
Móðurborð: Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P
Örgjörvi: AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz
Minni: 4gb Corsair DDR3 @1600mhz
Skjákort: ATI Radeon HD5850
Stýrikerfisdiskur: Seagate Barracuda 500gb
Örgjörvakæling: TT Big Typhoon
Aflgjafi: 700W Tagan BZ
Og það sem mig langar að setja í þessa vél er:
Stýrikerfisdiskur: 250gb+ SSD diskur, líst vel á Samsung 840 EVO
Skjákort: minnst 2gb, er að spá í Gigabyte NVIDIA GeForce GTX760 OC 2GB
- Eitthvað vit í að taka frekar Gigabyte HD7850OC 2GB? Það er aðeins ódýrara og mér sýnist GTX kortið vera með betri specca, samt erfitt að bera saman
Minni: líst vel á Corsair 1600MHz 8GB (2x4GB) Vengeance Low Profile
- Er með nánast sömu tegund nú þegar, þetta verður að vera low profile til að það komist fyrir útaf núverandi örgjörvakælingu
- Fer þá uppí 12gb, væri samt alveg til í að fara uppí alls 16gb (móðurborðið styður ekki meira) en er það ekki overkill? Svo vil ég líka helst nýta það sem ég er með nú þegar
Er ég með nógu góðann aflgjafa fyrir svona uppfærslu? Alveg tilbúinn að skoða einn nýjan þar líka, er samt að reyna að hafa þetta undir 100þús. Get samt alveg leyft mér að fara aðeins yfir það.
Svo hef ég smá áhyggjur af kassanum mínum (Cooler Master Stacker) og loftflæðinu í honum. Málið er að þegar ég var með fyrsta móðurborðið í kassanum þá var ég bara með eitt harðdiskabox að framan (svona 4 in 3 box) ásamt 120mm viftu sem tók loft inn og svo var önnur 120mm vifta að aftan sem kom loftinu svo út aftur og þá sá ég aldrei neitt ryk safnast í blöðunum á örgjörvakælingunni enda loftflæðið gott. En svo skipti ég um móðurborð og bætti við öðru svona diskaboxi svo núna taka tvær viftur loft inn en bara ein skilar því út aftur, að vísu er ein 80mm á toppnum en hún er lengst fyrir ofan allt tómarúmið í kassanum þar sem mesta loftflæðið er svo ég efast um að hún geri mikið gagn, og núna þarf ekki að líða langur tími þar til örgjörvakælingin er búin að safna ryki. Þarf því ekki pottþétt að bæta viftu þarna að aftan til að jafna loftflæðið í gegn? Samt ekki beint mikið pláss, amk. ekkert pláss fyrir aðra 120mm viftu neinstaðar að aftan, þyrfti eiginlega bara að koma tveimur litlum viftum fyrir neðst í kassanum (þar sem aukaplássið fyrir aflgjafa er), myndi það virka?
