FireWire hljóðkort á windows

Svara

Höfundur
linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

FireWire hljóðkort á windows

Póstur af linenoise »

Hæ,
kann einhver snillingur að nota FireWire hljóðvinnslukort á Windows svo vel sé? Á sem sagt m-audio 1814 hljóðvinnslukort. Keypti PCI FireWire kort. Fyrst með VIA kubbi sem var skelfilegt drasl og svo fann ég annað með Texas Instrument kubbi, sem er sæmilegt. Ég vil geta notað það í full duplex og nota VST plugin í leiðinni. Ef ég nota það í half-duplex virkar það vel. Það sleppur næstum í full-duplex ef tölvan er ekki að gera neitt af viti á meðan. Þegar ég reyni full-duplex + VST í tónlistarforriti koma hins vegar snap, crackle, pop. Bufferingin virðist ekki skipta miklu máli (ekki fyrr en er komið svo mikið lagg að ég gæti alveg eins verið að nota eitthvað lélegt usb dót).

Veit einhver hvað ég gæti verið að gera vitlaust? Er hægt að setja aukið priority á driverinn eða eitthvað? Ef einhver hefur notað svona kort væru öll ráð vel þegin :D
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: FireWire hljóðkort á windows

Póstur af upg8 »

Prófaðu að sækja þetta forrit http://www.resplendence.com/latencymon
Þá er auðveldara að rekja hvað er að valda þessu.

Hvaða útgáfu af Windows ertu að nota og ertu búin að sækja nýjasta driver?

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: FireWire hljóðkort á windows

Póstur af MatroX »

hvernig firewire kort ertu með, ég var að lenda í þessu með texas instument kubbi og það var talað um á berkley spjallinu í skólanum að maður þyrfti að finna ákveðna tegund af texas instrument kubbi eða fara í eitthvað high end kort til að losna við laggið, ég keypti kort hérna heima og var að lenda í svaka veseni endaði með því að það var eitthver sem benti mér á hræ ódýrt kort á ebay sem hefur virkað mjög vel síðan ég keypti það, ég er með M-Audio Project Mix og ekkert vandarmál
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

frr
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Staða: Ótengdur

Re: FireWire hljóðkort á windows

Póstur af frr »

Ertu e.t.v. að nota kortið án spennubreytis, en ekki að fá nægilega mikið rafmagn frá tækinu til að knýja kortið?
Svara