Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Allt utan efnis
Svara

Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

1.Lögin eiga að halda gildi sínu (Icesave Samþykkt)
71
29%
2.Lögin eiga að falla úr gildi (Icesave Hafnað)
127
52%
3.Skila auðu
15
6%
4.Ég hef ekki kosningarétt (Undir 18 eða annað)
31
13%
 
Total votes: 244


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

biturk skrifaði:
Icarus skrifaði:
biturk skrifaði:ætlaði að minna fólk á að kjósa rétt og segja nei því annað er landráð!
ég elska stór orð...
tökum dæmi

ef núna væri þjóðaratkvæðagreiðsla um opin aðgang að afturendanum á þér..........þætti þér ekki landráð ef menn myndu fara að segja já við því?
Heldur áfram með stóru orðin sé ég.
rapport skrifaði: = Við viljum ekki samþykkja ríkisábyrgð og teljum það slæmt fordæmi að setja fyrir framtíðina að ríkið ábyrgist skuldir sem einkafyrirtæki stofnar til á fjármálamarkaði. Hvernig munu þessi fyrirtæki fara að haga sér í framtíðinni, þegar þau eru komin með þessa ábyrgð frá ríkinu? Munu önnur fyrirtæki geta krafist ríkisábyrgðar á sömu forsendum, t.d. fjarskiptafyrirtæki?
Þetta er hreinlega rangt, enda er ekki verið að ábyrgjast skuldabréfaútgáfu Landsbankans eða einhverju þvíumlíkt, aðeins verið að styðja við innistæðutryggingakerfið.
- Við setjum spurningamerki við að samningurinn o.þ.l. ríkisábyrgðin hljóði upp á meira en það sem tryggingasjóðurinn lofaði. 20.000 evrum og svo má spurja afhverju krafan er ekki gerð í íslenskum krónum m.v. gengi október 2008, þegar til kröfunar var stofnað í íslenskum krónum.
Af hverju segirðu að það sé meira? Ef svo er, endilega bentu mér á hvar það stendur því mér finnst það mjög áhugavert.
- Okkur finnst hreinlega rangt þegar sagt er að það hafi alltaf verið ríkisábyrgð á innistæðum skv. EES. Ef svo er, afhverju var þá verið að stofna innistæðutryggingasjóð sem sérstaka og sjálfstæða stofnun?
Eðlilegast er að bankarnir sjái sjálfir um að kosta hrun einstakra banka, eins og margir "nei-sinnar" halda fram þá gerir EES regluverkið ekki ráð fyrir allsherjar kerfishruni. Því er eðlilegt að bankarnir hafi tryggingasjóð sem getur borgað gjaldþrot banka eins og Byrs eða SPKef, vandamálið við ísland er að það er svo rosalega lítið og mikil fákeppni í gangi að tryggingasjóður sem ætti að geta bætt tjónið af gamla Kaupþing, Glitni eða Landsbankanum þyrfti að vera fáránlega stór.

Hefð er þó fyrir að það sé ríkisábyrgð á innistæðum og er tryggingasjóðskerfið útfærðari leið á því kerfi.
- Erlendis fá bankar ríkisábyrgð til að ekki sé gert áhlaup á þá, svo þeir hrynji ekki. Fallnir bankar fá ekki ríkisábyrgð... nema hugsanlega mögulega á Íslandi, þar fá gjaldþrota bankar ríkið sem ábyrgðarmann.
Já, en þegar ábyrgðin er gerð svo ekki sé gert áhlaup er eins gott að standa við þá ábyrgð svo þegar bankinn hrynur. Myndi fljótt fréttast út annars.

EFTA dómstóllinn hefur ekki heimild til að dæma hérlendis, þvert á móti má telja líklegt að íslenskir dómstólar líta þangað eftir leiðsögn og rökstuðningi og ef mál þeirra er vandað er líklegt að íslenskir dómstólar dæmi eins og þeir. En segjum sem svo, að svo gerist ekki (enda var mikil umræða hérna um anda laganna um daginn), þá er hægt að nota EFTA samninginn sem tæki til að setja sérstaka tolla á íslenskar vörur, jafnvel innflutningsbönn, segja upp EES, standa í vegi fyrir AGS og ýmsu. Sumir telja reyndar að allir þessir hlutir geri okkur meira slæmt en gott og þá skil ég alveg að þeir segi nei.

