Þar sem viftan á móðurborðinu er að gefa soldið leiðinlegt hljóð frá sér þá ætla ég að fá mér svona
northbridge kælingu frá zalman. Ég var bara að pæla hvort þetta myndi passa
hérna er mynd af móbóinu mínu, viftan er hjá skjákortsraufinni þannig að skjákortið sjálft er svolítið yfir viftunni, og þessi zalman kæling er svona turn þannig að mér lýst ekkert á blikuna , er þetta algengur staður fyrir chipset viftu?
edit: linkur lagaður
Last edited by zaiLex on Fim 24. Mar 2005 03:17, edited 1 time in total.
Nú þekki ég ekki til AMD64 móðurborðana, en a.m.k. á þessu MSI borði sem
ég er með, þá passar þetta fínt.
Aftur á móti þá er þetta verulega villandi auglýsing að mínu mati, þ.e.a.s.
hlutinn sem segir "Mjög auðvelt að festa á borðið." Ég var heillengi að föndra
þessu á, hefði sennilega gengið betur ef ég hefði ekki verið með móbóið í
kassanum.
Svo framarlega sem skjákortið þitt nær ekki yfir northbridge ætti þetta að komast fyrir.
Tek undir að þetta er ekki alveg eins einfallt og það á að vera, þurfti að taka móðurborðið úr kassanum til að komast almennilega að þessu hjá mér. Gigabyte móðurborð og northbridge er á milli AGP raufarinnar og CPU.
Ég held að þetta passi ekki, en ég var að setja svona í hjá félaga mínum fyrir nokkrum dögum og það er feitt vesen að setja þetta í og þarft að taka móbóið úr og allt
Þar sem mestur hávaðinn kom var frá harðadiska bracketinu, þegar diskurinn hristi þá hristist bracketið, og já þetta virkaði, er líka með kennaratyggjó neðst til að festa bracketið betur við kassann.