Hljóð úr Vodafone afruglara

Svara

Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Staða: Ótengdur

Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af kjarrig »

Var að velta einu fyrir mér. Ég tek hljóðið með HDMI snúru í HDMI port á Denon X2000 AVR magnara. Þegar ég ýti á Info á fjarstýringunni fyrir magnarann, þá sé ég input fyrir hljóðið. Og það sýnir alltaf bara L/R, eins og það sendi bara steríó í magnarann. Þegar ég skipti yfir á HTPC, sem er eins tengt, þ.e.a.s. með HDMI snúru úr HTPC í magnarann, og þegar ég ýti á Info, þá sýnir magnarinn að hann sé að fá L/R, center, bassabox sem og bakhátalarana.
Getur það verið að þetta sé bara sent í steríó?
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af hagur »

Já. Nema hugsanlega þegar þú ert að horfa á HD útsendingu á HD rás, þá gæti ég trúað að það sé sent út í Dolby/DTS 5.1 - eða jafnvel bara stereo líka.
Skjámynd

gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af gRIMwORLD »

Mig minnir að ég noti bara upmix á mínum magnara, ss bara stereo ef ég hef direct input. Þannig að já mögulega er hljóðið bara sent í stereo enn sem komið er. Gæti samt farið eftir hvað er í gangi hverju sinni.
Einhver frá Vodafone hérna sem getur svarað þessu?
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage

Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Staða: Ótengdur

Re: Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af kjarrig »

hagur skrifaði:Já. Nema hugsanlega þegar þú ert að horfa á HD útsendingu á HD rás, þá gæti ég trúað að það sé sent út í Dolby/DTS 5.1 - eða jafnvel bara stereo líka.
Kemur alltaf bara steríó.

Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Staða: Ótengdur

Re: Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af kjarrig »

gRIMwORLD skrifaði:Mig minnir að ég noti bara upmix á mínum magnara, ss bara stereo ef ég hef direct input. Þannig að já mögulega er hljóðið bara sent í stereo enn sem komið er. Gæti samt farið eftir hvað er í gangi hverju sinni.
Einhver frá Vodafone hérna sem getur svarað þessu?
Magnarinn hjá mér upmix-ar þetta, finnst þetta samt hálf asnalegt. Þegar ég nota OZ-appið og tengi spjaldtölvuna með HDMI kapli í gegnum magnarann, þá segir Info mér það að magnarinn sé að fá 5 hljóðrásir inn.

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af JReykdal »

Ættir að geta fengið 5.1 út um optical tengið á vodafone afruglurum á RÚV HD amk.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af Sallarólegur »

Pottþétt bara í stereó, nema í einhverjum undantekningartilfellum.
Myndlykillinn býður þó upp á 5.1, t.d. í HD myndum á leigunni.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af Dagur »

8. desember 1992 | Innlendar fréttir | 100 orð
Sjónvarpið kynnir ný yrðið víðóm
Sjónvarpið kynnir ný yrðið víðóm VÍÐÓMA, tvíóma og einóma eru nýyrði í íslensku sem Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur kynnt landsmönnum að undanförnu.

Sjónvarpið kynnir ný yrðið víðóm

VÍÐÓMA, tvíóma og einóma eru nýyrði í íslensku sem Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur kynnt landsmönnum að undanförnu.

Að sögn Harðar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra RUV urði þessi nýyrði til í umræðu innan stofnunarinnar um íslensk heiti yfir stereó, dúó og mónó þegar tilraunir hófust með víðóma útsendingar í sjónvarpi. Starfsmenn lögðu fram tillögur, sem síðan var farið yfir og þessi varð niðurstaðan. "Við erum að kanna hvort þessi orð geti fest sig í sessi," sagði hann. "Fyrst var stereó kallað tvírása en það þótti ekki gott og síðan var rætt um víðhljómsútsendingu en þessi varð niðurstaðan."

Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Staða: Ótengdur

Re: Hljóð úr Vodafone afruglara

Póstur af kjarrig »

Af einhverjum ástæðum, þá datt inn hjá mér Eurosport HD, og þar segir info mér það að hljóðið komi úr öllum hljóðrásum, en svo er á Eurosport HD2, þá er það bara hægri/vinstri hljóðrás, eins og á öllum öðrum stöðvum.
Svo finnst mér orðið víðóma ætti að vera islenska orðið fyrir surround í stað steríó.
Svara