En ég skal taka undir með þér, það vantar að lögspekingar (bæði já og nei sinnar) taki sig saman og útskýri nákvæmlega hvernig ferlið væri ef farið yrði í mál, og hvað myndi gerast ef EFTA dómstóllinn myndi dæma Bretum og Hollendingum í vil.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af rapport »

Hefð er þó fyrir að það sé ríkisábyrgð á innistæðum og er tryggingasjóðskerfið útfærðari leið á því kerfi.
Þetta er alrangt...

Eftir að Icesave féll þá fóru stjórnvöld innan EU að tilkynna þetta, Lehman var t.d. ekki á ábyrgð stjórnvalda í USA þó þau hefðu getað bjargað honum.

p.s. UK semur ekki við USA um það mál... WHY?

Já, en þegar ábyrgðin er gerð svo ekki sé gert áhlaup er eins gott að standa við þá ábyrgð svo þegar bankinn hrynur. Myndi fljótt fréttast út annars.
Íslenska ríkið lofaði því ekki, Landsbankinn sagði þetta í auglýsingum og þeir lugu... íslensk stjórnvöld sögðust bara ætla að standa við sínar alþjóðlegu skuldbindingar.


p.s. Íslenski tryggingasjóðurinn var hlutfallslega stærstur af öllum innan EU m.v. þær innistæður sem hann átti að covera...

Þó regluverkið sé meingallað þá á Ísland ekki að bera hallann af tilraunastarfsemi EU/EFTA í lagasetningum.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af urban »

rapport skrifaði:Málstaður NEI fólksins.

- Við vitum og skiljum áhættuna við að segja NEI, að upphæð krafna UK og Hollands gætu orðið hærri. Við gerum þó greinamun á skuld með ríkisábyrgð sem ríkið þarf að standa straum af og skuld innistæðutryggingasjóðsins sem fær tekjur sínar frá fjármálafyrirtækjunum og/eða getur fengið lán hjá ríkinu eða þriðja aðila.
þetta eitt og sér finnst mér vera ástæða til þess að segja já.
en einsog áður, þá er ég ekkert endanlega búinn að ákveða mig

hvort að það sé ríkið, eða innstæðutryggingarsjóðurinn sem að á að borga skiptir ekki máli ef að við íslendingar eigum að borga, það er bara svo einfalt.
ég er frekar til í minnka tapið núna og taka samningum, en að taka áhættu og þurfa að borga töluvert meira, og við erum ekkert að tala um einhverja þúsundkalla í viðbót ef að svo er.

en júju, ef að það verður sagt nei í atkvæðagreiðslunni, og við vinnum síðan málið, þá skal ég vera fyrsti maður til þess að óska öðrum til hamingju fyrir að hafa rétt fyrir sér og biðjast afsökunar.
en ég ætla þá að vona að þið hinir komi þá og geri slíkt hið sama

Og já biturk
biturk skrifaði: málefnalega umræðan fór þegar menn spáðu í einhverju öðru en dómstóla leið.

þú gerir þér grein fyrir því að allar þessar greina linka á menn sem fá líklegast borgað fyrir að segja þetta #-o
umræðan hefur almennt verið málefnaleg hérna, nema hjá þér.

