Hljóð úr Vodafone afruglara
Hljóð úr Vodafone afruglara
Var að velta einu fyrir mér. Ég tek hljóðið með HDMI snúru í HDMI port á Denon X2000 AVR magnara. Þegar ég ýti á Info á fjarstýringunni fyrir magnarann, þá sé ég input fyrir hljóðið. Og það sýnir alltaf bara L/R, eins og það sendi bara steríó í magnarann. Þegar ég skipti yfir á HTPC, sem er eins tengt, þ.e.a.s. með HDMI snúru úr HTPC í magnarann, og þegar ég ýti á Info, þá sýnir magnarinn að hann sé að fá L/R, center, bassabox sem og bakhátalarana.
Getur það verið að þetta sé bara sent í steríó?
Getur það verið að þetta sé bara sent í steríó?
Re: Hljóð úr Vodafone afruglara
Já. Nema hugsanlega þegar þú ert að horfa á HD útsendingu á HD rás, þá gæti ég trúað að það sé sent út í Dolby/DTS 5.1 - eða jafnvel bara stereo líka.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 645
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóð úr Vodafone afruglara
Mig minnir að ég noti bara upmix á mínum magnara, ss bara stereo ef ég hef direct input. Þannig að já mögulega er hljóðið bara sent í stereo enn sem komið er. Gæti samt farið eftir hvað er í gangi hverju sinni.
Einhver frá Vodafone hérna sem getur svarað þessu?
Einhver frá Vodafone hérna sem getur svarað þessu?
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Re: Hljóð úr Vodafone afruglara
Kemur alltaf bara steríó.hagur skrifaði:Já. Nema hugsanlega þegar þú ert að horfa á HD útsendingu á HD rás, þá gæti ég trúað að það sé sent út í Dolby/DTS 5.1 - eða jafnvel bara stereo líka.
Re: Hljóð úr Vodafone afruglara
Magnarinn hjá mér upmix-ar þetta, finnst þetta samt hálf asnalegt. Þegar ég nota OZ-appið og tengi spjaldtölvuna með HDMI kapli í gegnum magnarann, þá segir Info mér það að magnarinn sé að fá 5 hljóðrásir inn.gRIMwORLD skrifaði:Mig minnir að ég noti bara upmix á mínum magnara, ss bara stereo ef ég hef direct input. Þannig að já mögulega er hljóðið bara sent í stereo enn sem komið er. Gæti samt farið eftir hvað er í gangi hverju sinni.
Einhver frá Vodafone hérna sem getur svarað þessu?
Re: Hljóð úr Vodafone afruglara
Ættir að geta fengið 5.1 út um optical tengið á vodafone afruglurum á RÚV HD amk.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóð úr Vodafone afruglara
Pottþétt bara í stereó, nema í einhverjum undantekningartilfellum.
Myndlykillinn býður þó upp á 5.1, t.d. í HD myndum á leigunni.
Myndlykillinn býður þó upp á 5.1, t.d. í HD myndum á leigunni.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Geek
- Póstar: 801
- Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóð úr Vodafone afruglara
8. desember 1992 | Innlendar fréttir | 100 orð
Sjónvarpið kynnir ný yrðið víðóm
Sjónvarpið kynnir ný yrðið víðóm VÍÐÓMA, tvíóma og einóma eru nýyrði í íslensku sem Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur kynnt landsmönnum að undanförnu.
Sjónvarpið kynnir ný yrðið víðóm
VÍÐÓMA, tvíóma og einóma eru nýyrði í íslensku sem Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur kynnt landsmönnum að undanförnu.
Að sögn Harðar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra RUV urði þessi nýyrði til í umræðu innan stofnunarinnar um íslensk heiti yfir stereó, dúó og mónó þegar tilraunir hófust með víðóma útsendingar í sjónvarpi. Starfsmenn lögðu fram tillögur, sem síðan var farið yfir og þessi varð niðurstaðan. "Við erum að kanna hvort þessi orð geti fest sig í sessi," sagði hann. "Fyrst var stereó kallað tvírása en það þótti ekki gott og síðan var rætt um víðhljómsútsendingu en þessi varð niðurstaðan."
Re: Hljóð úr Vodafone afruglara
Af einhverjum ástæðum, þá datt inn hjá mér Eurosport HD, og þar segir info mér það að hljóðið komi úr öllum hljóðrásum, en svo er á Eurosport HD2, þá er það bara hægri/vinstri hljóðrás, eins og á öllum öðrum stöðvum.
Svo finnst mér orðið víðóma ætti að vera islenska orðið fyrir surround í stað steríó.
Svo finnst mér orðið víðóma ætti að vera islenska orðið fyrir surround í stað steríó.