Kominn tími á góða uppfærslu

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Jæja, ég held að það sé bara kominn tími á eina góða uppfærslu á núverandi vél. Ég hef verið að lenda í því núna í langan tíma að ef það reynir eitthvað vel á skjákortið (ATI HD5850) þá fer það að hvæsa og viftan á því hljómar uppgefin svo ég held að það sé lítið hægt að gera annað en að kaupa nýtt skjákort, kannski bæta líka við minnið og setja svo loksins SSD disk í kassann svona í leiðinni 8-[ Núverandi tölva er með eftirfarandi vélbúnað:

Móðurborð: Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P
Örgjörvi: AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz
Minni: 4gb Corsair DDR3 @1600mhz
Skjákort: ATI Radeon HD5850
Stýrikerfisdiskur: Seagate Barracuda 500gb
Örgjörvakæling: TT Big Typhoon
Aflgjafi: 700W Tagan BZ

Og það sem mig langar að setja í þessa vél er:

Stýrikerfisdiskur: 250gb+ SSD diskur, líst vel á Samsung 840 EVO
Skjákort: minnst 2gb, er að spá í Gigabyte NVIDIA GeForce GTX760 OC 2GB
- Eitthvað vit í að taka frekar Gigabyte HD7850OC 2GB? Það er aðeins ódýrara og mér sýnist GTX kortið vera með betri specca, samt erfitt að bera saman
Minni: líst vel á Corsair 1600MHz 8GB (2x4GB) Vengeance Low Profile
- Er með nánast sömu tegund nú þegar, þetta verður að vera low profile til að það komist fyrir útaf núverandi örgjörvakælingu
- Fer þá uppí 12gb, væri samt alveg til í að fara uppí alls 16gb (móðurborðið styður ekki meira) en er það ekki overkill? Svo vil ég líka helst nýta það sem ég er með nú þegar

Er ég með nógu góðann aflgjafa fyrir svona uppfærslu? Alveg tilbúinn að skoða einn nýjan þar líka, er samt að reyna að hafa þetta undir 100þús. Get samt alveg leyft mér að fara aðeins yfir það.

Svo hef ég smá áhyggjur af kassanum mínum (Cooler Master Stacker) og loftflæðinu í honum. Málið er að þegar ég var með fyrsta móðurborðið í kassanum þá var ég bara með eitt harðdiskabox að framan (svona 4 in 3 box) ásamt 120mm viftu sem tók loft inn og svo var önnur 120mm vifta að aftan sem kom loftinu svo út aftur og þá sá ég aldrei neitt ryk safnast í blöðunum á örgjörvakælingunni enda loftflæðið gott. En svo skipti ég um móðurborð og bætti við öðru svona diskaboxi svo núna taka tvær viftur loft inn en bara ein skilar því út aftur, að vísu er ein 80mm á toppnum en hún er lengst fyrir ofan allt tómarúmið í kassanum þar sem mesta loftflæðið er svo ég efast um að hún geri mikið gagn, og núna þarf ekki að líða langur tími þar til örgjörvakælingin er búin að safna ryki. Þarf því ekki pottþétt að bæta viftu þarna að aftan til að jafna loftflæðið í gegn? Samt ekki beint mikið pláss, amk. ekkert pláss fyrir aðra 120mm viftu neinstaðar að aftan, þyrfti eiginlega bara að koma tveimur litlum viftum fyrir neðst í kassanum (þar sem aukaplássið fyrir aflgjafa er), myndi það virka? :-k
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af Daz »

Varðandi vifturnar, þá hef ég lesið að það sé mælt með (í það minnsta ef maður er að reyna að minnka hávaða) að stefna að "negative pressure" s.s. meira loft dregið út en er ýtt inn.
Varðandi rykið, myndi ég ekki halda að það sé tengt viftumálinu, frekar að þig vanti rykfiltera á inntaksgötin á kassanum.

