Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Svara
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af GullMoli »

Jæja, þá er ég að spá í hvort ég eigi að uppfæra en þar sem skjákort eru alltof dýr til þess að ég geti réttlætt þau kaup þá er ég að spá í að taka móðurborð + CPU í staðin.


Var fyrst ákveðinn í að fara í AMD, þá aðalega 5600X eða jafnvel 5800X. Svo sá ég svo að i5 11600K er mjög sambærilegur, jafnvel betri en 5600X í tölvuleikjaspilun nema ef kveikt er á PBO á AMD.

Hinsvegar skilst mér að Intel Alder Lake sé væntanlegur seinni part árs, sennilegast með DDR5 og PCI-E 5.0 stuðning.. sem væri mögulega sniðugari fjárfesting ef ég ætla að sleppa því að uppfæra næstu árin.

Hvað segið þið?
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af jonsig »

Held að það sé ekkert sniðugt að bíða eftir intel á næstunni, samkvæmt igors lab þá eru þeir 200W+ ! sem er að mínu mati bara rugl og sóun á rafmagni fyrir utan kælinguna sem þarf á þetta. Síðan er PCI-e 4 ekki að fara flöskuhálsa neitt á næstunni.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af TheAdder »

Það liggur svo mikið á PCIe 5 að Intel eru varla með stuðning fyrir PCIe 4.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af Moldvarpan »

eða i7 10700 ?
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af Sallarólegur »

Ef þér er mjög kalt í herberginu þínu myndi ég taka Intel.

Ég myndi aldrei fara í örgjörva sem notar tvöfalt til þrefalt meira afl til að skapa sömu afköst :)

AMD alla leið!
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 371
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af kunglao »

AMD Alla leið fyrir mig í dag !!!
Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af GullMoli »

Sallarólegur skrifaði:Ef þér er mjög kalt í herberginu þínu myndi ég taka Intel.

Ég myndi aldrei fara í örgjörva sem notar tvöfalt til þrefalt meira afl til að skapa sömu afköst :)

AMD alla leið!
Góður punktur, tók einmitt eftir því. Reyndar 65W Vs. 95W ef þú tekur Intel án skjákjarna en samt svakalegur munur. Það plús PBO eiginleiki AMD gefur þeim forskot.. held ég sé alveg kominn aftur á AMD vagninn ef það verður út þessari uppfærslu.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af GuðjónR »

Samanburður hérna:
https://www.tomshardware.com/features/i ... en-5-5600X

Ég er svo íhaldssamur að ég færi frekar í Intel þó hann dragi til sín meira rafmagn og performi aðeins verr undir EXTREME condition.
Hef átt tvær AMD tölvur í fortíðinni og báðar með endalaust vesen og ég nenni ekki veseni.
Þú veist hvað þú færð þegar þú kaupir Intel, langir þig í áhættu keyptu þá hlutabréf eða lottomiða. :megasmile
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af Sallarólegur »

GullMoli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ef þér er mjög kalt í herberginu þínu myndi ég taka Intel.

Ég myndi aldrei fara í örgjörva sem notar tvöfalt til þrefalt meira afl til að skapa sömu afköst :)

AMD alla leið!
Góður punktur, tók einmitt eftir því. Reyndar 65W Vs. 95W ef þú tekur Intel án skjákjarna en samt svakalegur munur. Það plús PBO eiginleiki AMD gefur þeim forskot.. held ég sé alveg kominn aftur á AMD vagninn ef það verður út þessari uppfærslu.
Intel specs the 14nm 11600K at a 125W TDP rating, but that jumps to 182W under heavy loads, while AMD's denser and more efficient 7nm process grants the 5600X a much-friendlier 65W TDP rating that coincides with a peak of 88W.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af audiophile »

