The ikeadesk [V1]

Svara
Skjámynd

Höfundur
Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

The ikeadesk [V1]

Póstur af Gunnar »

Áhvað að fara útí smá mod.
Herbergið sem ég er í þar sem ég bý er lítið svo ég þurfti að geta eitthvað í gamla Antec P180 sem ég var með við hliðiná borðinu.
Byrjaði grunninn á venjulegu skrifborði frá ikea. minnsta gerðin með skúffu. Heilir 73cm í breidd.
http://www.ikea.is/products/19140

Byrjaði á því að fá tölvu frá vinnufélaga og tætti hana sundur, og eina sem ég hirti var móðurborðaskúffan.
Fór svo og mældi allt og keypti svo járnplötur í þetta og byrjaði að púsla saman. meira svona borað og hent saman en jæja :lol:
Eftir nokkrar tilraunir komst þetta allt saman og náði að setja tölvu í þetta.

Ekkert 110% en virkar og það er fínt fyrir fyrstu mod tölvu.
vantar t.d. nokkra hluti í þetta eins og usb að framan og power takka :lol: en hver þarf þannig. Starta tölvunni með skrúfjárni ef ég þarf að slökkva allveg annar set ég hana bara í sleep og kveiki með músinni.
Tölvan er frekar hljóðlát nema í leikjum þá byrjar hún smá að öskra en ég á allveg eftir að kíkja betur á að koma hitanum frá að aftan.

Hafði smá tíma á milli handanna þegar ég var í kaffi i vinnuni og mat svo ég nýtti hann í þetta. En nuna er ég byrjaður i skóla svo ég nýti allan minn tíma í að læra. En v2 verður einhverntímann búið til og verður þá í meiri high class skala en þessi tölva.

Hérna koma nokkrar símamyndir. Endilega komið með hugmyndir hvað mætti fara betur og hvað ykkur líkar við þetta.
IMG_2176.JPG
IMG_2176.JPG (1.24 MiB) Skoðað 813 sinnum
IMG_2177.JPG
IMG_2177.JPG (1.17 MiB) Skoðað 813 sinnum
IMG_2178.JPG
IMG_2178.JPG (1.51 MiB) Skoðað 813 sinnum
IMG_2179.JPG
IMG_2179.JPG (1.35 MiB) Skoðað 813 sinnum
Svara