Dauð PC
Dauð PC
Ég er orðinn eitthvað ryðgaður í tölvubrasinu og gæti þegið smá aðstoð;
Ég er með PC turn, með Gigabyte GA-Z270X Gaming 5 móðurborði og Intel i7 7700K örgjörva.
Þessi græja dó á einhverju netvafri og svarar engu.
Ég svissaði PSU, búinn að aftengja allt frá borðinu nema PSU og það gerist ekkert þegar ég reyni að starta henni. Engin ljós, engar viftur (ef þær eru tengdar). Kippti minninu úr og öllum kortum. Tók BIOS batterí úr. Sama saga, ekkert að frétta.
Ég er uppiskroppa með hugmyndir til að prófa.
Tilgáta 1 er að móðurborðið sé ónýtt.
Tilgáta 2 er að örgjörfinn hafi farið, finnst það ólíklegt.
Er ég að missa af einhverju?
Ég er með PC turn, með Gigabyte GA-Z270X Gaming 5 móðurborði og Intel i7 7700K örgjörva.
Þessi græja dó á einhverju netvafri og svarar engu.
Ég svissaði PSU, búinn að aftengja allt frá borðinu nema PSU og það gerist ekkert þegar ég reyni að starta henni. Engin ljós, engar viftur (ef þær eru tengdar). Kippti minninu úr og öllum kortum. Tók BIOS batterí úr. Sama saga, ekkert að frétta.
Ég er uppiskroppa með hugmyndir til að prófa.
Tilgáta 1 er að móðurborðið sé ónýtt.
Tilgáta 2 er að örgjörfinn hafi farið, finnst það ólíklegt.
Er ég að missa af einhverju?
-
- FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Staðsetning: Hvammstangi
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Dauð PC
Það hefur væntanlega farið þéttir í móðurborðinu eða viðnám.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Dauð PC
Hvað þýðir svissaðir PSU, en aftengdir ekki PSU?Vinni skrifaði: Ég svissaði PSU, búinn að aftengja allt frá borðinu nema PSU og það gerist ekkert þegar ég reyni að starta henni.
Re: Dauð PC
Setti annan aflgjafa í vélina. Sá gamli reyndist ekki vera vandamálið.Moldvarpan skrifaði:Hvað þýðir svissaðir PSU, en aftengdir ekki PSU?Vinni skrifaði: Ég svissaði PSU, búinn að aftengja allt frá borðinu nema PSU og það gerist ekkert þegar ég reyni að starta henni.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Dauð PC
Nú þegar ég skil þig betur Þá jú, myndi halda móðurborðið.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1162
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Dauð PC
Rafmagnið frá veggnum, snúran, takkinn á kassanum farinn?
Annars er þetta örugglega móðurborðið, bara ath hitt áður.
Annars er þetta örugglega móðurborðið, bara ath hitt áður.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Dauð PC
Góðir punktar takk.
Ég skipti um móðurborðið og nú ræsir græjan viftur og blikkar ljósum og voða gaman. En ég fæ enga mynd úr skjákortinu (innbyggt) né heldur skjákorti sem ég henti í hana. Ekkert signal á display.
Ætli örrinn hafi gefið upp öndina? Furðulegt vesen þetta.
Ég skipti um móðurborðið og nú ræsir græjan viftur og blikkar ljósum og voða gaman. En ég fæ enga mynd úr skjákortinu (innbyggt) né heldur skjákorti sem ég henti í hana. Ekkert signal á display.
Ætli örrinn hafi gefið upp öndina? Furðulegt vesen þetta.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Dauð PC
Hafðu speakerinn tengdann á móðurborðið, hún er pottþéttt að reyna pípa og segja þér hvað er að.
Hvað tengdiru á nýja borðið? Sett af minnum? Og væntanlega fært örgjörvan yfir?
Hvaða tegund af Aflgjafa varstu með í tölvunni?
Spurning hvort það hafi komið skammhlaup eða rafmagnsflökt sem hafi kálað henni.
Hvað tengdiru á nýja borðið? Sett af minnum? Og væntanlega fært örgjörvan yfir?
Hvaða tegund af Aflgjafa varstu með í tölvunni?
Spurning hvort það hafi komið skammhlaup eða rafmagnsflökt sem hafi kálað henni.
Re: Dauð PC
Í þessari græju var einhver 800W corsair aflgjafi. Hann starfar nú í annari vél hjá mér og virkar eðlilega. Þetta innlegg er í boði hans. Núna er í henni einhver Sesonic Gold 700W sem var til á lagernum.
Ég tengdi bara PWR/Reset/HDD dótið úr kassanum. Setti í hana slurk af minni -4 kubbar, sem ég er síðan búinn að fækka niður í 1 í rauf 2 samkvæmt leiðbeiningum sem fylgdu borðinu sem ég keypti í hana. Og já færði örrann yfir og skrúfaði niður einhverja forláta vatnskælingu sem er á honum.