ég held nú á yfirborðinu að það séu voðalega fáir sem ætli að segja já, það eru þá ekki nema samfylkingarmenn og evrópusinnar

aðrir sem hafa fullþroskaða huxun segja nei við þessu og leifa dómstólum að dæma.


a) samþykja og fara á hausinn, láta taka sig í rassgatið og gefa enn eitt fordæmið fyrir því að stærri þjóðir geti nýðst eins og þær vilja á þeim minni, vera niðurlægð á aljþóðavettvangi og álitnir kjarklitlir ræflar

b) leifa dómstólum að dæma (íslenskum þar að auki) og vera sýknuð af öllum kröfum, sýna að við látum ekki kúga okkur og fyrst og fremst, komast uppúr kreppunni án svika, kúgunar og áróðurs[/quote]
biturk skrifaði:ætlaði að minna fólk á að kjósa rétt og segja nei því annað er landráð!

voðalega lítið málefnalegt þarna.
biturk skrifaði:ég vona allavega að þeir segja já við samningum og ef hann verður samþykktur séu tilbúnir að útskýra fyrir börnunum sínum hversu góð hugmynd það var þegar við erum kominn í esb og alla þá drullu sem fylgir því...........já og vera farin á hausinn því landsbankinn gaf ekkert af sér og samningurinn var allt annar en okkur var sýnt................ég veit allavega að ég ætla ekki að borga það, ég hætti að vinna algerlega ef það gerist og tek eingöngu svarta vinnu að mér þangað til að já fólkið er búið að borga það sem þau komu okkur í
Ok
þá ætla ég að útbúa smá sögu.
þetta virðist ekki geta komist inní hugsunina hjá þér að við getum tapað málinu.
en ég ætla að láta í smá stund sem að svo sé, að við segjum nei, töpum málinu algerlega og allt lendir á ríkinu.

ætlar þú þá að koma til mín og hugsanlegra barna minna og útskýra fyrir mér (hugsanlega þeim) afhverju það þarf að borga miklu meira í skatta en annars hefði þurft ?

og já, endilega ekki tengja þetta við esb, þetta eru 2 aðskilin mál, ég hef nákvæmlega engan ahuga á esb, en miðað við stöðuna núna þá kem ég samt sem áður til með að segja já við þessu.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

urban skrifaði:Hellings texti
Er sammála því sem þú segir urban, sá um daginn einn sem sagði við einn sem ætlaði að segja já "ég mun aldrei fyrirgefa þér fyrir að gera börnunum mínum þetta". Nú ef það á að blanda börnunum inn í þetta, hvað með að setja óásættanlega áhættu á framtíðarkynslóðir því við getum ekki skorið almennilega niður hjá okkur? Samt finnst mér þetta jafn veik rök og hitt, því ég held nú að allir, bæði þeir sem ætla að segja já og nei séu að hugsa um hagsmuni sína og framtíðarkynslóða.


Rapport: Alþjóðasamningar sem eru á milli ESB og USA og hins vegar ESB og Íslands eru allt öðruvísi og mun meiri samvinna innan ESB og Íslands, enda gat Landsbankinn opnað útibú í Bretlandi án þess að fá samþykki eins eða neins, það er ekki eitthvað sem Bandarískir bankar geta.

En jú það er rétt, Landsbankinn var sá eini sem sagði að það væri ríkisábyrgð, ekki íslenska ríkið. En að ákveðnu leyti á þögn er sama og samþykki við hérna. Ég vill geta treyst því að ef fyrirtæki kemur með svona yfirlýsingar opinberlega þar sem allir geta séð þær, að þá komi viðeigandi ríki inn í og leiðrétti. Af hverju kom íslenska ríkið ekki inní og sagði "hey... wow... neiiiiii?".
Af hverju lækkaði íslenski seðlabankastjórinn bindiskyldu Icesave í 0%, af hverju bannaði FME ekki starfssemi Icesave, af hverju gaf íslenska ríkisstjórnin út vilyrði um að íslendingar myndu standa við alþjóðaskuldbindingar, vísandi til Icesave málsins, getum rifist um orðalag en það vita það allir að þarna var verið að vísa til Icesave.

Mér finnst þetta drullufúlt og ömurlegt, en það er ekki hægt að kenna Bretunum um allt, okkar stjórnmálamenn, sem like it or not, við berum ábyrgð á klúðruðu FEIIIITT!!
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Tiger »

4% þjóðarinnar eiga 80% peningana...... þessi 4% biðja til peningaguðsins öll kvöld núna að við heimska, auðtrúa og "fljóta að gleyma" fólkið segjum já við þessum samning því hann er betri en síðasti og eina von okkar. Þeir dæla peningum í "löglært" fólk til að selja sál sína og tala með Icesave hægri vinstri.

