Besti díll á skrifstofutölvu?

Svara
Skjámynd

Höfundur
kallikukur
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Besti díll á skrifstofutölvu?

Póstur af kallikukur »

Sælir vaktarar,

Nú er það þannig að það vantar nýja skrifstofutölvu í fyrirtækinu sem ég vinn fyrir og þar sem enginn af okkur er almennilega inn í tölvumálum þá leita ég til ykkar! Við erum að pæla í basic skrifstofutölvu sem ræðu við bókhald, létta photoshop vinnslu og svo almenna notkun (net o.s.frv), þennan pakka viljum við fá sem ódýrastan en samt þannig að þetta sé ekki úrelt á næsta ári :)

Þá spyr ég, hvar fær maður besta dílinn á svona grip?

p.s. ég vill helst ekki versla við tölvulistann vegna fyrri viðskipta.

kv. Gunnar
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)

Seedarinn
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Fim 21. Ágú 2014 10:19
Staða: Ótengdur

Re: Besti díll á skrifstofutölvu?

Póstur af Seedarinn »

Hvað gerðist á milli þín og tölvulistans?

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Besti díll á skrifstofutölvu?

Póstur af Tbot »

Þetta er alltaf erfitt að samræma ódýrt og duga lengi.

Getur talað við t.d. Kísildal, att eða fleiri minni aðila, eða skoðar tilbúnar vélar líkt og HP eða Dell.

spurnig hvort þú þurfir i3 eða i5 örgjörva. Miðað við að nota Photoshop þá hallast ég heldur að i5.

Það vantar smá info frá þér um verðhugmyndir... þ.e. má þetta vera á bilinu 100-150 eða 150 til 200.
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Besti díll á skrifstofutölvu?

Póstur af Hrotti »

Það eru kannski ekki allir sammála en mér finnst langbest að miða við að geta skipt út frekar hratt. Ekki eyða hellngs pening í vél bara til að hún dugi lengur, heldur kaupa ódýra vél, (100þús max) og endurnýja hana eftir 2 ár.

Ég geri ráð fyrir að það sé einhver server á staðnum sem að sér um backup ofl. þannig að það sé sáralítil vinna að skipta vélinni út annaðhvort ár.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Skjámynd

Höfundur
kallikukur
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Besti díll á skrifstofutölvu?

Póstur af kallikukur »

Takk fyrir svörin,

Vorum að hugsa um eitthvað í kringum 100 þúsund kallinn en það er enginn server á staðnum, þetta er lítið fyrirtæki og lítið um gögn fyrir utan bókhald :)

Erum við þá bara að tala um að skokka upp í kísildal og fá þá til þess að setja saman í basic vél með i5 örgjörva?

@seedarinn: Bara smáatriði sem hefði verið svo auðvelt fyrir þá að hafa rétt en í staðinn fór maður út í móral, ekkert sem ber að nefna :)
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Besti díll á skrifstofutölvu?

Póstur af chaplin »

kallikukur skrifaði:setja saman í basic vél með i5 örgjörva?
Fyrir basic bókhald? Ef þú ert að vinna með bókhald myndi ég spara í örgjörvanum, skoða i3 eða A4 frekar og setja í staðinn SSD disk og 4-8GB af vinnsluminni í tölvurnar.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Besti díll á skrifstofutölvu?

Póstur af andribolla »

Ég var að kaupa vélar fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá og fékk tilboð í http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 7,844.aspx svona vél hjá Nýherja, fékk svo tilboð frá tölvulistanum líka í svipaða vél en hún reyndist svo bara vera dýrari.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Besti díll á skrifstofutölvu?

Póstur af rapport »

Svara