Varðandi skjákortið, afhverju viltu 2GB skjákort? Ertu að fara að keyra 2 skjái í hárri upplausn?
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af trausti164 »

760 er á við 7950 þannig að nei, það er ekkert vit í að taka 7850. Annars er bara best að fá sér i5, eitthvað solid mATX móðurborð og 350d kassa, mikið fyrir lítið.
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Daz skrifaði:Varðandi vifturnar, þá hef ég lesið að það sé mælt með (í það minnsta ef maður er að reyna að minnka hávaða) að stefna að "negative pressure" s.s. meira loft dregið út en er ýtt inn.
Varðandi rykið, myndi ég ekki halda að það sé tengt viftumálinu, frekar að þig vanti rykfiltera á inntaksgötin á kassanum.
Nei, það er einmitt ekki málið, er með ryksíur alveg niður alla framhliðina og það safnast reglulega örþunnt lag af ryki framaná kassann aðallega þar sem inntaksvifturnar eru svo ég efast um að rykið sé að komast þar inn. En er ekki málið að skella tveim litlum viftum bara neðst að aftan þá til þess að laga þetta "negative pressure"?
Daz skrifaði:Varðandi skjákortið, afhverju viltu 2GB skjákort? Ertu að fara að keyra 2 skjái í hárri upplausn?
Nei, alls ekki, vil bara geta spilað nýja leiki léttilega, spila að vísu mjög lítið af leikjum en er samt ekki betra að hafa meira en 1gb ef ég vil prófa t.d. Battlefield eða jafnvel GTA 5 þegar hann kemur út? Ég er að nota 55" LCD sjónvarp sem tölvuskjá, þarf þá ekki gott skjákort til að höndla hann?
trausti164 skrifaði:760 er á við 7950 þannig að nei, það er ekkert vit í að taka 7850. Annars er bara best að fá sér i5, eitthvað solid mATX móðurborð og 350d kassa, mikið fyrir lítið.
Já, ég fer kannski í i5 þegar ég set saman nýja tölvu seinna, er nú þegar með góðann kassa tilbúinn fyrir það (Cooler Master Haf X).
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af I-JohnMatrix-I »

Daz skrifaði:Varðandi vifturnar, þá hef ég lesið að það sé mælt með (í það minnsta ef maður er að reyna að minnka hávaða) að stefna að "negative pressure" s.s. meira loft dregið út en er ýtt inn.
Varðandi rykið, myndi ég ekki halda að það sé tengt viftumálinu, frekar að þig vanti rykfiltera á inntaksgötin á kassanum.

Varðandi skjákortið, afhverju viltu 2GB skjákort? Ertu að fara að keyra 2 skjái í hárri upplausn?
Nýjustu leikirnir eru farnir að nota meira en 2gb video ram á 1080p í einum skjá. Þannig ég myndi allavega skoða 7950 kortin þar sem þau hafa 3gb vram og mjög gott price/performance ratio.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af Daz »

I-JohnMatrix-I skrifaði:
Daz skrifaði:Varðandi vifturnar, þá hef ég lesið að það sé mælt með (í það minnsta ef maður er að reyna að minnka hávaða) að stefna að "negative pressure" s.s. meira loft dregið út en er ýtt inn.
Varðandi rykið, myndi ég ekki halda að það sé tengt viftumálinu, frekar að þig vanti rykfiltera á inntaksgötin á kassanum.

Varðandi skjákortið, afhverju viltu 2GB skjákort? Ertu að fara að keyra 2 skjái í hárri upplausn?
Nýjustu leikirnir eru farnir að nota meira en 2gb video ram á 1080p í einum skjá. Þannig ég myndi allavega skoða 7950 kortin þar sem þau hafa 3gb vram og mjög gott price/performance ratio.
Þá ertu líklega farinn að setja í mjög háar stillingar með öll önnur gæði en upplausn, sem er líklega ekki hægt með þennan örgjörva. Meira future proof, en líklega verið að eyða peningum í gæði sem skila sér ekki miðað við restina af setupinu.
(Varðandi 55" sjónvarp, þá skiptir tommufjöldin ekki öllu máli, heldur upplausnin. Þarft jafngott kort til að keyra í 1080p hvort sem það er 24" skjár eða 55" sjónvarp).

Varðandi "negative pressure" þá skiptir viftufjöldinn ekki öllu máli, heldur loftflæðið. Ein 120mm vifta skilar líklega meira loftflæði en 2x 80mm viftur og gæti því jafnvel keyrt hægar og hljóðlátar. En þú verður augljóslega að vinna útfrá þeim götum sem þú ert með á kassanum þínum.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Daz skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:
Daz skrifaði:Varðandi vifturnar, þá hef ég lesið að það sé mælt með (í það minnsta ef maður er að reyna að minnka hávaða) að stefna að "negative pressure" s.s. meira loft dregið út en er ýtt inn.
Varðandi rykið, myndi ég ekki halda að það sé tengt viftumálinu, frekar að þig vanti rykfiltera á inntaksgötin á kassanum.

