natti skrifaði:Neinei... sjálfvirkni gerir einmitt ekki "akkurat það sem hún á að gera", heldur gerir hún "akkurat það sem henni var sagt að gera" af annarri "kjötstýringu" sem er n.b. ekki á staðnum.
Sjálfvirkni er ein fljótlegasta leiðin til að gera sem flest mistök á sem stystum tíma.
Spurðu bara hvern sem er sem vinnur við kerfisstjórnun/IT.
Þegar allt er "eðlilegt" getur sjálfvirkni framkvæmt flestallt betur heldur en einstaklingar, en þegar upp koma jaðartilfelli þá getur þú sem einstaklingur metið tilfellið, en ef það er ekki sérstaklega búið að gera ráð fyrir þessu jaðartilfelli í hugbúnaðinum geta komið upp alvarlegar afleiðingar.
Þú ert að hugsa um scriptaða sjálfvirkni. AI sjálfvirkni mun gera það sem hún á að gera.
Í dag er hellingur af jaðartilfellum sem kjöt stýringar bregðast rangt við og valda slysum. Meira að segja sama jaðartilfellið í flestum tilfellum (kjötstýringin keyrir of hratt miðað við aðstæður, kjötstýringin er of nálægt næsta bíl, etc...)
AI sjálfvirkni mun gera mistök í jaðartilfellum, en þær munu svo verða lagfærðar þannig að þær gera aldrei aftur mistök í þannig jaðartilfellum.
FSD betan frá Tesla er nú þegar að mörgu leiti miklu öruggari og betri ökumaður en mjög stór hluti af kjötstýringum, og það vantar lítið uppá að FSD verði betri en allar kjötstýringar.