Uppfærsla á gömlu PS (235W)

Svara

Höfundur
prg
Staða: Ótengdur

Uppfærsla á gömlu PS (235W)

Póstur af prg »

Sælir,
ég er að fara að panta mér nýtt PowerSupply fyrir gamlan turn. Er ekki í góðu lagi að taka öflugri PS til að geta síðar uppfært CPU og MB? Fara úr 235 og upp í 400W t.d.?

Er bara soddann newbie að ég veit ekki jack um þessi blessuðu fræði :)

Orðinn svolítið geðveikur á þessu skemmtilega suði hér á bæ!

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Það hefur sennilega einginn svarað þér hingað til vegna þess að það vantar betri upplýsingar hjá þér.

Hvaða vél ætlar þú nákvæmlega að nota þetta PSU í.
Hvernig CPU, hvað margir harðirdiskar osfv. ?

annars, jú það er í lagi fyrir þig að taka öflugar PSU. Ef 235 W hafa dugað hingað til þá ætti þetta að nægja. Að sjálfsögðu eru til öflugri, hljóðlátari og dýrari en þetta sem ég bendi þér á.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2113

Höfundur
prg
Staða: Ótengdur

Póstur af prg »

Takk kærlega fyrir svarið! Ég er með gamlan turn inni í eldhússkáp hjá mér (ehemm) og ætla því líka að kaupa mér auka kassaviftu sem ég ætla að setja á hurðina, til að lofta betur. En annars er ég með tvo harða diska (gamla, annar 20GB hinn 100GB, bara ATA) og er með AMD XP2200+ á 1,67 GHz.

Þar sem tölvan er inni í eldhúsi hjá mér (snúra í gegnum vegginn inn í stofu) er ekki krítískt að hún sé algjörlega hljóðlaus, bara skemmtilegra að það bergmáli ekki í viftunni um alla íbúð. Auk þess er þetta ekki mjög traustvekjandi svona.

Takk fyrir ábendinguna, ég er reyndar þegar búinn að panta þetta PSU: http://computer.is/vorur/2526, þannig að nema að þið ráðleggið að kaupa frekar hið dýrara hjá att.is, þá ætla ég að halda mér við það. Það er ekkert krítískt fyrir mig að fá SATA tengi.

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Þetta frá att er betra en NoName frá computer. En á sjálfsagt eftir að þjóna þeim tilgangi sem þú vilt.

Höfundur
prg
Staða: Ótengdur

Póstur af prg »

Tók bara el cheapó á þetta, jafnvel þótt það sé smá suð í þessu. Takk fyrir ráðleggingarnar!

Vaktin rúlar
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ertu viss um að gamla powersupply-ið sé 235w? ekki 235volt og einhver önnur watta tala?

Í hvernig tölvu er það?
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
prg
Staða: Ótengdur

Póstur af prg »

Það er komið út í tunnu, þannig að ég get ekki tékkað á því, en ég held að ég sé nú ágætlega læs á þetta, örugglega 235 wött. Eða er það mjög ólíklegt? Þetta er bara gamall garmur og ég nenni ekki að fletta upp móðurborðinu. 2200+ örgjörvi á 1,67Ghz.
Svara