Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Anakin
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 13. Feb 2011 21:34
Staða: Ótengdur

Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af Anakin »

Langar að rúlla af stað hér smá vangaveltum.... hversu mikill munur ætli sé á launum í tæknigeiranum almennt annarsvegar á íslandi v.s noreg, svíþjóð etc.

er ekki svo góður í norðurlandatungumálum til að verða mér út um þessar upplýsingar :baby

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af capteinninn »

Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér sjálfur, er búinn að vera að læra í kerfisstjórnun með það aftan í hausnum að ég ætli að flytja út og nota menntunina þar.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af Stutturdreki »

Gætir fengið einhverjar hugmyndir fá http://www.jobserve.com/is/en/Job-Search/" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af trausti164 »

Bróðir minn er að fá einhver 500 þúsund yen á mánuði sem "head ios developer" hjá start-up fyrirtæki í Japan.
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af jericho »

Er að læra IT í Noregi. Launatölur má nálgast á vefsíðu norsku Hagstofunnar. Hagstofan flokkar þetta á svolítið spes máta, en allir sem starfa í "upplýsinga- og tæknigeiranum" eru settir undir sama hatt (þ.e.a.s. Informasjon og kommunikasjon, Forlagsvirksomhet, Film- og TV-prod., musikkutgivelse, Radio- og fjernsynskringkasting, Telekommunikasjon, IT-tjenester, Informasjonstjenester). Þegar maður skoðar t.d. laun eftir aldri, þá er ekki hægt að skoða það eftir hverri starfsgrein undir "upplýsinga- og tæknigeiranum" (ég veit, glatað).

Ég tók saman smá upplýsingar þaðan (g.r.f. að 1 nkr = 20 ísk og að mánaðarlaun innihaldi ALLT, þ.e.a.s. yfirvinnu, bónusa, o.þ.h.):

- þessi tafla sýnir að forritarar (n. programmerere) höfðu að meðaltali 53.400 nkr í mánaðarlaun (1.068.000 ísk).

- þessi tafla sýnir að karlmenn á aldrinum 30-34 ára höfðu að meðaltali 48.500 nkr í mánaðarlaun (970.000 ísk).

- þessi tafla sýnir að karlmenn með >4 ára háskólanám (t.d. M.Sc.) höfðu að meðaltali 63.800 nkr í mánaðarlaun (1.276.000 ísk).

Þetta gefur ágætis mynd af launakjörum forritara í Noregi, þótt mun fleiri starfsstéttir séu teknar með í reikninginn. Persónulega hef ég heyrt af nokkrum íslenskum forriturum sem eru að fá milli 55.000 og 70.000 nkr á mánuði í GRUNNLAUN (bónusar koma ofan á) og oft er um að ræða föst mánaðarlaun, þ.e.a.s. yfirvinna ekki greidd sérstaklega.

Vona að þetta hjálpi.
Kv, jericho

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af Stutturdreki »

Til samanburðar eru meðal grunnlaun Tölvunarfræðinga 651.619 kr. samkvæmt launakönnun VR 2014, minnir að það sé nær 800þ samkvæmt kjarabita FT en hef hann ekki við hendina.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af rapport »

Hér á Íslandi er svo skelfilega aðlgengt að fólk í þessum geira haldi að það sé nóg að fá gráðu einusinni og svo eigi það bara að fá full laun út starfsævina án þess að leggja mikið á sig.

Margir með útrunnar gráður (ég sjálfur er engin unantekning þar, með ITIL og IRCA gráður)

Í þessum geira umfram marga aðra þá hreinlega verður fólk að stunda endurmenntun, halda sér upplýstu og keyra kerfisþróun áfram innan sinna fyrirtækja en ekki halda í einhver legacy kerfi út í rauðann dauðann.

Þá er tölvunar-/kerfisfræðingurinn alveg jafn úreltur og kerfin sem hann rekur/þróar.


But there is hope og þessi vettvangur er að verða til þó að margir fúlsi við þessum leiðum sem hægt er að fara, hádegisfyrirlestrum, smánámskeiðum, haustráðstefnum o.s.frv. o.s.frv.


Að bera okkur saman við aðrar þjóðir verður þá líka að vera "epli og epli" s.s. fólk með sömu menntun og þekkingu á bakvið sig.


