Eftir að hafa þrætt kaplana fyrir aftari hátalarana bak við RISA hillueiningu í stofunni komst ég að því að græjan vildi ekki
kveikja á sér

Svo var komið að uppsetningunni, eftir að hafa ráðfært mig við THX.com um uppsetningu heimabíós þá þarf ég að koma
bak hátölurunum fyrir rétt fyrir ofan haus og þar vandast málið. Aftari hliðin snýr nefnilega út að glugga og stendur veggfesting
því miður ekki til boða. Þannig ég er búinn að leita og leita og hvergi finn ég litla og netta hátalarastanda sem kosta ekki formúu.
Ódýrasta parið sem ég finn kostar 10k og aðeins í dýrari kantinum fyrir mig.
Því spyr ég:
Hvar er hægt að finna sæmilega ódýra og netta hátalarastanda á sómasamlegu verði.
Er líka opin fyrir því að smíða standa ef einhver lumar á einhverjum flottum teikningum.
Kv. Z