Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Allt utan efnis

Bioeight
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Bioeight »

robakri skrifaði: Og hvernig má bjóða þér að tækla þá tryggingu á því ef einhver keyrir inn í garðinn þinn? Eða ef hann keyrir á bílinn þinn sem er kyrrstæður og ekki á númerum og því ekki tryggður?

Sömuleiðis, á ég þá að borga hærra iðgjald ef hakkarin keyrir 3x á mig því ég lenti 3x í því að þurfa að nota trygginguna mína? Eða á tryggingarfélagið mitt sem er ekki endilega sama félag og hans að hækka iðgjöldin hans sem renna til annars tryggingarfélags?

Þetta er ekki beinlínis hugsað alla leið, ástæður núverandi kerfis eru fjölmargar og þrusugóðar.
Bíll sem væri ekki á númerum væri tryggður, auk þess garðurinn og allt sem í vegi bílsins verður annað en ökutæki, t.d. hús, gangandi vegfarendur, umferðarskilti og fleira.

Þitt eigið ökutæki er svo á þinni ábyrgð, þannig að já, ef þú lendir í því að einhver keyrir á þig 3x þá getur tryggingafélagið þitt hækkað iðgjöldin þín. Það er kannski hægt að setja inn klásu í lögin að láta umferðarlögin spila inn í það og hækka iðgjöldin bara ef menn eru ekki "í rétti", til að halda því kerfi ef þér finnst það sniðugt.
AntiTrust skrifaði: .. What? Hver í ósköpunum væru rökin með því? Það er að sjálfsögðu forgangsatriði að þú sért tryggður á þann hátt að það tjón sem ÞÚ veldur sé greitt af þínum tryggingum, og að viðgerðir á eigin bíl sé undir sjálfum þér komið - Svona til dæmis, eins og þetta er akkúrat núna.

Ég keyri ekkert um á rándýrum bílum - amk engum 30m Range Roverum (því miður), en ég hef leiðinlega oft lent í árekstrum og amk 3x hefur viðgerðarkostnaðurinn á mínum bílum verið yfir 500þ. og í einu tilfellinu tæp milljón. Í flestum tilfellum hafa þetta verið námsmenn á bílum sem kostuðu á við eina felgu hjá mér, hvernig ættu þeir eiginlega að geta borgað viðgerðirnar?

Um daginn lenti ég því að keyra aftaná bíl. Afskaplega lítið sjáanlegt á báðum bílum en þó nægilega mikið tjón til þess að borga bílinn sem ég klessti á út (mjög ódýr bíll) - Hvernig yrði því háttað? Afhverju ætti ég að borga heilan bíl út þegar að mínu mati mér hefði fundist eðlilegt að greiða bara fyrir nýjan stuðara og sprautun?

Ég get bara ekki séð þetta módel ganga upp.
Þú tryggir eigin bíl, þá coverar tryggingin skemmdir á bílnum þínum. Sömuleiðis ef þú klessir á einhvern þá coverar tryggingin hans viðgerðir á hans bíl.

Mér finnst fínt að skoða og pæla í því hvort mætti gera hlutina öðruvísi, ekkert er fullkomið og oft hægt að gera betur. Mér sýnist vaktin.is hinsvegar ekki vera rétti vettvangurinn fyrir þetta.
Corsair Carbide 400Q|Gigabyte Nvidia 1070|AMD R7 2700X|Gigabyte X470 Aorus Gaming 5|EVGA SuperNOVA 750 G3
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af AntiTrust »

Bioeight skrifaði: Þú tryggir eigin bíl, þá coverar tryggingin skemmdir á bílnum þínum. Sömuleiðis ef þú klessir á einhvern þá coverar tryggingin hans viðgerðir á hans bíl.

Mér finnst fínt að skoða og pæla í því hvort mætti gera hlutina öðruvísi, ekkert er fullkomið og oft hægt að gera betur. Mér sýnist vaktin.is hinsvegar ekki vera rétti vettvangurinn fyrir þetta.
Þetta hljómar ekkert brjálæðislega vitlaust þegar þetta er sett svona upp - en geturu ímyndað þér vesenið/illindin/slagsmálin sem við myndum sjá út á götum ef e-r myndi klessa á dýran ótryggðan bíl?

Auðvitað væru allir fljótir að segja "hann hefði bara átt að vera með bílinn sinn tryggðan!" en það er bara ekki nóg. Persónulega finnst mér bara að skemmdir á mínum eignum af annarra manna völdum eigi að vera á þeirra ábyrgð, ekki minni.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Bioeight
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Bioeight »

