Vil bæta kælingu og loftstreymi í CM Stacker...

Svara
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Vil bæta kælingu og loftstreymi í CM Stacker...

Póstur af DoofuZ »

Jæja, núna á ég slatta af aurum og langar að bæta aðeins kælinguna í kassanum mínum sem er Coolermaster Stacker. Ég er t.d. orðinn pínu þreyttur á örraviftunni (fylgdi með AMD 3500+ örranum) og langar í eitthvað öflugara en viftan þar á það til að auka hraðann sjálfkrafa samkvæmt stillingu í bios ef örrinn fer að hitna og það væri fínt að hafa viftu sem er nógu öflug til að halda kælingunni án þess að þurfa að auka hraðann og skapa hljóð :?

Ég fann einmitt eina flotta í att.is, Coolermaster CK8-9JD2B-0C-GP, er eitthvað vit í henni? Eða ætti ég frekar að skoða Zalman vifturnar?

Er einhver hér svo nokkuð með einhverjar aðrar hugmyndir til að kæla kassann minn betur og auka loftstreymið? Væri t.d. kannski sniðugt að setja hjólin undir kassann svo loft geti flætt í gegnum botngrindina?

Endilega ef einhver hér á svona kassa og hefur eitthvað bætt hjá sér kælingu og loftstreymi koma þá með hugmyndir ;) Ég vil helst samt bara eitthvað einfalt og þægilegt, ekki eitthvað eins og vatnskælingu eða eitthvað svoleiðis.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Sallarólegur »

Fáðu þér bara svona viftuhreyfil og þú ert góður..

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 9c5695d977
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af viddi »

Viktor skrifaði:Fáðu þér bara svona viftuhreyfil og þú ert góður..

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 9c5695d977
Mæli með þessari, er með svona í minni, kælir vel og heyrist ekki múkk í henni

A Magnificent Beast of PC Master Race
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Póstur af DoofuZ »

Já, mér líst helvíti vel á hana þessa ;) Þakka góða ábendingu! :D Kannski svoldið dýr samt og bætir hálfu kílói við þyngd kassans en læt það engu skipta þar sem ég er einmitt að leita að svona hljóðlátri og öflugri viftu og verðið skiptir ekki öllu, svo er ég ekkert mikið að ferðast með þennan kassa svo þyngdin sleppur líka býst ég við :)

En hvað segiði varðandi þetta með hjólin? Á ég að skella þeim undir? Síðast þegar ég ryksugaði allann kassann þá var smá af ryki neðst í kassanum og ég vil helst bæta líka loftflæðið svo ég losni við mest allt ryk. Gerir það ekki mikið fyrir loftflæðið ef ég set dekkin undir?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Póstur af DoofuZ »

Hey, ætti ég svo ekki frekar að fá mér TT Big Typ 120 VX?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Póstur af ManiO »

Big Typhoon hjá Kísildal eða Scythe Ninja hjá Tölvuvirkni. Sennilega þær bestu í loftkælingum á Íslandi.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Póstur af DoofuZ »

Ok, held ég skelli mér bara á Big Typhoon ;) lýst eitthvað svo helvíti vel á hana :8)

En hvernig er svo með kassann? Ég veit að það eru nú amk. nokkrir hérna með svona CM Stacker kassa eins og ég er með, hvernig er kælingin hjá ykkur? Eruði með viftu í hliðinni? Á ég að setja dekkin undir kassann? Á ég að reyna að redda mér crossflow viftunni? Er ekki einhver hér með svoleiðis viftu?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

DoofuZ skrifaði:Ok, held ég skelli mér bara á Big Typhoon ;) lýst eitthvað svo helvíti vel á hana :8)

En hvernig er svo með kassann? Ég veit að það eru nú amk. nokkrir hérna með svona CM Stacker kassa eins og ég er með, hvernig er kælingin hjá ykkur? Eruði með viftu í hliðinni? Á ég að setja dekkin undir kassann? Á ég að reyna að redda mér crossflow viftunni? Er ekki einhver hér með svoleiðis viftu?
ég var með svona kassa (sé mikið eftir honum, en hann tók bara full mikið pláss), mér fannst ekki skipta neinu máli hvort að ég var með hjólun undir honum eða ekki, en nota bene ég var ekki með hann á gólfinu, heldur á hillu ca. 30 - 40 cm frá gólfi.

ég var með viftu á hliðini (silentx) sem að heyrðist ekkert í (reyndar eru CM vifturnar (eða allavega voru í mínum) mjög hljóðlátar) og það sem að mér fannst einmitt svo stórkostlegt við þennan kassa var hvað það voru margar viftur, sem að blésu allar í rétta átt og voru hljóðlátar

ég lennti aldrei í hitavandamálum (og geri reyndar ekki núna heldur, fékk mér CM centurium 5) og var aldrei í veseni með hávaða, ég var með á þessum tíma zalman á bæði örgjörva og skjákorti og passive NB kælingu og kassinn var basicly hljóðlaus

hefði reyndar verið til í að fá mér crossflow viftuna bara upp á að tékka á því að hvort að það skipti einhverju máli á hitastigi í kassanum og á minnum og örgjörva, en fannst mér ég aldrei þurfa þess, hefði hugsanlega gert það hefði ég farið í það að OCa eitthvað


vona að þetta hafi eitthvað hjálpað þér
með kveðju
urban
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Svara