Ég bjó til einn svona með Arduino Mega 2560 R3, en mér finnst díóðurnar vera frekar daufar. Af hverju gætu þær verið svo dimmar? Eru það díóðurnar eða borðið?
ertu bara að keyra þær á 5v úr arduino? ef svo þá held ég að straumurinn sé ekki nægur fyrir svona margar perur, þarft annan power source( þó ég viti ekki specs á þeim)
Ef þú ert að nota spennuna beint úr arduino gæti það útsýrt þetta, þar sem spennan er held ég bara 5V. Hægt að laga það með því að hanna þetta með utanaðkomandi power, t.d. 9V batteríi. Getur líka gerst ef þú ert með of hátt viðnám. Prófaðu að lækka viðnámið fyrst.
Domnix skrifaði:Ef þú ert að nota spennuna beint úr arduino gæti það útsýrt þetta, þar sem spennan er held ég bara 5V. Hægt að laga það með því að hanna þetta með utanaðkomandi power, t.d. 9V batteríi. Getur líka gerst ef þú ert með of hátt viðnám. Prófaðu að lækka viðnámið fyrst.
Jónas Þór skrifaði:ertu bara að keyra þær á 5v úr arduino? ef svo þá held ég að straumurinn sé ekki nægur fyrir svona margar perur, þarft annan power source( þó ég viti ekki specs á þeim)
Ég keyri þær á þeim voltum sem pinnarnir geta gefið frá sér
Jónas Þór skrifaði:ertu bara að keyra þær á 5v úr arduino? ef svo þá held ég að straumurinn sé ekki nægur fyrir svona margar perur, þarft annan power source( þó ég viti ekki specs á þeim)
Ég keyri þær á þeim voltum sem pinnarnir geta gefið frá sér
Hann er að segja að straumurinn á pinnunum sé hugsanlega það lítill að díóðurnar verði ekki nógu bjartar (það á samt að þurfa lítinn straum til að láta "venjulegar" díóður skína).
En það sem hann er að tala um er að nota utanaðkomandi straum til að keyra díóðurnar en stjórna þeim með Arduinonum. Þú gerir það með transistor.
Jónas Þór skrifaði:ertu bara að keyra þær á 5v úr arduino? ef svo þá held ég að straumurinn sé ekki nægur fyrir svona margar perur, þarft annan power source( þó ég viti ekki specs á þeim)
Ég keyri þær á þeim voltum sem pinnarnir geta gefið frá sér
Hann er að segja að straumurinn á pinnunum sé hugsanlega það lítill að díóðurnar verði ekki nógu bjartar (það á samt að þurfa lítinn straum til að láta "venjulegar" díóður skína).
En það sem hann er að tala um er að nota utanaðkomandi straum til að keyra díóðurnar en stjórna þeim með Arduinonum. Þú gerir það með transistor.
Falleg og auðveld útfærsla En já það að hækka spennuna er í raun bara það sama og lækka viðnámið til að fá hærri straum gegnum perurnar. Vissulega þurfa díóður lítinn straum og straumurinn beint út frá Arduino ætti að meira en duga. Prófaðu bara að stinga díóðunni á milli tveggja tengja og setja annað í high og hitt í low. Prófaðu svo að taka mismunandi viðnám og sjáðu hversu mikið birtan frá perunni lækkar. Veldu síðan það viðnám sem þér finnst henta best.