Hringdu.is

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
raRaRa
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Þri 10. Okt 2006 11:18
Staða: Ótengdur

Hringdu.is

Póstur af raRaRa »

Hefur einhver reynslu af Hringdu.is? Þeir eru að bjóða gott verð fyrir netið.

http://hringdu.is/

Endilega komið skoðunum ykkar á framfæri, væri áhugavert að lækka netkostnaðinn sinn ef maður er ekki að fara yfir 100gb í erlent niðurhal á mánuði ;)
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af intenz »

Þessi pedo þarna fer ekkert vel í mig.

En verðin eru svo sannarlega af hinu góða. :megasmile
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af ponzer »

Þetta er eflaust eitthvað rassvasa fyrirtæki, t.d þá er hringdu.is skráð á "Hestaleit ehf". gef þessu eitt ár
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Benzmann »

er þetta eitthvað á vegum Símans ?
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af rapport »

ALDREI heyrt um þetta fyrirtæki...
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Plushy »

Sá þetta í mogganum eða einhverju blaði.
Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af BjarniTS »

Internet pakkar

Internetið 20 GB

20 GB erlent niðurhal
12 Mb/s hraði
Verð: 2.995 kr

Fyrir 20 GB getur þú keypt eða hlaðið niður 25 bíómyndum, 50 þáttum eða allt að 1.000 lögum Leigugjald á beini leggst ofan á internettenginguna sem er 450 kr.

Internetið 100 GB

100 GB erlent niðurhal
12 Mb/s hraði
Verð: 4.995 kr

Fyrir 100 GB getur þú hlaðið niður 125 bíómyndum, 250 þáttum eða allt að 2.500 lögum. Leigugjald á beini leggst ofan á internettenginguna sem er 450 kr.
Nörd
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af intenz »

Hringdu.is er skráð á Hestaleit ehf. og hestaleit.is er skráð á einhvern Játvarð Jökul Ingvarsson, sem er fæddur 1984.

Humm...
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af natti »

ponzer skrifaði:Þetta er eflaust eitthvað rassvasa fyrirtæki, t.d þá er hringdu.is skráð á "Hestaleit ehf". gef þessu eitt ár


Einmitt.

Hringdu.is er skráð á Hestaleit ehf (hestaleit.is)
Einhver hestaleitarsíða skráð einmitt á Játvarð.

Callit.is er líka skráð á Hestaleit ehf.
Tengiliður rétthafa á Callit.is eru Gullskógar ehf.
Og Gullskógar er fjölskyldufyrirtæki að mér sýnist sem að er umboðsaðili fyrir Chicco á Íslandi (barnavöruthingy)

Æi ég veit ekki, side-project-súpa hjá einhverjum?
Mkay.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af depill »

Sælir

Ætlaði nú ekkert að skipta mér að þessari umræðu. En áður en að samsæriskenningarnar fara á fullt þá ætla ég bara að leiðrétta þær.

Fyrirtækið okkar hét frameftir tíma Hestaleit ehf ( en er í nafnabreytingu núna ) þar sem við stofnuðum um heimasíðu sem ég og Játvarður. Þegar við fórum svo af stað í rekstri á fjarskiptafélagi ( sem við rekum enn undir nafni Callit.is ) ákvaðum við að halda nafninu óbreyttu. Eftir að hafa farið á nokkra fundi með Íslensku fjarskiptafyrirtækjunum fannst okkur þetta nú bara svo drepfyndið( þar sem það var mikið gert grín af okkur ) að við héldum nafninu því sama, en eins og fyrr segir er það í vinnslu að breyta því.

Hringdu er sem sagt afurðin okkar sem við ætlum að setja inn á Íslenska fjarskiptamarkaðinn og höfum trú á. Við rekum ekki dreifikerfi og notum þess vegna í staðinn dreifikerfi Símans, það sem við rekum er eigin símstöð og svo okkar eigið kjarnanet. Rekum okkar eigið AS númer AS51896 og erum að leigja bandvídd sjálfir á Farice. Það er ástæðan fyrir því að við getum boðið verðin sem við erum að bjóða uppá.

Að vissuleyti á þetta fyrirtæki startið sitt í mjög skemmtilegum þræði hérna á Vaktinni um bandvíddarmál. Þetta er það sem við byrjum með.

Og pedoinn sem þú vísar til er Daníel Ágúst finnst hann ekkert pedo :P

Skal kíkja á þessa texta þarna, sumt á heimasíðunni er unnið í flýti. Fyrirtækið er í eigu míns , Játvarð frænda míns og nánustu fjölskyldu okkar.

Gullskógar ehf er svo fyrirtæki foreldra minna og hefur bara óvart slysast til í ISNIC skráningunni :)
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af depill »

Og já þið eruð auðvita allir velkomnir í kaffi til okkar niðrá Grensásveg 22 :)
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af ManiO »

Plön á að koma á ljósi inn í myndina? Þ.e.a.s. frá OR.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Benzmann »

BjarniTS skrifaði:Internet pakkar

Internetið 20 GB

20 GB erlent niðurhal
12 Mb/s hraði
Verð: 2.995 kr

Fyrir 20 GB getur þú keypt eða hlaðið niður 25 bíómyndum, 50 þáttum eða allt að 1.000 lögum Leigugjald á beini leggst ofan á internettenginguna sem er 450 kr.

