Ég er með 88 "updates pending restart" hjá mér og við endurræsingu stoppar tölvan í u.þ.b. update #77 og fer í að "revert changes".
Hvað get ég gert til að finna út hvaða update er að stoppa uppfærsluna hjá mér? Ég uppfærði úr win 7 í Win 8 Pro fyrir u.þ.b mánuði og virktst allt ganga smooth í byrjun og svo lendi ég í þessu. Vonandi hefur einhver vaktari lausn á þessu vandamáli (hefur kannski lent í þessu sama) og getur ráðlagt mér
Því miður dugði það ekki til sem njordur ráðlagði mér þ.e. að hreinsa útsoftware distribution cacheið. Ég er þó búinn að fækka "updates" úr 88 í 3 en eftir standa "Security Update for Windows 8 for x64-based Systems (KB3057839)+(KB3045171) og Update for Windows 8 for x64-based Systems (KB3043812)" sem mér tekst ekki að fá tölvuna til að samþykkja. Ég reyndi svo að uppfæra í Windows 8.1 Pro en það tókst það heldur ekki. Er hugsalegt að updatin sem vantar séu að hindra það að ég geti uppfært í 8.1 Vonandi hefur einhver ráðleggingar fyrir mig og bent mér á hvað ég get gert til að leysa þetta hvimleiða vandamál