Varðandi skjákortið, afhverju viltu 2GB skjákort? Ertu að fara að keyra 2 skjái í hárri upplausn?
Nýjustu leikirnir eru farnir að nota meira en 2gb video ram á 1080p í einum skjá. Þannig ég myndi allavega skoða 7950 kortin þar sem þau hafa 3gb vram og mjög gott price/performance ratio.
Þá ertu líklega farinn að setja í mjög háar stillingar með öll önnur gæði en upplausn, sem er líklega ekki hægt með þennan örgjörva. Meira future proof, en líklega verið að eyða peningum í gæði sem skila sér ekki miðað við restina af setupinu.
Ertu þá að segja að ég ætti frekar að fá mér skjákort með 3gb minni og að örgjörvinn verði svo flöskuháls þannig að ég þurfi líka að fá mér betri örgjörva? Ég vil nú forðast það að þurfa að kaupa næstum því allt nýtt þegar ég vil bara aðeins bæta hana.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af Daz »

DoofuZ skrifaði:
Ertu þá að segja að ég ætti frekar að fá mér skjákort með 3gb minni og að örgjörvinn verði svo flöskuháls þannig að ég þurfi líka að fá mér betri örgjörva? Ég vil nú forðast það að þurfa að kaupa næstum því allt nýtt þegar ég vil bara aðeins bæta hana.
Það verður alltaf flöskuháls einhverstaðar. Spurning hversu miklum pening þú ert tilbúinn að eyða í hlut sem er vitlausu megin við flöskuhálsinn. Nákvæmlega hvað er "of gott" osfrv hef ég ekki hugmynd um, bara að leikir þar sem mögulega 1 GB, örugglega 2 GB, af skjákortsminni eru ekki nóg eru líka orðnir of þungir fyrir örgjörvann þinn. Ef verðmunurinn milli 1GB og 2GB korts er ekki mikil er þetta svosem ekki stór spurning.
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af Xovius »

Svo má nú svosem nefna að skjákortsminni er alls ekki eini factorinn þegar það kemur að vali á skjákorti...
En aflgjafinn þinn ætti að höndla næstum hvað sem er sem þú ert að fara að henda í hann, 700W duga fyrir flestu. Örgjörvinn er hinsvegar orðinn hálf úreltur og mun alltaf vera flöskuháls ef þú ætlar að spila einhverja nútímaleiki þó að skjákortið skipti vissulega meira máli.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Andskotinn, var farinn að spá í nýjum örgjörva líka en komst svo að því að móðurborðið mitt styður mest bara AM3 Phenom X6 örgjörva og það er mjög lítið af AM3 örgjörvum í öllum búðunum, flestir eru meira að selja AM3+ :| Einhver hér sem á betri AM3 örgjörva en ég er með sem myndi passa með öllu öðru sem ég ætla að setja í vélina og er til í að selja hann? Myndi þá helst vilja X6 týpuna. Vil alls ekki ganga svo langt að kaupa nýtt móðurborð, vil geta haldið áfram að nota þessa tölvu og ætla ekki að kaupa nýtt móðurborð og með því fyrr en ég fer að setja saman næstu tölvu.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af Xovius »

DoofuZ skrifaði:Andskotinn, var farinn að spá í nýjum örgjörva líka en komst svo að því að móðurborðið mitt styður mest bara AM3 Phenom X6 örgjörva og það er mjög lítið af AM3 örgjörvum í öllum búðunum, flestir eru meira að selja AM3+ :| Einhver hér sem á betri AM3 örgjörva en ég er með sem myndi passa með öllu öðru sem ég ætla að setja í vélina og er til í að selja hann? Myndi þá helst vilja X6 týpuna. Vil alls ekki ganga svo langt að kaupa nýtt móðurborð, vil geta haldið áfram að nota þessa tölvu og ætla ekki að kaupa nýtt móðurborð og með því fyrr en ég fer að setja saman næstu tölvu.
Er ekki bara málið að byrja að skella saman næstu tölvu? :D
Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af FreyrGauti »

