Að breyta um netþjónustu

Svara

Höfundur
gbj13
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 02. Júl 2015 17:23
Staða: Ótengdur

Að breyta um netþjónustu

Póstur af gbj13 »

Góðan daginn. Núna er ég hjá símafélaginu og ekki alveg að fíla verðmiðann í hverjum mánuði. Ég hef ekki áhuga á að fara til símans eða til vodafone. Þannig að ég var að pla í hringdu.is eða hringiðunni. Hefur einhver hérna reynslu af hringdu.is, góða eða slæma? Eru einhver önnur fyrirtæki sem ég ætti að vera að skoða.

Allra ábendingar velkomnar :)
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af Halli25 »

Veit um nokkra sem eru sáttir hjá http://www.simafelagid.is/
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af Klemmi »

gbj13 skrifaði:...Núna er ég hjá símafélaginu og ekki alveg að fíla verðmiðann í hverjum mánuði...
halli25 skrifaði:Veit um nokkra sem eru sáttir hjá http://www.simafelagid.is/
Fer ekki alveg saman :D
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af Halli25 »

Klemmi skrifaði:
gbj13 skrifaði:...Núna er ég hjá símafélaginu og ekki alveg að fíla verðmiðann í hverjum mánuði...
halli25 skrifaði:Veit um nokkra sem eru sáttir hjá http://www.simafelagid.is/
Fer ekki alveg saman :D
spurning að vera ekki að svara í vinnunni póstum á vaktinni með öðru auganu... :)
en þú færð það sem þú borgar fyrir er mín 2 cent og hef bara heyrt hryllingssögur af hringdu en veit ekki með hringiðuna
Starfsmaður @ IOD

sibbsibb
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Mið 15. Ágú 2007 12:51
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af sibbsibb »

Ég er hjá Hringiðunni og verið í bölvuðu basli með rádera, hraða og síðan er netið alltaf að detta út hjá mér. Hef alveg áhuga á reynslu fólk við hringdu, þeir eru þó dýrari en hringiðan.
Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 233
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af Sidious »

Hef verið hjá hringdu í langan tíma og aldrei haft neitt til að kvarta yfir. Jú einstaka sinnum hefur netið dottið út en aldrei þannig að það trufli mig. Flest allar hryllingssögur sem tengjast Hringdu voru þegar þeir voru að byrja og með allt niðrum sig. Finnst samt önnur hækkunin á verðinu á stuttum tíma vera frekar lélegt.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af GuðjónR »

Er ekki álíka að rökræða hvaða farsímafyrirtæki sé best og að rökræða hvaða olíufélag sé best?
Verðin svipuð en upplifun fólks misjöfn, þú þarft að þarfagreina sjálfan þig, hvað er það sem þig vantar og hvað ertu tilbún að greiða fyrir það.

Ég er hjá Hringdu og verð að segja að það er alveg ágætt, er í dag með VDSL sem er 100/25 og er að reyna að fara í ljósleiðara ef Gagnaveitunni tekst að tengja hann "rétt" einhverntíman. Í upphafi ætlaði ég í 100/100 ljós með ótakmörkuðu niðurhali en við nánari athugun þá ákvað ég að taka 50/50.
Ég spurði sjálfan mig þarf ég 100/100 stöðuga tengingu? Liggur mig það mikið á að sækja t.d. þátt að ég verð að ná honum á 2 mínútum? Er ekki allt í lagi að gefa þessu 4 mínútur?
Verðmunurinn hjá Hringdu á 50/50 og 100/100 (báðar leiðir með ótakmörkuðu gagnamagni) er 2.200 á mán eða 26.400 á ári, það er hvorki meira né minna en 4 mánuðir í áskrift af 50/50.

Ef við horfum á Símafélagið og Vodafone þá er sambærilegt að horfa á 100/100 með 150GB erlendu og ótakamarkað 50/50 hjá Hringdu.
Hringiðan virðist samt bjóða best í ljósleiðaramálunum 100/100 ótakmarkað kostar 500 kr. meira mánaðarlega en 50/50 ótakmarkað hjá Hringdu var nú bara að sjá það núna þegar ég fór að skoða þessi mál. Spurning um að skipta? :-k
Ef þú ert með ADSL eða VDSL þá kann dæmið að líta öðruvísi út.

