Ég var að flytja þvottavél í búslóðarflutningum og eftir flutninginn átti að byrja að þvo.
Eithvað virðist þvottavélin ekki hafa líkað við flutninginn því nú þegar kveikt er á henni, sama á hvaða stillingu er sett þá dælir vélin öllu vatni sem inní hana fer beint í niðurfallið!
Held að það sé e-h annað. Hún á ekki að dæla af sér nema e-h segi henni að fara að dæla...
Getur verið að þið hafið látið hana liggja á bkinu eða e-h þannig að tromlan sé föst, s.s. hún dælir inn á sig en getur ekki snúið tromlunni þannig að hún dælir öllu af sér strax aftur og vonast eftir viðgerð?
hún þurfti að snúa á hliðinni til þess að koma henni útúr hinni íbúðinni en var ekki þannig lengi. Ég er búinn að prufa að snúa tromlunni aðeins og hún var ekkert stíf, skal athuga það nánar
edit: það eru engin ljós á þvottavélinni
Last edited by Storm on Sun 26. Jún 2011 21:05, edited 1 time in total.
Athuga hvort þú hafir rifið vírana úr segulrofanum þar sem hún dælir út?
Veit ekki hvernig það er á svona vél en tók einu sinni eftir því aftan á vél að það var spólurofi á loka á retúrnum, alveg aftan á og vírar í hann á fáránlegasta stað.
Annars held ég að vélar í dag séu yfirleitt bara með loka inn en ekki út.
Þetta er bara uppástunga, hef ekki verið mikið í að gera við þvottavélar sem betur fer..