GuðjónR skrifaði:En veit einhver hvort og þá hvar hægt er að fá hálfmána í Reykjavík? eða verður maður að burra norður til að fá sér...
Fyrir utan þá staði sem þegar hafa verið nefndir, þá geturu líka fengið hálfmána á Devitos.
ÓmarSmith skrifaði:dominos eru ekki góðar alveg nákvæmlega sama hvaða álegg þú setur á þær.
botnarnir eru eitur, sósan er ógéð, og áleggið er vont. Punktur
Sem betur fer eru flestir hérna á sama máli.
Dominos selja eflaust meira en 50% út á nafnið og markaðssetningu. Ekki vegna gæða.
DaRKSTaR skrifaði:pizza hut.. klárlega eini staðurinn sem selur pizzur sem eru ætar á þessu skeri.
(For starters, vá hvað ég fékk #iceland2 flashback við að lesa nickið þitt, again...)
Pizza Hut er klárlega einn ofmetnasti Pizzastaður landsins.
Pizzurnar þar geta alveg verið góðar, en eru í flestum tilfellum það ekki.
Hádegishlaðborðið þeirra hefur alveg potential í að vera frábært, en jesús hvað það er slappt.
Brauðstangirnar þar eru ágætar, ostafylltar með piparosti.
Félagi minn vann vakstjóri á PHut, og leigði af mér herbergi í rúmt ár. Hann gat komið heim með alveg fínar pizzur.
Ef ég hinsvegar fer á staðinn, þá veit ég ekki hvernig þau fara að því en þær bara eru ekkert spes.
GuðjónR skrifaði:Verð að prófa eldsmiðjuna....hef aldrei heyrt neinn tala ílla um þær pizzur...svo virðist þessi pizza ala reykjavík vera inn líka Smile
Eldsmiðjan og RPC(Reykjavík Pizza Company) er svo gott sem sami hluturinn.
RPC hefur augljóslega vinninginn hvað mig varðar því það er í göngufjarlægð (alveg út á næsta horn...)
DMT skrifaði:Devitos er náttúrulega teh shit Smile...Ekta greasy pizzur
Ég held að greasy sé lykilorðið þarna.
Devitos og Pizza King er svona svipað einsog Kebab niðrí bæ... bara gott undir áhrifum áfengis.
Ekki misskilja mig, Devitos er alveg frábært... þegar ég er ekki edrú. En annars klárlega óverrated.
Og varðandi þessa dominos umræðu...
Dominos er ekki mitt fyrsta val ef ég ætti að panta pizzu (ekki heldur 2 3 eða 4 for that matter).
En ég held þær séu samt langt í frá jafn "ógeðslegar" eins og sumir vilja meina að þær séu.
Staðan virðist nefninlega vera sú að það sé "hip og kúl" að vera á móti Dominos í dag. Allir sem eru kúl hata dominos.
Dominos er ekkert verra en Hrói Höttur t.d. ef því er að skipta, Hrói er ekkert spes heldur.
Svo líka ef þig langar í kalda pizzu þá er fínt að panta frá Hróa.
Hef einusinni fengið pizzu frá Jón Sprett á Akureyri.
Pizzan leit út fyrir að vera vikugömul, og bragðaðist ekkert vel.
Skemmtilegt nokk að tveim dögum seinna þegar afgöngunum (hálfri pizzunni) var hent, þá hafði útlitið ekkert breyst.
Mkay.