Ég þarf að tengja speakerinn og vita hvort að hann sé að flauta eitthvað. Góður punktur það, Takk!
Ég tengdi bara PWR/Reset/HDD dótið úr kassanum. Setti í hana slurk af minni -4 kubbar, sem ég er síðan búinn að fækka niður í 1 í rauf 2 samkvæmt leiðbeiningum sem fylgdu borðinu sem ég keypti í hana. Og já færði örrann yfir og skrúfaði niður einhverja forláta vatnskælingu sem er á honum.
Ég þarf að tengja speakerinn og vita hvort að hann sé að flauta eitthvað. Góður punktur það, Takk!
Last edited by Vinni on Mán 09. Ágú 2021 22:10, edited 3 times in total.
-
- Nörd
- Póstar: 132
- Skráði sig: Lau 08. Nóv 2008 22:53
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Dauð PC
Resetta BIOS
AMD4 Ryzen 7 5800x - M.2 Samsung SSD 980 Gen4 - Corsair 2x8GB DDR4 3200 - Asus TUF B550 - GeForce RTX 3070 TI 8GB - Fractal Design Define C - Corsair RM750x 750W modular - HP 27xq 144Hz
Re: Dauð PC
Tók Batteríið úr í rúma mínútu, shortaði tengin inn á það just in case. Engin breyting.
Finn ekki buzzer tengi í þessum cooler master kassa. Bara HD audio og AC97. Ég held að það sé enginn buzzer í þeim?
Finn ekki buzzer tengi í þessum cooler master kassa. Bara HD audio og AC97. Ég held að það sé enginn buzzer í þeim?
Re: Dauð PC
Ég hef ekkert átt við intel örgjörva með skjástýringu hingað til. Getur verið að þetta borð sem ég keypti virki ekki við örgjörvann? Ef ég skil rétt er örrinn með skjástýringu, og borðið líka?!
móðurborð: https://www.msi.com/Motherboard/Z170-A- ... cification
Örri: https://ark.intel.com/content/www/us/en ... 0-ghz.html
Allar upplýsingar vel þegnar.
móðurborð: https://www.msi.com/Motherboard/Z170-A- ... cification
Örri: https://ark.intel.com/content/www/us/en ... 0-ghz.html
Allar upplýsingar vel þegnar.
Re: Dauð PC
Þetta borð styður i7-7700k.Vinni skrifaði:Ég hef ekkert átt við intel örgjörva með skjástýringu hingað til. Getur verið að þetta borð sem ég keypti virki ekki við örgjörvann? Ef ég skil rétt er örrinn með skjástýringu, og borðið líka?!
móðurborð: https://www.msi.com/Motherboard/Z170-A- ... cification
Örri: https://ark.intel.com/content/www/us/en ... 0-ghz.html
Allar upplýsingar vel þegnar.
Hérna tengirðu PC-speaker:
Farðu í tölvubúð og fáðu "PC-speaker" hjá þeim:
"Give what you can, take what you need."
Re: Dauð PC
Þetta móðurborð styður þennan örgjörva en þarf líklegast BIOS uppfærslu til þess ef það er nýtt úr kassanum.
Sjá hérna:
https://www.msi.com/Motherboard/support/Z170-A-PRO
Version 1.F
Description
- Supported next generation new Intel CPU.
Sjá hérna:
https://www.msi.com/Motherboard/support/Z170-A-PRO
Version 1.F
Description
- Supported next generation new Intel CPU.
-
- Græningi
- Póstar: 34
- Skráði sig: Fös 19. Júl 2019 22:51
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Dauð PC
margir dissa þessa móðurborðs speakers, en þetta er besta debugging tólið
Re: Dauð PC
Bestu þakkir fyrir ráðin.
Ef ég þarf að uppfæra Bios, þá þarf ég væntanlega örgjörva sem passar við þann Bios sem er í borðinu til að framkvæma þann verknað. Ég á engan örgjörva fyrir 1151 til að nota í það. Borðið er nýtt-gamalt. Keypti það af manni á Bland sem átti nokkur svona borð í ópnuðum umbúðum. Eitthvað gamalt project sem aldrei varið.
Ef ég þarf að uppfæra Bios, þá þarf ég væntanlega örgjörva sem passar við þann Bios sem er í borðinu til að framkvæma þann verknað. Ég á engan örgjörva fyrir 1151 til að nota í það. Borðið er nýtt-gamalt. Keypti það af manni á Bland sem átti nokkur svona borð í ópnuðum umbúðum. Eitthvað gamalt project sem aldrei varið.