Afhverju berum við ábyrgðina? Ekki var þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort við ættum að stofna Icesave in the first place? Afhverju eigum við að taka ábyrgð á gróðargeðveiki Sigurjóns feita og fleirri bankastjóra Landsbankans sem núna skála í Pina Colada á Bresku Jómfrúareyjunum og vita ekki hvort þeir eigi að nota debetkortið með skrilljónunum inná eða platínum vísakortið með óendanlegu heimildinni.............hversu oft ætlum við að láta takka okkur í kakóið spyr ég nú bara !!!!

Hvað varð um Íslendinga sem standa á sínu og berjast fyrir sínu, sönnu víkingana?? Sem betur fer voru þeir ekki útdauðir fyrir 55 árum síðan því þá værum við með handfæri að veiða innan 4 mílna landhelgina. Hvernig væri nú bara að standa á sínu og láta þá sem bera ábyrgðina standa fyrir henni, bakvið lás og slá með þá alla eða borga til baka sitt.
Mynd
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af rapport »

Rapport: Alþjóðasamningar sem eru á milli ESB og USA og hins vegar ESB og Íslands eru allt öðruvísi og mun meiri samvinna innan ESB og Íslands, enda gat Landsbankinn opnað útibú í Bretlandi án þess að fá samþykki eins eða neins, það er ekki eitthvað sem Bandarískir bankar geta.
Þessi samningur er ekki samkvæmt EES heldur til hliðar við EES og ekki í anda EES enda bannar EES að ríkið styrki eða styðji á einhvern hátt einkafyrirtæki, það er andstætt samkeppnislöggjöf EES og þeim frjálsa markaði sem EFTA var stofnað til að mynda.

Þannig að ef það eru forsendur til að semja svona við Íslendinga, þá eru forsendur til að semja svona við USA.
Mér finnst þetta drullufúlt og ömurlegt, en það er ekki hægt að kenna Bretunum um allt, okkar stjórnmálamenn, sem like it or not, við berum ábyrgð á klúðruðu FEIIIITT!!
EFTA hefur tvær stofnanir.

ESA = European surveilance authority = Eftirlitsstofnun EFTA

EFTA dómstólinn = sem sker úr um túlkunaratriði á EES með ráðgefandi álitum sem getur einnig sektað einkafyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot ef þau eru milli landa í EES.

Það er ekki á ábyrgð FME að tryggja rétta framkvæmd EES, það er á ábyrgð ESA. FME á að tryggja að farið sé eftir íslenskum lögum eins og skilningurinn á þeim er. ESA á að leggja drög að þeim sameiginlega skilning sem gildir um EES.

Það var því EFTA sem klikkaði ekki íslensk stjórnvöld. Íslensk stjórnvöld unnu einfaldlega eftir þeim sameiginlega skilng á EES sem var á þessum tíma fyrir bankahrun.

Það er einfaldega ósanngjarnt og óréttlátt að UK, Holland og ESB túlki lögin sér í hag í dag.

urban skrifaði: hvort að það sé ríkið, eða innstæðutryggingarsjóðurinn sem að á að borga skiptir ekki máli ef að við íslendingar eigum að borga, það er bara svo einfalt.
ég er frekar til í minnka tapið núna og taka samningum, en að taka áhættu og þurfa að borga töluvert meira, og við erum ekkert að tala um einhverja þúsundkalla í viðbót ef að svo er.
Ef ríkið er ábyrgt þá þarf að draga úr allri almenningsþjónustu og almenningur þarf að borga brúsann. Ef eingöngu tryggingasjóðurinn er ábyrgur þá þarf fjármálagreirinn að borga þetta með hærri álögum á fjármálagjörninga og einhverskonar fjármagnstekjuskatti... ...mér finnst það réttlátara.

Spurningin er ekki um upphæðina sjálfa eða hvort við eigum að borga (auðvitað eigum við að borga) þetta er spurning um ábyrgðir og hverjir borga. Það er rangt að sækja þessa peninga til almennings sem hefur ekkert til saka unnið.