Tæki 7950, það er þá skjákort sem þú gætir notað áfram næst þegar að þú uppfærir örgjörva og móðurborð.
Aflgjafinn er í góðu lagi, ólíklegt að þú munir þurfa uppfæra hann.
Varðandi vifturnar, negative air pressure er mun verra upp á ryksöfnun inni í kassanum, kassinn er þá byrjaður að sjúga loft inn í sig inn um allar rifur, sama hvort það sér ryksía á þeim eða ekki.
Possitive air pressure og dust filter á inntaks viftunum er besta leiðin upp á að minnka ryk inni í kassanum.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Jæja, síðustu helgi kom upp smá vandamál með skjákortið, Windows lamaðist, ég var bara að skipta yfirá annan notanda en fékk þá svartann skjá á sjónvarpinu með bendilinn í miðjunni í stað þess að loggast inn sem hinn notandinn og sama hvað ég reyndi þá sýndi tölvan engin viðbrögð. Það var ekki fyrr en ég loggaði mig inná hana frá annari í gegnum LogMeIn að ég gat gert eitthvað en þá gat ég bara loggað mig inn sem hinn notandinn en komst aldrei aftur inná hana sem ég, fékk bara timeout á LogMeIn, svo ég neyddist til að slökkva á henni :|

Ég prófaði að vísu að setja hana fyrst í hibernate, tók skjákortið úr, tók það í sundur, skipti um kælikrem, setti það saman og aftur i tölvuna en það lagaði ekkert svo ég slökkti á endanum alveg á tölvunni. En eftir það þá gat ég notað hana eðlilega aftur nema viftan á skjákortinu hélt áfram að væla svo ég prófaði að taka hana úr sambandi sem virkaði svosem ágætlega nema núna er idle hitastigið á kortinu um 85 gráður 8-[

Þannig að málið er s.s. að ég þarf greinilega að skipta um skjákort, það er lítið hægt að laga þetta, nema kannski með því að skipta um kælingu en ég geri það kannski seinna og set það þá í aðra vél. Núna vil ég bara finna annað skjákort fyrir þessa tölvu, en hvaða kort ætti ég að fá mér? Get ég sett 2GB skjákort í hana án þess að mynda einhvern flöskuháls einhverstaðar eins og t.d. í örgjörvanum? Hvað mynduð þið ráðleggja mér að kaupa til að uppfæra þessa tölvu eins vel og hægt er miðað við það að ég get ekki fengið mikið betri örgjörva og þá án þess að það myndist flöskuháls þar?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af Daz »

"Of gott" skjákort myndar ekki flöskuháls að því leitinu til að eitthvað annað versni, bara að aflið á skjákortinu gæti verið meira en þú getur nýtt þér. S.s. eyðir pening í nýjan hlut sem þú getur ekki notað 100% nema að uppfæra eitthvað annað líka, fyrir meiri pening. Osfrv.

Hvað viltu eyða miklu í skjákort og ertu búinn að gera tilboð í skjákortin sem eru til sölu hérna á vaktinni? Held að það séu oftast bestu kaupin að kaupa notað skjákort í "eldri" tölvu.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Ég er alveg tilbúinn að eyða smá í þetta, vil bara vita hvað er best að kaupa til að uppfæra tölvuna sem mest. Ég get alveg keypt SSD disk, það myndast enginn flöskuháls bara við það að setja einn svoleiðis í tölvuna eins og hún er núna eða hvað? Hvað svo með minnið, get ég ekki líka bætt aðeins við það? Og svo bara 1GB skjákort? :-k

Ætla svo líklega öðru hvoru meginn við áramótin að versla í nýja tölvu og kaupa þá einhverja ofurvél, en þangað til vil ég geta notað þessa áfram og svo mun hún verða notuð að mestu leyti sem server þegar nýja vélin verður komin. En ég vil samt geta notað hana líka eitthvað smá til að spila einhverja leiki, sérstaklega ef einhver kemur í heimsókn og vill taka lotu í COD eða eitthvað :8)
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Hvað segiði, get ég uppfært eitthvað í tölvunni? Býðst að kaupa 2,5 ára MSI N550GTX-Ti Cyclone OC GeForce GTX 550 Ti kort sem mér skilst að ætti að virka vel með núverandi vélbúnaði, er það rétt? Hvað ætti ég að borga fyrir það ef svo er?

