Bíll sem væri ekki á númerum væri tryggður, auk þess garðurinn og allt sem í vegi bílsins verður annað en ökutæki, t.d. hús, gangandi vegfarendur, umferðarskilti og fleira.robakri skrifaði: Og hvernig má bjóða þér að tækla þá tryggingu á því ef einhver keyrir inn í garðinn þinn? Eða ef hann keyrir á bílinn þinn sem er kyrrstæður og ekki á númerum og því ekki tryggður?
Sömuleiðis, á ég þá að borga hærra iðgjald ef hakkarin keyrir 3x á mig því ég lenti 3x í því að þurfa að nota trygginguna mína? Eða á tryggingarfélagið mitt sem er ekki endilega sama félag og hans að hækka iðgjöldin hans sem renna til annars tryggingarfélags?
Þetta er ekki beinlínis hugsað alla leið, ástæður núverandi kerfis eru fjölmargar og þrusugóðar.
Þitt eigið ökutæki er svo á þinni ábyrgð, þannig að já, ef þú lendir í því að einhver keyrir á þig 3x þá getur tryggingafélagið þitt hækkað iðgjöldin þín. Það er kannski hægt að setja inn klásu í lögin að láta umferðarlögin spila inn í það og hækka iðgjöldin bara ef menn eru ekki "í rétti", til að halda því kerfi ef þér finnst það sniðugt.
Þú tryggir eigin bíl, þá coverar tryggingin skemmdir á bílnum þínum. Sömuleiðis ef þú klessir á einhvern þá coverar tryggingin hans viðgerðir á hans bíl.AntiTrust skrifaði: .. What? Hver í ósköpunum væru rökin með því? Það er að sjálfsögðu forgangsatriði að þú sért tryggður á þann hátt að það tjón sem ÞÚ veldur sé greitt af þínum tryggingum, og að viðgerðir á eigin bíl sé undir sjálfum þér komið - Svona til dæmis, eins og þetta er akkúrat núna.
Ég keyri ekkert um á rándýrum bílum - amk engum 30m Range Roverum (því miður), en ég hef leiðinlega oft lent í árekstrum og amk 3x hefur viðgerðarkostnaðurinn á mínum bílum verið yfir 500þ. og í einu tilfellinu tæp milljón. Í flestum tilfellum hafa þetta verið námsmenn á bílum sem kostuðu á við eina felgu hjá mér, hvernig ættu þeir eiginlega að geta borgað viðgerðirnar?
Um daginn lenti ég því að keyra aftaná bíl. Afskaplega lítið sjáanlegt á báðum bílum en þó nægilega mikið tjón til þess að borga bílinn sem ég klessti á út (mjög ódýr bíll) - Hvernig yrði því háttað? Afhverju ætti ég að borga heilan bíl út þegar að mínu mati mér hefði fundist eðlilegt að greiða bara fyrir nýjan stuðara og sprautun?
Ég get bara ekki séð þetta módel ganga upp.
Mér finnst fínt að skoða og pæla í því hvort mætti gera hlutina öðruvísi, ekkert er fullkomið og oft hægt að gera betur. Mér sýnist vaktin.is hinsvegar ekki vera rétti vettvangurinn fyrir þetta.