Hátlarasnúrur

Svara
Skjámynd

Höfundur
svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Hátlarasnúrur

Póstur af svanur08 »

Hvar er best að kaupa hágæða svoleiðis ?
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af hagur »

Miðbæjarradíó á þetta til í öllum stærðum, gerðum og litum ... Íhlutir líka.

Svo fæst þetta í Elko, Sjónvarpsmiðstöðinni, Heimilistækjum o.sv.frv.

Líka í Byko og Húsasmiðjunni.

Skv. Minni reynslu þá voru bestu kaupin í Miðbæjarradíó-i, mikið úrval og fínt verð.

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af littli-Jake »

Gæði á hátalarasnúrum eru nú ekkert voðalegt issu nema að þú sért að fara í eitthvað rosalegt hljóðkerfi.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af Jimmy »

Er að fara að víra upp stofuna hjá mér fyrir hátalarakerfi sem er væntanlegt um mánaðarmótin og gerði þau mistök að byrja á að skoða verðin í monoprice oþh úti.

Er verðið á hátalaraköplum hérna heima eitthvað grín? ca. 500kr. meterinn á flestum stöðum, ódýrast 120kr pr. meter í MBR sýndist mér, sem er samt sem áður 3-4falt dýrara en í UK/USA.

Er sniðugra með þetta eins og svo margt, margt annað að panta þetta að utan frekar en að versla hérna heima?
~

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af blitz »

Ég myndi panta þetta að utan ef þú ert að fara að versla þetta í einhverju magni. Verðið hérna er algjört grín.
PS4

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af Tbot »

Einhver ódýrasta lausnin á þessu er að nota fjölþætta lampasnúru sem er o,75 mm2 og er oftast margfalt ódýrari en þessar svoköllu hátalarasnúrur.

Það er ekki hægt að fara hærra í sverleika í tveggja víra rafmagnssúrum, til að fá meiri sverleika verður að nota þriggja víra og þá er bara að sleppa því að nota einn vírinn.
Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af Jimmy »

Mig vantar í það minnsta sennilega 50metra, ætli maður versli þetta ekki að utan þar sem ég hef alveg einhverja ~10daga til að græja þetta.
Ætti þá að geta kippt með ódýrum banana plöggum í leiðinni, hef ekki haft pung í að skoða hvað stykkjaverðið á þeim er hérna heima.
~
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af rapport »

Jimmy skrifaði: 50metra
Þú býrð s.s. ekki í Fellunum?
Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af Jimmy »

rapport skrifaði:Þú býrð s.s. ekki í Fellunum?
Eh? I dunngeddit.
~
Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af Jimmy »

Tbot skrifaði:Einhver ódýrasta lausnin á þessu er að nota fjölþætta lampasnúru sem er o,75 mm2 og er oftast margfalt ódýrari en þessar svoköllu hátalarasnúrur.

Það er ekki hægt að fara hærra í sverleika í tveggja víra rafmagnssúrum, til að fá meiri sverleika verður að nota þriggja víra og þá er bara að sleppa því að nota einn vírinn.
Kapallinn í annan frontinn er sennilega rétt undir 12m.. Er 0.75mm2 eða 1mm2 nægilega sver kapall í þetta?
Er að sjá menn mæla grimmt með 16AWG köplum fyrir <15m, sem eru hvað ~1,3mm2?

Er fastur á milli þess að hafa engann áhuga á að borga alltof mikið fyrir einhverja HIQMEGAULTRA merkjavöru sem gerir 0 fyrir mig og svo að þurfa að draga allt aftur í afþví að ég fór í aaaðeins of þunnan kapal.
~
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af tdog »

1.5q lampasnúra dugar þér alveg.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af Oak »

Tbot skrifaði:Einhver ódýrasta lausnin á þessu er að nota fjölþætta lampasnúru sem er o,75 mm2 og er oftast margfalt ódýrari en þessar svoköllu hátalarasnúrur.