Fjármálageirinn getur greitt fólki tugi milljóna á ári í laun fyrir utan bónusa og fríðindi. Þessi geiri getur þá axlað sína ábyrgð og greitt þetta til baka í gegnum tryggingasjóðinn án beinnar aðkomu og ábyrgðar ríkissjóðs.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Icarus »

Því að íslensku bankarnir standa svo rosalega sterkir í dag?

Kannski er sanngjarnast að henda þessu öllu á þá, en að halda að það komi endi ekki sem hærri vaxtabyrði á almenning, meira óþol varðandi þeim sem eru í greiðsluvandræðum (er það ekki nógu hátt fyrir?) ásamt minni skattekjum í ríkissjóð er órökrétt svo ekki sé meira sagt.

En þú mátt eiga það, þú hefur komið með helling af sterkum rökum, ég viðurkenni það. Enda hef ég aldrei haldið því fram að þetta mál sé svart hvítt og að það sé bara einn sannleikur.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af rapport »

Icarus skrifaði:Því að íslensku bankarnir standa svo rosalega sterkir í dag?

Kannski er sanngjarnast að henda þessu öllu á þá, en að halda að það komi endi ekki sem hærri vaxtabyrði á almenning, meira óþol varðandi þeim sem eru í greiðsluvandræðum (er það ekki nógu hátt fyrir?) ásamt minni skattekjum í ríkissjóð er órökrétt svo ekki sé meira sagt.

Mér finnst réttlátara að þeir sem stofnuðu til skuldarinnar standi í að endurgreiða hana, það er alveg óþarft að draga almenning inn í málið og hvað þá sem ábyrgðarmenn...

Ef almenningur vill versla við þessa banka, þá getur almenningur gert það og þannig óbeint greitt Icesave.
Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af bulldog »

don't care .... er hvort eð er með ríkisborgararétt í öðru landi.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af ManiO »

Eitt áður en kosningar hefjast á kjörstöðum. Að kjósa já lætur þetta mál ekki hverfa. ICESAVE hverfur ekki fyrr en eitt af tvennu gerist.

a) Málið fer fyrir dómstól og við skattgreiðendur erum ekki taldnir ábyrgir.

eða

b) Seinasta krónan er borguð af þessu.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af beatmaster »

rapport skrifaði:
Icarus skrifaði:Því að íslensku bankarnir standa svo rosalega sterkir í dag?

Kannski er sanngjarnast að henda þessu öllu á þá, en að halda að það komi endi ekki sem hærri vaxtabyrði á almenning, meira óþol varðandi þeim sem eru í greiðsluvandræðum (er það ekki nógu hátt fyrir?) ásamt minni skattekjum í ríkissjóð er órökrétt svo ekki sé meira sagt.

Mér finnst réttlátara að þeir sem stofnuðu til skuldarinnar standi í að endurgreiða hana, það er alveg óþarft að draga almenning inn í málið og hvað þá sem ábyrgðarmenn...

Ef almenningur vill versla við þessa banka, þá getur almenningur gert það og þannig óbeint greitt Icesave.
Þá er spurningin, hver ber ábyrgð á tryggingarsjóði Innistæðueigenda sem að stofnaði til skuldarinnar?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af lukkuláki »

Ég sá að það var gerð ný könnun um þetta og LINKAÐ á þennan þráð :wtf

Þetta er kannski ekki rétti vettvangurinn til þess að gera skoðanakannanir? en þarna finnst mér að sá sem læst þeim þræði hefði mátt hugsa sig betur um.

Þessi þráður/könnun var gerð fyrir ansi LÖNGU síðan. 18. febrúar !
Margir og þar á meðal ég hafa skipt um skoðun og þess vegna væri gaman að fá nýja könnun svona stutt fyrir kosningar.
Ég get ekki breytt mínu atkvæði í þessari könnun en ég get kosið aftur í nýrri könnun.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Póstur af Moldvarpan »

Jebb, það var mín forvitni í gær. En sumir sitja hérna í ansi háum stólum.
Svara