Hvert fer ég í bremsuviðgerðir?

Allar tengt bílum og hjólum
Svara
Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Hvert fer ég í bremsuviðgerðir?

Póstur af Xovius »

Þarf að fara með bílinn í viðgerð og er að spá í hvar það væri ódýrast.
Vandamálið er í bremsunum, það er eins og bremsudiskurinn hafi losnað í sundur þarna (sjá mynd) og að þessir tveir diskar sitji í raun ekki rétt saman núna.
Mynd

Skilst á félaga mínum sem er aðeins minni hálfviti þegar það kemur að bílum en ég að það ætti að vera nóg að skipta um diska (ef þið vitið betur þá megiði endilega láta mig vita). Ætla að láta skipta um bæði diskana og borðana báðu megin að framan.

Hvað haldiði að eitthvað svona myndi kosta og hvar í höfuðborginni er ódýrast að fara með hann til að láta gera þetta?
Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Hvert fer ég í bremsuviðgerðir?

Póstur af vesi »

ódýrast er væntanlega "vinna með litlum fyrirvara" á Fb. en engin ábyrgð.
MCTS Nov´12
Asus eeePc

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hvert fer ég í bremsuviðgerðir?

Póstur af littli-Jake »

Losnað í sundur? Þetta hljómar eitthvað undarlega svo vægt sé til orða tekið. Bremsudiskar eru úr verulega sterkum efnum og brotna ekki auðveldlega.
Þú gerir þér vonandi grein fyrir að diskurinn á að vera "tvískiptur". Það eru kæliraufar milli snertiflatana í diskum að framan (nema í pínulitlum bílum).
Ef að diskurinn væri illa skemmdur væri örugglega mikill hávaði í bremsum.
Ef þú ferð í bremsu viðgerð borgar sig örugglega að skipta líka um klossa. Þeir kosta ekki það mikið (borðar eru notaðir í skála bremsur)
Hvernig bíll er þétta?
Ps. Bifvélavirki með sveinspróf.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvert fer ég í bremsuviðgerðir?

Póstur af Klemmi »

Þegar diskarnir ryðga þá gliðna þeir í sundur, það er líklega það sem hann er að tala um :)

Sum verkstæði reyna að slípa diskana til þegar þeir eru farnir að ryðga, en ég efast um að það borgi sig, af minni mjög takmörkuðu reynslu þá kosta þeir ca. 10þús kall stykkið, betra að skipta bara um bæði diska og klossa til að hafa þetta í lagi.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Hvert fer ég í bremsuviðgerðir?

Póstur af Gislinn »

Xovius skrifaði:Þarf að fara með bílinn í viðgerð og er að spá í hvar það væri ódýrast.
Vandamálið er í bremsunum, það er eins og bremsudiskurinn hafi losnað í sundur þarna (sjá mynd) og að þessir tveir diskar sitji í raun ekki rétt saman núna.
*Mynd*

Skilst á félaga mínum sem er aðeins minni hálfviti þegar það kemur að bílum en ég að það ætti að vera nóg að skipta um diska (ef þið vitið betur þá megiði endilega láta mig vita). Ætla að láta skipta um bæði diskana og borðana báðu megin að framan.

Hvað haldiði að eitthvað svona myndi kosta og hvar í höfuðborginni er ódýrast að fara með hann til að láta gera þetta?
Ódýrir diskar geta sprungið á milli diskanna sem veldur því að þeir fara í sundur þarna, þetta getur líka gerst ef það er ekki skipt um bremsuklossa og ökumaður keyrir með ónýta klossa lengi, þá hitnar diskurinn og endar á að gefa sig. Þetta getur m.a. valdið titring í stýrinu þegar maður bremsar.

Það er best að skipta svoleiðis diskum út (alls ekki renna þessa diska, það borgar sig alls ekki) og alltaf þegar þú skiptir um diska þá skiptir þú um klossa líka.

Týpískt verð fyrir diska og klossa að framan á fólksbíl er svona um 25-30 þús (klossarnir eru svona ca. 5.000 kr af því), vinnan er sennilegast um 15-20 þús. Prófaðu bara að hringja á nokkra staði og fáðu verð hjá þeim í þetta.
common sense is not so common.
Svara