Það er ekki hægt að fara hærra í sverleika í tveggja víra rafmagnssúrum, til að fá meiri sverleika verður að nota þriggja víra og þá er bara að sleppa því að nota einn vírinn.
Getur fengið 2x1q lampasnúru sem er hitaþolin :)
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af tdog »

á 2x1,5q má troða hátt í 2300W… Þarft ekki að hafa áhyggjur af afli né hita.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af axyne »

Venjuleg 0,075q lampasnúra ætti að duga þér vel afllega séð fyrir lítið kerfi.

Ef við gefum okkur að snúran beri ekki meira en 10A og sért að keyra 8 ohm hátalara.

P = R*I^2
P = 8*10^2
P = 800 w

koparinn er óhreinni í lampasnúrunni heldur en í hátalarasnúru og því tapast einhver hljóðgæði á flutningnum. Hvort það sé heyranlegur munur er eflaust personubundið og hægt að rífast um það. En skiptir eflaust meira máli eftir sem kerfin eru betri.

Mín skoðun er allavega sú að ef ég væri með flott kerfi sem hefur kostað eitthvað þá myndi ég kaupa mér hefbundna hátalarakappla úr miðbæjarradió.
Ef ég væri með lítið kerfi færi ég í Reykjafell ég fengi mér lampasnúru á kefli.
Electronic and Computer Engineer

hakon78
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Sun 24. Okt 2010 10:16
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af hakon78 »

Skrifaðu eitthvað eins og "The trouth about Speaker cables" í Google og lestu þig til.

Því þykkari sem kapplarnir eru því betri. Kaplarnir gera eingöngu eitt. Þeir færa straum frá magnara í hátalarana.
Því grennri kaplar því meira viðnám og minni heildarafköst.
Í raun þá er þetta eins og pípulagnir.
Þú færð meira magn af vatni í gegnum þykkari rör heldur en grennri.

Mbk
Hákon
Tollar, virðisauki og gjöld eru greidd af öllum vörum sem ég sel.
Hakon78 (hjá) Hotmail.com
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af tdog »

hakon78 skrifaði:Skrifaðu eitthvað eins og "The trouth about Speaker cables" í Google og lestu þig til.

Því þykkari sem kapplarnir eru því betri. Kaplarnir gera eingöngu eitt. Þeir færa straum frá magnara í hátalarana.
Því grennri kaplar því meira viðnám og minni heildarafköst.
Í raun þá er þetta eins og pípulagnir.
Þú færð meira magn af vatni í gegnum þykkari rör heldur en grennri.

Mbk
Hákon
Þar sem þú ferð nú að minnast á eðlisfræðina þá flytja þykkari kaplar hærri tíðnir verr en þeir mjórri. Það þýðir ekki að líkja þessu við pípulögnina, því hann fær ekki „meira“ hljóð úr sverari kapli. Hann fær „meira“ hljóð með 10x öflugri magnara.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

IL2
Tölvutryllir
Póstar: 657
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af IL2 »

http://www.roger-russell.com/wire/wire.htm#introduction" onclick="window.open(this.href);return false;

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af JReykdal »

Langar til að koma með einhvern djók varðandi Monster kapla etc. en bara hreinlega nenni því ekki :D
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af vesley »

JReykdal skrifaði:Langar til að koma með einhvern djók varðandi Monster kapla etc. en bara hreinlega nenni því ekki :D

þeir voru bornir saman við vír úr herðatré og í þeirri tilraun tók enginn eftir mun á hljómgæðum :lol:
massabon.is

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Hátlarasnúrur

Póstur af JReykdal »

vesley skrifaði:
JReykdal skrifaði:Langar til að koma með einhvern djók varðandi Monster kapla etc. en bara hreinlega nenni því ekki :D

þeir voru bornir saman við vír úr herðatré og í þeirri tilraun tók enginn eftir mun á hljómgæðum :lol:
Veskið gerði það :)
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Svara