalhraðinn er 45/50 km.klst. (minnir að meðalhraði þeirra sem hjóluðu hringinn í kringum landið hafi verið um 40 km/klst.)
Það er líka mikill munur á að rúnta á götu og rúnta á gangstíg á hjóli, nú hjóla ég mikið og á götuhjól sem kemst þokkalega hratt, hef hraðast farið á um 70km hraða. En slíkt gerist ekki á gangstétt... þar er maður á svona 20km... stundum upp í 30.
Ég er alveg sammála þér, ég stunda hjólreiðar sem íþrótt og hjóla oft hratt, ég geri það þó aldrei á gangstéttum og reyni að forðast þær eftir mesta megni, sérstaklega ef það er eitthvað af fólki á gangi.
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af tlord »

það er öruvísi að vera á reiðhjóli en vélknúnu - ef maður þarf að hafa fyrir að stíga pedala er maður meira vakandi fyrir umhverfinu - á vélknúnu hjól eru meiri líkur á að gjöfinn sé sett í botn og látið vaða - sérstaklega ef stjórnandinn er 12-13 ára og með 2 hangandi aftan á...

það má eiga von á að mæta þessu hvar sem er - maður er hættur að þramma fyrir horn nema kíka fyrst

þetta er augljóslega stórhættulegt ástand - og verður ekki stoppað fyrr en eitthvað hræðilegt gerist -
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af zedro »

oskar9 skrifaði:Herða hjálmaskyldur og sekta ef þá vanta, skrá þetta, tryggingar og sitja námskeið og nokkra ökutíma og kenna þessum ormum að bera virðingu fyrir gangandi fólki
Hjálmaskylda er mikilvæg og ber að aðvara og svo sekta fólk við annað brot.
Skráning og tryggingar eru óþarfa kostnaður og líklegra til að drepa vespuna en að bæta viðhorfið.
Klárlega halda 1 dags námskeið og nokkra ökutíma sem taka á akstur á vegur og göngustígum inní.
Réttindin á gripinn nauðsýn ekki jafn ítarleg og nöðrupróf samt og aðgengilegt krökkum sem hafa þroskann til.
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af tlord »

ef barnabarn alþingismanns fær smá kúlu á hausinn eftir að verða fyrir þessu gerist eitthvað strax!

því miður þurfa amk nokkur 'venjuleg' smábörn að slasast illa til að eitthvað gerist
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af rapport »

Ég er ekkert að segja að reiðhjólamenn séu einhverjir dónar eða séu að skapa hættu að óþörfu.

En ég þekki til tveggja sem hafa viðbeinsbrotið sig við fall af hjóli.

Félagi minn sá fjallahjólagarpa í brynjum sem brunuðu niður Úlfarsfellið þrátt fyrir göngufólk á leiðinni.

Einnig hef ég heyrt af slysum þar sem reiðhjólafólk fer óvart inn á götur við gangbrautir og umferðaljós og bílar keyra á framdekkið. Það verða oft ljót slys, því miður.

Ég hef sjálfur fundið reiðhjólamann nánast strjúkast upp við mig á hvínandi ferð í Elliðarárdalnum og þá vorum við fjögur á labbi, tvö börn og það var stórhættulegt af honum.


En ég hef aldrei heyrt um að einhver hafi verið keyrður niðru af rafmagnsvespu eða slasað sig mikið á slíkri græju, enda eru þær líklega ekki nálægt þvi jafn margar og reiðhjól.

En ég sé enga sérstaka ástæðu fyrir því að setja svona strangar reglur um rafmagnsvespur eða gera upp á millli þeirra og reiðhjóla.
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af tlord »

rapport skrifaði:Ég er ekkert að segja að reiðhjólamenn séu einhverjir dónar eða séu að skapa hættu að óþörfu.

En ég þekki til tveggja sem hafa viðbeinsbrotið sig við fall af hjóli.

Félagi minn sá fjallahjólagarpa í brynjum sem brunuðu niður Úlfarsfellið þrátt fyrir göngufólk á leiðinni.

Einnig hef ég heyrt af slysum þar sem reiðhjólafólk fer óvart inn á götur við gangbrautir og umferðaljós og bílar keyra á framdekkið. Það verða oft ljót slys, því miður.

Ég hef sjálfur fundið reiðhjólamann nánast strjúkast upp við mig á hvínandi ferð í Elliðarárdalnum og þá vorum við fjögur á labbi, tvö börn og það var stórhættulegt af honum.


En ég hef aldrei heyrt um að einhver hafi verið keyrður niðru af rafmagnsvespu eða slasað sig mikið á slíkri græju, enda eru þær líklega ekki nálægt þvi jafn margar og reiðhjól.

En ég sé enga sérstaka ástæðu fyrir því að setja svona strangar reglur um rafmagnsvespur eða gera upp á millli þeirra og reiðhjóla.
tillögur um flokkun??

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_fallacies" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Póstur af rapport »

tlord skrifaði:
rapport skrifaði:Ég er ekkert að segja að reiðhjólamenn séu einhverjir dónar eða séu að skapa hættu að óþörfu.

En ég þekki til tveggja sem hafa viðbeinsbrotið sig við fall af hjóli.

Félagi minn sá fjallahjólagarpa í brynjum sem brunuðu niður Úlfarsfellið þrátt fyrir göngufólk á leiðinni.

Einnig hef ég heyrt af slysum þar sem reiðhjólafólk fer óvart inn á götur við gangbrautir og umferðaljós og bílar keyra á framdekkið. Það verða oft ljót slys, því miður.

Ég hef sjálfur fundið reiðhjólamann nánast strjúkast upp við mig á hvínandi ferð í Elliðarárdalnum og þá vorum við fjögur á labbi, tvö börn og það var stórhættulegt af honum.


En ég hef aldrei heyrt um að einhver hafi verið keyrður niðru af rafmagnsvespu eða slasað sig mikið á slíkri græju, enda eru þær líklega ekki nálægt þvi jafn margar og reiðhjól.

En ég sé enga sérstaka ástæðu fyrir því að setja svona strangar reglur um rafmagnsvespur eða gera upp á millli þeirra og reiðhjóla.
tillögur um flokkun??

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_fallacies" onclick="window.open(this.href);return false;
Hvaða fullyrðingu var ég að rökstyðja með þessum tilvísunum?

Tillaga að flokkun. https://en.wikipedia.org/wiki/Straw_man" onclick="window.open(this.href);return false;
Svara