Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af littli-Jake »

Ætlaði mér að þræða netkapal heim hjá mér bakvið parketlistana í páskafríiunu. Komst samt fljótlega að því að það væri ekki að fara að ganga með þessum listum.
Það hlítur einhver hérna að hafa farið í svona verkefni. Mér skilst að það sé hægt að fá lista þar sem gert er ráð fyrir snúrum bakvið. Væri gaman að vita hvar þeir fást.

Allar ráðlegingar velkomnar
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af roadwarrior »

Flutti inní íbúð sem ég keypti 2009. Fyrrverandi eigandi hafði byrjað að taka hana í gegn en runnið á rassinn með það og eitt af því sem vantaði voru gólflistar. Setti lista frá Ronning og notaði tækifærið og bætti við tenglum og Cat . Er reyndar að vinna hjá Ronning þannig að ég er ekki alveg hlutlaus ☺
Slóðin þar sem hægt er að sjá úrvalið er https://www.ronning.is/gólflistarennur

Höfundur
littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af littli-Jake »

Þarf að kíkja á þetta hjá þér. Er ekki vaktara afsláttur ;)
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af Dúlli »

Hvernig parket er þetta og listar ?

Þú ert vanalega með hátt í 0,5cm frá parketi í vegg og flest allir listar eru með smá rauf og er lítið sem ekkert mál að setja tvo cat5e allavega.

Hví cat6 ? Sérð ekki mikin mun í heima húsi eða í neinum tölvuleikjum.

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af Blackened »

Dúlli skrifaði:Hvernig parket er þetta og listar ?

Þú ert vanalega með hátt í 0,5cm frá parketi í vegg og flest allir listar eru með smá rauf og er lítið sem ekkert mál að setja tvo cat5e allavega.

Hví cat6 ? Sérð ekki mikin mun í heima húsi eða í neinum tölvuleikjum.

Afþví að kannski ef hann býr ennþá þarna eftir 5 ár og langar í 10gbit lan þá er það möguleiki ;).. verðmunurinn er ekki slíkur að ég myndi leggja 5 í stað 6 í dag í varanlega lögn sem ég sæi fram á að nota næstu ár

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af Dúlli »

Blackened skrifaði:
Dúlli skrifaði:Hvernig parket er þetta og listar ?

Þú ert vanalega með hátt í 0,5cm frá parketi í vegg og flest allir listar eru með smá rauf og er lítið sem ekkert mál að setja tvo cat5e allavega.

Hví cat6 ? Sérð ekki mikin mun í heima húsi eða í neinum tölvuleikjum.

Afþví að kannski ef hann býr ennþá þarna eftir 5 ár og langar í 10gbit lan þá er það möguleiki ;).. verðmunurinn er ekki slíkur að ég myndi leggja 5 í stað 6 í dag í varanlega lögn sem ég sæi fram á að nota næstu ár
Það er í raun smekksatriði og eftir því hvað hann mun gera með netið hjá sér. 1Gb er bara helvíti fínt og það er auðveldara og þægilegra að leggja cat5e þar sem hann er ekki eins stífur og mjóri.

En aftur á móti ef hann er að eltast við tækni og hafa allt topp of the line þá er cat6 flott. En ef þetta er bara fyrir netráp og þetta basic stuff þá er þægilegast að fara the easy way.

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af Blackened »

Jájá það er reyndar alveg rétt.. 5 er talsvert auðveldari í lagningu og 1Gb er andskotans nóg en hitt venst ótrúlega ;)

Norðmennirnir sem ég vinn fyrir hlægja bara ef maður talar um að leggja cat5.. menn eru yfirleitt að vinna verkin til margra ára og þá er allt eins gott að leggja kapla sem að styðja meiri hraða jafnvel þó að maður þurfi ekki bandvíddina núna eða eftir 4ár

Ég man nú bara að það eru alls ekki mörg ár síðan maður var að leggja cat5 kapla og jafnvel splitta þeim afþví að "100mbit" voru andskotans nóg

...Djöfull sem maður sparkar í sig í dag fyrir að hafa ekki lagt 2 kapla afþví að gigabit er the way to go í dag! :)

En það er alveg rétt.. það er miklu auðveldara að leggja cat5 og bandvíddin er alveg nóg.. en ef að mikið er gott þá hlýtur meira að vera betra :D

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af Dúlli »

Blackened skrifaði:Jájá það er reyndar alveg rétt.. 5 er talsvert auðveldari í lagningu og 1Gb er andskotans nóg en hitt venst ótrúlega ;)

Norðmennirnir sem ég vinn fyrir hlægja bara ef maður talar um að leggja cat5.. menn eru yfirleitt að vinna verkin til margra ára og þá er allt eins gott að leggja kapla sem að styðja meiri hraða jafnvel þó að maður þurfi ekki bandvíddina núna eða eftir 4ár

Ég man nú bara að það eru alls ekki mörg ár síðan maður var að leggja cat5 kapla og jafnvel splitta þeim afþví að "100mbit" voru andskotans nóg

...Djöfull sem maður sparkar í sig í dag fyrir að hafa ekki lagt 2 kapla afþví að gigabit er the way to go í dag! :)

En það er alveg rétt.. það er miklu auðveldara að leggja cat5 og bandvíddin er alveg nóg.. en ef að mikið er gott þá hlýtur meira að vera betra :D
Ég er alveg samála. Er sjálfur aftur á móti með 100Mb enþá og sé enga þörf á að fara í 1Gb, þar sem notkunninn hjá mér er í raun þetta basic stuff og svo streama innanhús.

Og svo það er líka spurninginn ef maður mun búa á sama stað eftir 2 ár ? 4 ár ? 6 ár ? óþarfi að gera sig future proof ef maður er bara á saman stað.

Skil vel ef þetta sé fyrirtæki eða notandi með háar kröfur en ef þetta er bara þetta basic þá er betra að nota þessar aukakrónur í eithvað annað. hehehe :megasmile

Höfundur
littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af littli-Jake »

Þar sem að ég á íbúðina (eða mun eiga hana eftir sirka 30 ár) þá er þetta framtíðar aðgerð.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Þræða Cat6 undir parketlista. Reynsla. Hvar fást réttu listarnir?

Póstur af nidur »

Ég var einmitt með einn Cat6 kapal, sem bara vildi ekki tengjast á 1Gbps, var að gera mig geðveikann, lagði Cat5 við hliðina og náði strax fullum hraða.

Örugglega verið skemmdur á þessari löngu leið, óþolandi að vera með einn sem er útundan í hraða.
Svara