Oft finnst mér Ísland vera leika þann leik að ráðast bara á eina leið í einu og mjög oft þá verður eitthvað hype sem deyr út og þá sitja þeir eftir með sárt ennið sem innleiddu kerfi sem engin þekking er til í landinu til að veita þjónustu við.

Og ef þekkingin er til, þá er eitthvað eitt fyrirtæki sem reynir að blóðmjólka $$$ fyrir þjónustu við kerfið því þeir eru komnir með einokunarstöðu.


Það vantar meiri fagmennsku, meira commitment og að hægt sé að skilgreina hvers virði góð IT þjónusta getur verið v.s. slæm IT þjónusta.

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af Bjosep »

rapport skrifaði:Hér á Íslandi er svo skelfilega aðlgengt að fólk í þessum geira haldi að það sé nóg að fá gráðu einusinni og svo eigi það bara að fá full laun út starfsævina án þess að leggja mikið á sig.

Margir með útrunnar gráður (ég sjálfur er engin unantekning þar, með ITIL og IRCA gráður)

Í þessum geira umfram marga aðra þá hreinlega verður fólk að stunda endurmenntun, halda sér upplýstu og keyra kerfisþróun áfram innan sinna fyrirtækja en ekki halda í einhver legacy kerfi út í rauðann dauðann.

Þá er tölvunar-/kerfisfræðingurinn alveg jafn úreltur og kerfin sem hann rekur/þróar.


But there is hope og þessi vettvangur er að verða til þó að margir fúlsi við þessum leiðum sem hægt er að fara, hádegisfyrirlestrum, smánámskeiðum, haustráðstefnum o.s.frv. o.s.frv.


Að bera okkur saman við aðrar þjóðir verður þá líka að vera "epli og epli" s.s. fólk með sömu menntun og þekkingu á bakvið sig.


Oft finnst mér Ísland vera leika þann leik að ráðast bara á eina leið í einu og mjög oft þá verður eitthvað hype sem deyr út og þá sitja þeir eftir með sárt ennið sem innleiddu kerfi sem engin þekking er til í landinu til að veita þjónustu við.

Og ef þekkingin er til, þá er eitthvað eitt fyrirtæki sem reynir að blóðmjólka $$$ fyrir þjónustu við kerfið því þeir eru komnir með einokunarstöðu.


Það vantar meiri fagmennsku, meira commitment og að hægt sé að skilgreina hvers virði góð IT þjónusta getur verið v.s. slæm IT þjónusta.
Þessi athugasemd kemur upprunalegu spurningunni bara ekkert við!
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af rapport »

Bjosep skrifaði:
rapport skrifaði:Allt of langt komment
Þessi athugasemd kemur upprunalegu spurningunni bara ekkert við!
Jú, að til að bera saman launin þá verður að vera bera saman kröfur sem gerðar eru til starfsmanna líka, menntun, frammistaða o.s.frv.

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af Bjosep »

rapport skrifaði:
Bjosep skrifaði:
rapport skrifaði:Allt of langt komment
Þessi athugasemd kemur upprunalegu spurningunni bara ekkert við!
Jú, að til að bera saman launin þá verður að vera bera saman kröfur sem gerðar eru til starfsmanna líka, menntun, frammistaða o.s.frv.
Þessar kröfur eru jafn mismunandi milli fyrirtækja og fyrirtækin eru mörg. Það er ekki ríkisstaðall á Norðurlöndunum um kröfur til forritara ekki frekar en það er nokkurt slíkt á Íslandi.

Hefurðu eitthvað haldbært sem bendir til þess að þessum málum sé betur háttað á Norðurlöndunum hvað endurmenntun varðar?
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af rapport »

Bjosep skrifaði:
rapport skrifaði:
Bjosep skrifaði:
rapport skrifaði:Allt of langt komment
Þessi athugasemd kemur upprunalegu spurningunni bara ekkert við!
Jú, að til að bera saman launin þá verður að vera bera saman kröfur sem gerðar eru til starfsmanna líka, menntun, frammistaða o.s.frv.
Þessar kröfur eru jafn mismunandi milli fyrirtækja og fyrirtækin eru mörg. Það er ekki ríkisstaðall á Norðurlöndunum um kröfur til forritara ekki frekar en það er nokkurt slíkt á Íslandi.