Ég er búinn að vera að íhuga lengi að uppfæra i7 4770k og hef fylgst með þróun undanfarna mánuði og var eiginlega kominn á það að fá mér 11600k vegna þess hversu ódýrari hann var en þá kostaði 5600x tæplega 70þ. Nú er hinsvegar 5600x kominn á sama verð og mig langar meira í hann og mun líklega kaupa hann fljótlega. Væri gaman að fara aftur í AMD og hef verið með AMD skjákort síðustu 2 ár og það staðið sig frábærlega.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af GullMoli »

GuðjónR skrifaði:Samanburður hérna:
https://www.tomshardware.com/features/i ... en-5-5600X

Ég er svo íhaldssamur að ég færi frekar í Intel þó hann dragi til sín meira rafmagn og performi aðeins verr undir EXTREME condition.
Hef átt tvær AMD tölvur í fortíðinni og báðar með endalaust vesen og ég nenni ekki veseni.
Þú veist hvað þú færð þegar þú kaupir Intel, langir þig í áhættu keyptu þá hlutabréf eða lottomiða. :megasmile
Haha ég hef verið í Intel mjög lengi, alveg til í að skipta og ýta undir samkeppnina :evillaugh

Sallarólegur skrifaði:
Intel specs the 14nm 11600K at a 125W TDP rating, but that jumps to 182W under heavy loads, while AMD's denser and more efficient 7nm process grants the 5600X a much-friendlier 65W TDP rating that coincides with a peak of 88W.

Já ég sá einmitt að þeir geta peakað í nokkrar sekúndur við mikið álag.. þetta er sturluð tala. Spilar alveg vel inní að takmarka hitamyndun í tölvurýminu.

audiophile skrifaði:Ég er búinn að vera að íhuga lengi að uppfæra i7 4770k og hef fylgst með þróun undanfarna mánuði og var eiginlega kominn á það að fá mér 11600k vegna þess hversu ódýrari hann var en þá kostaði 5600x tæplega 70þ. Nú er hinsvegar 5600x kominn á sama verð og mig langar meira í hann og mun líklega kaupa hann fljótlega. Væri gaman að fara aftur í AMD og hef verið með AMD skjákort síðustu 2 ár og það staðið sig frábærlega.
Jáá nefnilega, 40þús í Tölvutækni finnst mér ágætlega sloppið miðað við verðið hjá öðrum verslunum og síðustu mánuði.

EDIT: Eða tæpan 45þús í Kísildal með Stock kælingunni, þar sem að það er ekki kæling með honum frá Tölvutækni.
Last edited by GullMoli on Mán 12. Júl 2021 11:41, edited 1 time in total.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af Nariur »

GuðjónR skrifaði:Samanburður hérna:
https://www.tomshardware.com/features/i ... en-5-5600X

Ég er svo íhaldssamur að ég færi frekar í Intel þó hann dragi til sín meira rafmagn og performi aðeins verr undir EXTREME condition.
Hef átt tvær AMD tölvur í fortíðinni og báðar með endalaust vesen og ég nenni ekki veseni.
Þú veist hvað þú færð þegar þú kaupir Intel, langir þig í áhættu keyptu þá hlutabréf eða lottomiða. :megasmile
Já. Þú veist hvað þú færð með Intel. Verri vöru í alla staði.
Það er ekkert vesen á Ryzen og hefur ekki verið síðan rétt aðeins í upphafi.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af Moldvarpan »

Það síðasta sem ég spái í þegar ég kaupi mér tölvu.... er hvað hún eyðir miklu rafmagni :lol:
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af audiophile »

Burt séð frá straumnotkun þá er AMD örgjörvinn öflugri í alla staði.

Ellefta kynslóð Intel er örvænting. Þeir tóku 10nm hönnun og gerðu "backport" á 14nm til að geta saxað eitthvað á yfirburði Zen3 yfir 10th gen. Ég er alls ekki að segja þetta sé léleg vara en Intel eru ekki að fara að koma sterkir tilbaka nema í fyrsta lagi með næstu kynslóð, Alder Lake. Þá er svo spurning hvað AMD gerir með Zen4.

