Xovius skrifaði:Þarf að fara með bílinn í viðgerð og er að spá í hvar það væri ódýrast.
Vandamálið er í bremsunum, það er eins og bremsudiskurinn hafi losnað í sundur þarna (sjá mynd) og að þessir tveir diskar sitji í raun ekki rétt saman núna.
*Mynd*
Skilst á félaga mínum sem er aðeins minni hálfviti þegar það kemur að bílum en ég að það ætti að vera nóg að skipta um diska (ef þið vitið betur þá megiði endilega láta mig vita). Ætla að láta skipta um bæði diskana og borðana báðu megin að framan.
Hvað haldiði að eitthvað svona myndi kosta og hvar í höfuðborginni er ódýrast að fara með hann til að láta gera þetta?
Ódýrir diskar geta sprungið á milli diskanna sem veldur því að þeir fara í sundur þarna, þetta getur líka gerst ef það er ekki skipt um bremsuklossa og ökumaður keyrir með ónýta klossa lengi, þá hitnar diskurinn og endar á að gefa sig. Þetta getur m.a. valdið titring í stýrinu þegar maður bremsar.
Það er best að skipta svoleiðis diskum út (alls ekki renna þessa diska, það borgar sig alls ekki) og alltaf þegar þú skiptir um diska þá skiptir þú um klossa líka.
Týpískt verð fyrir diska og klossa að framan á fólksbíl er svona um 25-30 þús (klossarnir eru svona ca. 5.000 kr af því), vinnan er sennilegast um 15-20 þús. Prófaðu bara að hringja á nokkra staði og fáðu verð hjá þeim í þetta.
common sense is not so common.