Var svo að vísu líka búinn að fá tilboð á EVGA 670FTW en er það ekki alltof öflugt fyrir þessa vél?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af MrSparklez »

DoofuZ skrifaði:Hvað segiði, get ég uppfært eitthvað í tölvunni? Býðst að kaupa 2,5 ára MSI N550GTX-Ti Cyclone OC GeForce GTX 550 Ti kort sem mér skilst að ætti að virka vel með núverandi vélbúnaði, er það rétt? Hvað ætti ég að borga fyrir það ef svo er?

Var svo að vísu líka búinn að fá tilboð á EVGA 670FTW en er það ekki alltof öflugt fyrir þessa vél?
Mæli alls ekki með að kaupa gtx 550 ti það yrði enginn uppfærsla fyrir þig, taktu frekar 670 kortið en ef þú ert að borga 36-7 þúsund fyrir það þá mæli ég frekar með því að kaupa bara nýtt gtx 760 (gtx 670 og 760 er í raunninni sama kortið) þar sem að það kostar ódýrast 42 þúsund hjá start og þú færð fulla 2 ára ábyrgð í stðinn fyrir litla sem enga á gtx 670. Hvernig ertu annars með minnið configurað ? 1x4 eða 2x2 ? Í staðinn fyrir að kaupa nýjann 2x4 gb pakka afhverju ekki frekar að kaupa bara 1x4 eða 2x2 gb pakka ? Geturu svo ekki líka overclockað örgjörvann eitthvað, ef þú kemur honum uppí 3.8-9 ghz þá þarftu held ég ekkert að fara að uppfæra hann strax.
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af MuGGz »

Ég var að versla MSI 760 TF kort í gær hjá att 42.750

Mjög sáttur, heyrist ekkert í því og keyrir kalt
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Jæææja, svoldið langt síðan ég byrjaði að spá í þetta og nú er loksins komið að þessu, langar að versla mér þessa uppfærslu helst núna strax eftir helgi, en á bara endanlega eftir að ákveða hvað verður keypt til að lífga aðeins uppá þessia vél. Er GTX 760 s.s. málið? Hélt að GTX 670 væri betra, fannst eins og ég hefði lesið það einhverstaðar, en sé núna ekki betur en að í öllum samanburði á þeim tvem komi 760 týpan betur út. En hvað með 670 FTW? Er það ekki einhver aðeins öflugri útgáfa af 670 kortinu? Er það betra en 760? Samt kannski best að taka bara 760 þar sem það gæti líklega tekið tíma að finna 670 kort og svo er ég líka meira fyrir að kaupa hluti nýja frekar en notaða, þó það kosti aðeins meira 8-[

Hvað svo með minið? Ég er með 2 x 2gb núna sem eru í minnisraufum 3 og 4 en ekki í 1 og 3 eða 2 og 4 svo ég er ekki að nýta dual channel, það er vegna þess að ég er með svoldið plássfreka örgjörvakælingu og svo eru minnin aðeins hærri vegna kæliplatna sem eru utaná þeim þannig að hvorugur kubburinn kemst fyrir í rauf 1 eða 2 sem eru næst örgjörvanum. Ef ég fæ mér tvö minni í viðbót þá verð ég að sjálfsögðu að kaupa low profile svo þau komist fyrir í raufum 1 og 2 en væri ekki skynsamlegra að kaupa bara aðeins stærra minni, taka gömlu minnin úr og setja nýju minnin í raufar 1 og 3 eða 2 og 4 svo ég geti nýtt dual channel? Gæti svosem líka bara fundið aðra kælingu fyrir örgjörvann :-k
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

*BÖMP* 8-[ Hvað segiði? Hvað er best að gera við þessa gömlu vél?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af Hnykill »

Uppfærðu draslið.. að kaupa 1-2 hluti bara til að ílengja dauðanum er ekkert sniðugt.. það er kominn tími á nýja vél.. finnst þér það ekki bara líka ?
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af MrSparklez »

Ódýrast væri að kaupa bara 2x2 gb af vinsluminni sem er með sama hraða og cas latency og þitt gamla, varðandi skjákortið myndi ég segja að EVGA Gtx 760 væri best fyrir peninginn akkúratt núna, það fæst hjá Att og er á útsölu núna. Þetta ætti að duga í smá tíma en þá þyrftir þú að uppfæra örgjörvann og móðurborðið, best fyrir peninginn þar að mínu mati er AMD fx 8320 og ASRock Extreme 3.