Hefurðu eitthvað haldbært sem bendir til þess að þessum málum sé betur háttað á Norðurlöndunum hvað endurmenntun varðar?

Nei, ég er ekki með neinar tölur eða dæmi um það sem ég vil gefa upp.

En hef þetta sterklega á tilfinningunni eftir tæp 8 ár í þessum geira og þá líka sem utangarðsmaður þar sem ég hreinlega slysaðist í þennan geira frekar en að óska þess.

Svo þekki ég reyndar til Dana sem var millistjórnandi hjá IBM í DK og var látinn fara með þessari útskýringu, hann hefði ekki haldið í við breyttar kröfur starfslýsingarinnar.


En hér á Íslandi er þessi HR processs varla til innan fyrirtækja, að aðlaga starfslýsingar, kjör o.þ.h. að þekkingu og frammistöðu starfsmanna með reglulegum hætti.

Það er kannski gallinn, menningin hér hefur hreinlega þessi "gæði" ekki í sér...
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af hagur »

Ég held að þetta fari nú líka bara eftir því hvernig verkefni þú ert að vinna. Á mínum vinnustað, sem er mjög stór (á íslenskan mælikvarða) er allskonar hugbúnaðarþróun í gangi. Allt frá stórtölvukerfum og svo niður í deildina sem ég er í, vefþróun. Það er gríðarlega kvikt umhverfi og þar þrífst engin lengi án þess að vera sífellt að kynna sér nýjustu tækni. Það sem þú gerðir fyrir 1-2 árum er nánast undantekningalaust orðið úrelt í dag.

Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að sumir vinnustaðir/deildir/kerfi eru einfaldlega "risaeðluvæn", þ.e gamalt dót sem hefur lítið breyst og er ekkert að fara að breytast í náinni framtíð og þar er endurmenntun e.t.v. ekki eins mikilvæg.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af rapport »

hagur skrifaði:Ég held að þetta fari nú líka bara eftir því hvernig verkefni þú ert að vinna. Á mínum vinnustað, sem er mjög stór (á íslenskan mælikvarða) er allskonar hugbúnaðarþróun í gangi. Allt frá stórtölvukerfum og svo niður í deildina sem ég er í, vefþróun. Það er gríðarlega kvikt umhverfi og þar þrífst engin lengi án þess að vera sífellt að kynna sér nýjustu tækni. Það sem þú gerðir fyrir 1-2 árum er nánast undantekningalaust orðið úrelt í dag.

Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að sumir vinnustaðir/deildir/kerfi eru einfaldlega "risaeðluvæn", þ.e gamalt dót sem hefur lítið breyst og er ekkert að fara að breytast í náinni framtíð og þar er endurmenntun e.t.v. ekki eins mikilvæg.
nkl. það sem ég var að reyna að segja. Bara spurning um hvort að sá sem rekur kerfið kjósi að eldast með því eða læra e-h nýtt svo að hægt sé að skipta kerfinu út og innleiða e-h nýtt...
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af natti »

Það er heldur aldrei epli-epli samanburður að bera saman laun milli landa.
Út frá pjúra krónutöluævintýri þarf samt að taka með hluti eins og cost-of-living, skatt oþh.
Og þá erum við auðvitað að horfa framhjá samfélaginu og "kerfinu" sem slíku.

Það er ekki nóg að fá hærri laun ef þú borgar hærri skatta, margfalt hærri rafmagn&hita, etc. etc.
Heldur er þetta spurning um hvað geturu gert mikið fyrir launin þín.
Mkay.
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvunarfræðinga og forritara í öðrum löndum

Póstur af jericho »

Í guðanna bænum! Hvernig væri að reyna frekar að finna tölur til að gefa op hugmynd um launakjör forritara í mismunandi löndum. Það eru allir vel meðvitaðir um að það er ekki hægt að bera saman laun forritara milli fyrirtækja/landa þar sem m.a. kröfurnar, ábyrgðin og starslýsingar eru eins mismunandi og þau eru mörg. En það er vel hægt að fá hugmyndir um "meðallaun" og oft m.t.t. starfsreynslu, menntunarstigs, starfsvettvangs (einkageiri/ríki/sveitarfélag/...), aldurs, o.fl. o.fl.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Svara