"Góðan daginn, XXX hjá lögreglunni, ég er hér á XXX-götu við íbúð XXX", þú býrð þar?
Konan hugsaði "Fokk, það er búið að brjótast inn og ræna okkur"
Löggan hélt áfram "það eru nokkrir af nágrönnum ykkar búin að kvarta undan hávaða um helgina, en þið eruð augljóslega ekki á staðnum."
Konan "Nei" + hálf örvænti og hugsaði "búið að brjótast inn og halda partý"
Loggan sagði þá "við komumst ekki inn, er möguleiki að þið getið slökkt á þessari tónlist?"
Þá fattaði konan að tölvan mín = vekjaraklukkan "sceduled tasks" hafði verið í gangi frá 7:30 á laugardagsmorgninum á fullu blasti...
Nágranni okkar var svo huggulegur að klifra upp á svalir, skrúfa stormjárnin úr, fara inn og slökkva á hátölurunum fyrir okkur...
Bara reminder fyrir ykkur hina sem notið tölvurnar sem vekjaraklukkur...


