Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Nú er ég alveg stumped. Var að fá ljósleiðara hjá Vodafone og er með Zhone routerinn. Ég náði rúmlega 90/90 Mbit/sek með cat5 í routerinn en þegar ég tengist með þráðlausa netinu í tæplega þriggja metra fjarlægð þá næ ég hins vegar ekki nema ca. 30-45 Mbit/sek upp og ca 15 Mbit/sek niður. Ég er búinn að prófa mismunandi rásir á routernum (þ.á m. nota Wifi analyzer til að finna þá sem er "fríust"), stilla hann á 20 Mhz og 40 Mhz, stilla hann bara á wireless n en líka á b/g/n en ekkert af þessu hefur áhrif á hraðann.
Hvað í ósköpunum get ég gert til að bæta niðurhalshraðann í gegnum þráðlausa netið?
Hvað í ósköpunum get ég gert til að bæta niðurhalshraðann í gegnum þráðlausa netið?
Last edited by Jonsk on Fös 02. Ágú 2013 15:57, edited 1 time in total.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Talsvert hægara upphal en niðurhal í ljósleiðaratengingu
Allt verður að ganga á 802.11n ekki a,b eða g...
g er takmarkað við 54Mbs skv. http://en.wikipedia.org/wiki/Comparison ... _standards" onclick="window.open(this.href);return false;
g er takmarkað við 54Mbs skv. http://en.wikipedia.org/wiki/Comparison ... _standards" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Talsvert hægara upphal en niðurhal í ljósleiðaratengingu
Þó ég sé með stillt á 802.11 n only þá næ ég samt ekki nema 15 Mb/sek niður, en það er hvort eð er langt innan 54 Mb/sek þannig að það ætti væntanlega ekki að vera það sem takmarkar.
Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Breytti titlinu, smá heilaskita hjá mér í gærkvöldi en ég veit að upphal verður yfirleitt hægara en niðurhal. En hjá mér er það öfugt.
Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Ef ég man það rétt þá er hefðbundna lausnin við þessu að resetta allar stillingar með reset takkanum og prófa að slökkva á WPA2 og setja á WEP.
Þetta hefur að sjálfsögðu aldrei virkað í þeim tilfellum sem ég lendi í svona og ég þurfti að skipta routerum út ~3x á vikunum sem fylgdu
því að elskulegi NBG420N routerinn minn frá þeim dó.
Þú mátt samt ekki útiloka fartölvuna sem sökudólginn strax, fáðu fartölvu hjá einhverjum sem nær >45Mb/s heima hjá sér til að bilanagreina.
Þetta hefur að sjálfsögðu aldrei virkað í þeim tilfellum sem ég lendi í svona og ég þurfti að skipta routerum út ~3x á vikunum sem fylgdu
því að elskulegi NBG420N routerinn minn frá þeim dó.
Þú mátt samt ekki útiloka fartölvuna sem sökudólginn strax, fáðu fartölvu hjá einhverjum sem nær >45Mb/s heima hjá sér til að bilanagreina.
Modus ponens
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Prufaðu aðra tölvu. Jafnvel 2-3.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Myndi giska á að vandamálið liggi í þráðlausa. Ertu búinn að prófa að læsa routernum á N?
Lenti í því með fartölvuna mína að vera bara að fá 20/20 á 100Mb ljósi, svo þegar ég læsti routernum á N datt hún alveg út. Sagði mér að hún var bara á 802.11G
Lenti í því með fartölvuna mína að vera bara að fá 20/20 á 100Mb ljósi, svo þegar ég læsti routernum á N datt hún alveg út. Sagði mér að hún var bara á 802.11G
Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Svipað hjá mér þegar ég tengist á 2.4Ghz. 5Ghz breytir öllu, 90/90, veit ekki hvort Zhone styður 5Ghz.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Ég er búinn að prófa að læsa routerinn á n, það var ekkert vandamál að tengjast netinu en hraðinn jókst ekkert. Eftir því sem ég best veit styður Zhone ekki 5 Ghz svo að það er ekki valmöguleiki.
Ég ætla að skila Vodafone þessum router og sjá til hvort að annað eintak komi betur út.
Ég ætla að skila Vodafone þessum router og sjá til hvort að annað eintak komi betur út.
Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Athugaðu samt fyrst hvort að WLAN adapterinn sé nokkuð stilltur á e-ð power saving, sérð það í Power Options, Advanced Settings, Wireless Adapter Settings.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Re: Talsvert hægara niðurhal en upphal í ljósleiðaratengingu
Góður punktur, hafði ekki skoðað það. Fór nú samt og skipti út router og dl hraðinn fór við það upp í 30 Mb/sek. Held ég láti það duga.