:happy
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af DoofuZ »

Hnykill skrifaði:Uppfærðu draslið.. að kaupa 1-2 hluti bara til að ílengja dauðanum er ekkert sniðugt.. það er kominn tími á nýja vél.. finnst þér það ekki bara líka ?
Ég gleymdi greinilega að taka það aðeins skýrar fram að ég ætla að kaupa alvöru mulningsvél fljótlega svo svona svör eru vinsamlegast afþökkuð =; En samt sem áður vil ég bæta þessa aðeins í leiðinni þar sem nýja vélin mun að mestu vera notuð í tölvuleikjaspilun og til að spila kvikmyndir og þess háttar í alvöru gæðum án vandræða á meðan þessi gamla góða verður notuð að mestu sem vinnuvél/server og til að spila 1 vs 1 í COD eða einhverju svoleiðis við gesti sem kíkja í heimsókn :8)
MrSparklez skrifaði:Ódýrast væri að kaupa bara 2x2 gb af vinsluminni sem er með sama hraða og cas latency og þitt gamla, varðandi skjákortið myndi ég segja að EVGA Gtx 760 væri best fyrir peninginn akkúratt núna, það fæst hjá Att og er á útsölu núna.
Ok, held ég sé pottþétt að fara að kaupa skjákortið og að sjálfsögðu mun ég kaupa minni með sama hraða og cas latency og það sem ég er með svo lengi sem ég er að bæta við en ekki skipta út minninu, en er ekki betra að geta nýtt dual channel frekar en að vera með tvö sett af minnum þar sem hvorugt settið er að nýta þann fídus? Flestar síður sem ég hef fundið með umræðu um þetta og einhver almennileg svör segja að það sé smá munur og margir nefna 20-30% mun, einhver hér sem hefur athugað muninn sjálfur?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af Hnykill »

Það virðist vera sama hvað maður kaupir.. þetta er úrelt eftir 2-3 ár.. gjörsamlega.

Fáðu þér i5 4670K + móðurborð og 8GB minni.. og Geforce GTX 770 4096MB og þú ert góður í 2-3 ár allavega ;)

Og auðvitað eftir að ég fékk mér 144 Hz skjá.. og setti inn Loghtboost forritið.. þá get ég ekki annað en mælt með sama skjá en ég er með.. að eyða 60+ þús kall í skjákort sem rífur allt í sig og spila á 60 Hz skjá er bara rugl fyrir mér... það virkar bara ekkert þannig !

Fjárfesta í góðum skjá líka strákar ! ...virðist sitja á hakanum hjá mörgum ykkar :/ ...mér finnst þið vera taka upplausn yfir respone time.. 1920 X 1080 með 120Hz ! ...þið talið oft um að spara ekkert í aflgjafakaupum.. kaupið ykkur á yfir 100 þús kr skjákort og spilið í 60 Hz ? úff hvað þið eruð að missa af miklu.

En ef þið fjárfestið í 120/144 Hz skjá.. ekki gleyma að setja inn "Lightboost" forritið.. það eyðir öllu Trail/shadow niður í gjörsamlega 0.. prófar þetta og þú spilar ekki á 60 Hz shitti eftir það :)
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Skjámynd

IceThaw
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Mán 07. Maí 2012 20:43
Staðsetning: Vesturland
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Póstur af IceThaw »

Ef þú ætlar að kaupa "mulningsvél" rétt fyrir/eftir áramót og nota svo skjákortið+ssd sem þú ætlar að kaupa núna í hana, ekki kaupa það þá eftir núverandi vél, skítt með flöskuháls varðandi skjákortið því næsta vél myndi nota það 100% Kaupir bara góðan ssd og gott skjákort, til að gefa smá hugmynd http://www.videocardbenchmark.net/high_end_gpus.html" onclick="window.open(this.href);return false; sérð hérna hvað þau eru að skora. Varðandi minnin, myndir væntanlega ekki nota þau í næstu vél svo þú kaupir bara 2 önnur með sama hraða/latency eins og áður var sagt og þú ert góður í bili. Ef þú ætlar ekki að nota skjákortið/ssd í næstu vél þá mæli ég með notuðu skjákorti í þessa vél á góðu verði og láta það duga fyrst hitt kortið er að klikka, hrikalegt hvað þetta tölvudót er fljótt að verða úrelt.
Svara