Núverandi kynslóðir af Intel og AMD eru "end of life" og næsta kynslóð frá báðum verða með nýjum sökklum á móðurborði. Það er kannski aðal ástæðan fyrir því að ég er ekki að fara kaupa dýrara en R5 eða i5. En ég ætla ekki að bíða og sjá heldur kaupa núverandi kynslóð á góðu verði.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af Daz »

Moldvarpan skrifaði:Það síðasta sem ég spái í þegar ég kaupi mér tölvu.... er hvað hún eyðir miklu rafmagni :lol:
Meiri rafmagnseyðsla leiðir af sér meiri hita, sem leiðir af sér meiri kostnað við kælingu og meiri hávaða eða minni afköst ef kæling er ekki nógu öflug til að ráða við þessa auknu hitamyndun.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af gnarr »

Daz skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Það síðasta sem ég spái í þegar ég kaupi mér tölvu.... er hvað hún eyðir miklu rafmagni :lol:
Meiri rafmagnseyðsla leiðir af sér meiri hita, sem leiðir af sér meiri kostnað við kælingu og meiri hávaða eða minni afköst ef kæling er ekki nógu öflug til að ráða við þessa auknu hitamyndun.
Plús að þú þarft dýrari aflgjafa
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af jonsig »

GuðjónR skrifaði:Samanburður hérna:
https://www.tomshardware.com/features/i ... en-5-5600X

Ég er svo íhaldssamur að ég færi frekar í Intel þó hann dragi til sín meira rafmagn og performi aðeins verr undir EXTREME condition.
Hef átt tvær AMD tölvur í fortíðinni og báðar með endalaust vesen og ég nenni ekki veseni.
Þú veist hvað þú færð þegar þú kaupir Intel, langir þig í áhættu keyptu þá hlutabréf eða lottomiða. :megasmile
Ég myndi ekki hengja mig uppá að Intel sé bara að éta rafmagn við extreme aðstæður. Hann er örugglega að klessa á EDP limit um leið og þú opnar vefsíðuglugga. Og meðan Turbo boost er enable hjá þér, þá er hann reglulega í hæstu hæðum í aflnotkun, þar að auki eru þetta sjóðandi heitir örgjörvar og meðann hann "kólnar" milli þessara turbo toppa þá er meðal straumdragið mikið hærra en á sparneytnari örgjörvum eins og t.d. eldri ryzen týpum. Þeir hafa alveg dottið úr classanum sem þeir áður voru í og halda sér samkeppnishæfum í dag með overclocki og yfirdrifinni afl sóun. *bulldozer* *hóst*

Svo TDP bara algerlega úrelt, það er enginn örgjörvi með viti í dag sem keyrir ekki á einhverju turbo boost. AMD örgjörvar fara keyra straumdragið upp um 133% í boost meðan sumir intel fara í 330% yfir TDP. Svo það má búast við að 65W TDP intel sé að éta uþb 200W+ þegar tölvan er í noktun.
Last edited by jonsig on Mán 12. Júl 2021 18:55, edited 2 times in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

stefandada
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 06. Ágú 2019 17:24
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Ryzen 5 5600X Vs. I5 11600K Vs. bíða

Póstur af stefandada »

Búinn að keyra 2600, 3900x, 5800x , allt á sama móðurborði, easy update á bios, ekkert ves, bara ódýrt og virkar flott, get ekki séð að intel sé málið....

Þegar kemur að leikjaupplifun þá myndi ég segja að eyða peningunum í skjákortið, í dag held ég varla að örgjörvi sé að aftra þér of mikið.
Last edited by stefandada on Mið 14. Júl 2021 01:49, edited 1 time in total.
Ryzen 5800X - B450 Steel legend - 32gb @ 3200 - Palit 3070 Ti - Corsair 850x - Fractal Meshify
Svara