Hæ,
kann einhver snillingur að nota FireWire hljóðvinnslukort á Windows svo vel sé? Á sem sagt m-audio 1814 hljóðvinnslukort. Keypti PCI FireWire kort. Fyrst með VIA kubbi sem var skelfilegt drasl og svo fann ég annað með Texas Instrument kubbi, sem er sæmilegt. Ég vil geta notað það í full duplex og nota VST plugin í leiðinni. Ef ég nota það í half-duplex virkar það vel. Það sleppur næstum í full-duplex ef tölvan er ekki að gera neitt af viti á meðan. Þegar ég reyni full-duplex + VST í tónlistarforriti koma hins vegar snap, crackle, pop. Bufferingin virðist ekki skipta miklu máli (ekki fyrr en er komið svo mikið lagg að ég gæti alveg eins verið að nota eitthvað lélegt usb dót).
Veit einhver hvað ég gæti verið að gera vitlaust? Er hægt að setja aukið priority á driverinn eða eitthvað? Ef einhver hefur notað svona kort væru öll ráð vel þegin
hvernig firewire kort ertu með, ég var að lenda í þessu með texas instument kubbi og það var talað um á berkley spjallinu í skólanum að maður þyrfti að finna ákveðna tegund af texas instrument kubbi eða fara í eitthvað high end kort til að losna við laggið, ég keypti kort hérna heima og var að lenda í svaka veseni endaði með því að það var eitthver sem benti mér á hræ ódýrt kort á ebay sem hefur virkað mjög vel síðan ég keypti það, ég er með M-Audio Project Mix og ekkert vandarmál