Internetið 100 GB

100 GB erlent niðurhal
12 Mb/s hraði
Verð: 4.995 kr

Fyrir 100 GB getur þú hlaðið niður 125 bíómyndum, 250 þáttum eða allt að 2.500 lögum. Leigugjald á beini leggst ofan á internettenginguna sem er 450 kr.



eða Downloadað GTA 4 á steam sem er 16gb !

gæti aldrei lifað með 20gb erlendu gagnamagni.
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af depill »

ManiO skrifaði:Plön á að koma á ljósi inn í myndina? Þ.e.a.s. frá OR.


Er í vinnslu, hins vegar taka prófarnir á móti GR sinn tíma og ég get ekki sagt að það sé raunhæft fyrr en mánaðarmótin Febrúar/Mars að það verði tilbúið.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af rapport »

benzmann skrifaði:gæti aldrei lifað með 20gb erlendu gagnamagni.


Mömmur eru lika markhópur...

Þú ert ekki nafli alheimsins :!:
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af ManiO »

depill skrifaði:
ManiO skrifaði:Plön á að koma á ljósi inn í myndina? Þ.e.a.s. frá OR.


Er í vinnslu, hins vegar taka prófarnir á móti GR sinn tíma og ég get ekki sagt að það sé raunhæft fyrr en mánaðarmótin Febrúar/Mars að það verði tilbúið.


Og þá væntanlega líka heimasíminn í gegnum ljós? Ef svo er þá hljómar þetta vel.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af capteinninn »

Hvaða gerð af routerum eruð þið með?

Stefnið þið eitthvað á það að setja upp ljósleiðara á svæðum sem Síminn býður ekki upp á fyrir fólk að tengjast við. Veit til dæmis að á svæðinu mínu er ljósleiðari í jörð en Síminn telur víst ekki vera nægan markað hjá mér til að bjóða upp á ljósleiðarann
Last edited by capteinninn on Mán 17. Jan 2011 13:26, edited 2 times in total.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af AntiTrust »

Alltaf gaman að fá meiri samkeppni á markaðinn.

Til lukku og gangi ykkur vel!
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Moldvarpan »

Lýst vel á þetta.

Verður þetta í boði fyrir önnur svæði en höfuðborgarsvæðið?
Rakst ekki á neitt um það.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af AntiTrust »

Moldvarpan skrifaði:Lýst vel á þetta.

Verður þetta í boði fyrir önnur svæði en höfuðborgarsvæðið?
Rakst ekki á neitt um það.


Tekið af síðunni :
Hringdu mun bjóða uppá þjónustu um allt land frá fyrsta deg
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af Daz »

hannesstef skrifaði:Hvaða gerð af routerum eruð þið með?

Stefnið þið eitthvað á það að setja upp ljósleiðara á svæðum sem Síminn býður ekki upp á fyrir fólk að tengjast við. Veit til dæmis að á svæðinu mínu er ljósleiðari í jörð en Síminn telur víst ekki vera nægan markað hjá mér til að bjóða upp á ljósleiðarann


Býður síminn upp á nettengingar í gegnum ljósleiðara? Er það ekki bara Vodafone (og Gagnaveitan)..
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af chaplin »

Held ég sé til að prófa þetta hjá ykkur, er núna að borga 7.590kr fyrir 12MB hjá símanum og svo er þetta nálægt 1.000kr aukalega fyrir fullt af auka kostnaði sem Síminn bætir við. Svo er það uþb. 2-3.000kr fyrir heimasímann, í heildina er þetta farið að slá rétt yfir 22.000kr per mánuð með einum GSM síma, væri alveg til að lækka það.

Hvernig routera eruði að nota?
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af rapport »

daanielin skrifaði:Held ég sé til að prófa þetta hjá ykkur, er núna að borga 7.590kr fyrir 12MB hjá símanum og svo er þetta nálægt 1.000kr aukalega fyrir fullt af auka kostnaði sem Síminn bætir við. Svo er það uþb. 2-3.000kr fyrir heimasímann, í heildina er þetta farið að slá rétt yfir 22.000kr per mánuð með einum GSM síma, væri alveg til að lækka það.

Hvernig routera eruði að nota?


Ég er með um 11þ. bara fyrir net og síma pakkann...

120Gb + heimasími o.s.frv.

Hvernig er með að fá tengda myndlykla Símans?
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af emmi »

Hvað er þessi FarIce tenging hjá þér stór? Ertu með backup tengingar líka?

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Póstur af wicket »

Það sem hræðir mig hérna er að þeir hafa sína eigin Farice tengingu. Hversu stór er hún ? Verður hún ekki flöskuhálsinn um leið og einhverjir notendur bætast á kerfið ?

Eru varasambönd, þannig að ef Farice fer niður að þá er tryggð útlandatenging ?

Stundum er hreinlega þess virði að borga aðeins meira :D

//editaði stórskemmtilega innsláttarvillu.
Last edited by wicket on Mán 17. Jan 2011 14:41, edited 2 times in total.
Svara