Höfundur
gbj13
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 02. Júl 2015 17:23
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af gbj13 »

ég var bara að spá að í byrjun voru þeir með mikið um tengingarvandamál, dropped packages og þessháttar. Ég var að spá hvort að þeir hefðu lagað tæknilegu vandmálin hjá sér.
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af nidur »

Ég prófaði alla ljósleiðaraveiturnar þegar ég loksins sá ljósið... Og niðurstaðan hjá mér varð Símafélagið.

Mín traffík erlendis er reyndar lítil og ég get notað einn af minni pökkunum hjá þeim.

Það er ástæða fyrir lægra verðinu þótt að flestir geri sér ekki grein fyrir hver hún er.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði: Ef við horfum á Símafélagið og Vodafone þá er sambærilegt að horfa á 100/100 með 150GB erlendu og ótakamarkað 50/50 hjá Hringdu.
Hringiðan virðist samt bjóða best í ljósleiðaramálunum 100/100 ótakmarkað kostar 500 kr. meira mánaðarlega en 50/50 ótakmarkað hjá Hringdu var nú bara að sjá það núna þegar ég fór að skoða þessi mál. Spurning um að skipta? :-k
Ef þú ert með ADSL eða VDSL þá kann dæmið að líta öðruvísi út.
Ljósleiðari ótakmarkað hjá Hringdu kostar 6.490 á mánuði ( eftir 1. Sept ) vs 7.990 frá 1. Sept hjá Hringiðunni fyrir 100/100 ótakmarkað. Það er 1500 kr ekki 500 kr.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að breyta um netþjónustu

Póstur af GuðjónR »

depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði: Ef við horfum á Símafélagið og Vodafone þá er sambærilegt að horfa á 100/100 með 150GB erlendu og ótakamarkað 50/50 hjá Hringdu.
Hringiðan virðist samt bjóða best í ljósleiðaramálunum 100/100 ótakmarkað kostar 500 kr. meira mánaðarlega en 50/50 ótakmarkað hjá Hringdu var nú bara að sjá það núna þegar ég fór að skoða þessi mál. Spurning um að skipta? :-k
Ef þú ert með ADSL eða VDSL þá kann dæmið að líta öðruvísi út.
Ljósleiðari ótakmarkað hjá Hringdu kostar 6.490 á mánuði ( eftir 1. Sept ) vs 7.990 frá 1. Sept hjá Hringiðunni fyrir 100/100 ótakmarkað. Það er 1500 kr ekki 500 kr.
Ég er að horfa á verðskrána eins og hún er í dag, hef engar upplýsingar um væntanlegar hækkarnir:

edit: fann fréttina á hringidan.is sem þú vitnar í:
Hringiðan hóf fyrst allra fyrirtækja á Íslandi að bjóða uppá Ljósleiðara-, Ljósnets- og ADSL tengingar með ótakmörkuðu niðurhali í byrjun árs 2015 á einu einföldu verði. 6.990,-.
Mikill áhugi hefur verið á tilboðinu enda Íslendingar langþreyttir á að telja Gígabæt og passa að þeir sæki ekki of mikið til þess að fá ekki háa aukareikninga.
Fram að þessu hefur þessi þjónustuleið aðeins verið i boði fyrir þá viðskiptavini sem hafa einnig aðra þjónustu hjá Hringiðunni, nú verður breyting þar á. Verð þjónustuleiðarinnar hækkar í 7.990,- og er í boði fyrir alla óháð því hvaða þjónustu fólk hefur. Fyrir þá sem kaupa tvær eða fleiri þjónustur er verðið áfram 6.990,-
Engin verðhækkun, aðeins fjölbreyttara framboð og meira val fyrir neytendann.
Þeir sem eru með tvær eða fleiri þjónustur halda áfram að borga 6.990.- ég er t.d. það gamaldags að mér dettur ekkki í hug annað en að vera með heimasíma. :happy
Viðhengi
hraði.JPG
hraði.JPG (145.43 KiB) Skoðað 717 sinnum
Svara