AntiTrust skrifaði: Þetta hljómar ekkert brjálæðislega vitlaust þegar þetta er sett svona upp - en geturu ímyndað þér vesenið/illindin/slagsmálin sem við myndum sjá út á götum ef e-r myndi klessa á dýran ótryggðan bíl?
Sama er hægt að segja ef einhver ótryggður bíll klessir á dýran bíl, en mögulega kemstu ekki að því fyrr en seinna eftir að búið er að senda inn tjónatilkynningu. Vesenið er samt til staðar þó það gerist ekki úti á götu.
AntiTrust skrifaði: Auðvitað væru allir fljótir að segja "hann hefði bara átt að vera með bílinn sinn tryggðan!" en það er bara ekki nóg. Persónulega finnst mér bara að skemmdir á mínum eignum af annarra manna völdum eigi að vera á þeirra ábyrgð, ekki minni.
Réttara finnst mér að ef einstaklingur á dýrt hús, dýra hluti eða dýra bíla þá borgi sá einstaklingur meira til að tryggja sína hluti. Hús og hlutir virka þannig en eins og þetta er núna þá lendir kostnaðurinn á ökutækjum jafnt á alla, fyrir utan að sumir fá afslátt vegna bónuskerfis.
Corsair Carbide 400Q|Gigabyte Nvidia 1070|AMD R7 2700X|Gigabyte X470 Aorus Gaming 5|EVGA SuperNOVA 750 G3
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af AntiTrust »

Bioeight skrifaði: Sama er hægt að segja ef einhver ótryggður bíll klessir á dýran bíl, en mögulega kemstu ekki að því fyrr en seinna eftir að búið er að senda inn tjónatilkynningu. Vesenið er samt til staðar þó það gerist ekki úti á götu.
Ekki alveg. Með því fyrirkomulagi að afnema lögbundna tryggingu þá er væntanlega verið að eiga við það að fólk er yfirhöfuð ekki skyldugt til þess að tryggja sitt né annars manns tjón?

Þú lendir bara í veseni í dag ef það keyrir á þig bíll sem er af e-rjum ástæðum á númerum, en samt óskráður. Afar sjaldgæf tilfelli.
Bioeight skrifaði: Réttara finnst mér að ef einstaklingur á dýrt hús, dýra hluti eða dýra bíla þá borgi sá einstaklingur meira til að tryggja sína hluti. Hús og hlutir virka þannig en eins og þetta er núna þá lendir kostnaðurinn á ökutækjum jafnt á alla, fyrir utan að sumir fá afslátt vegna bónuskerfis.
Kostnaðurinn er ekki jafn, kaskó er hærra á dýrari bílum.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af urban »

Bioeight skrifaði: Þú tryggir eigin bíl, þá coverar tryggingin skemmdir á bílnum þínum. Sömuleiðis ef þú klessir á einhvern þá coverar tryggingin hans viðgerðir á hans bíl.

Mér finnst fínt að skoða og pæla í því hvort mætti gera hlutina öðruvísi, ekkert er fullkomið og oft hægt að gera betur. Mér sýnist vaktin.is hinsvegar ekki vera rétti vettvangurinn fyrir þetta.

Þetta er til.
heitir kaskó trygging og er töluvert dýrari eftir því sem að þú átt dýrari bíl.

Afhverju í ósköpunum ætti að snarbreyta almennum tryggingum samt ?


lögbundin trygging gefur þér einfaldlega rétt á því að vera á farartæki í umferðinni, lítið á þetta svoleiðis.
semsagt, það er verið að tryggja það að aðrir fái sitt tjón bætt sem að þú veldur.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Bioeight
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Bioeight »

AntiTrust skrifaði: Ekki alveg. Með því fyrirkomulagi að afnema lögbundna tryggingu þá er væntanlega verið að eiga við það að fólk er yfirhöfuð ekki skyldugt til þess að tryggja sitt né annars manns tjón?

Þú lendir bara í veseni í dag ef það keyrir á þig bíll sem er af e-rjum ástæðum á númerum, en samt óskráður. Afar sjaldgæf tilfelli.
Í stað þess að leggja niður lögboðna ábyrgðartryggingu eins og hakkarin leggur til í upphafi, þá spyr ég hvort það væri kannski betra að gera breytingar á henni.
AntiTrust skrifaði:Kostnaðurinn er ekki jafn, kaskó er hærra á dýrari bílum.
Við þessa tillögu um breytingu þá yrði kaskó ekki til.
urban skrifaði: Þetta er til.
heitir kaskó trygging og er töluvert dýrari eftir því sem að þú átt dýrari bíl.

Afhverju í ósköpunum ætti að snarbreyta almennum tryggingum samt ?


lögbundin trygging gefur þér einfaldlega rétt á því að vera á farartæki í umferðinni, lítið á þetta svoleiðis.
semsagt, það er verið að tryggja það að aðrir fái sitt tjón bætt sem að þú veldur.
Stundum geta breytingar verið til hins betra.

Tryggingar fyrir bílinn minn kosta 33% af virði hans á ári. Ég er ekki með kaskó.
Corsair Carbide 400Q|Gigabyte Nvidia 1070|AMD R7 2700X|Gigabyte X470 Aorus Gaming 5|EVGA SuperNOVA 750 G3
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Klemmi »

Ég bara sé engin rök fyrir því að ég eða tryggingarnar mínar greiði fyrir tjón sem annar veldur (gefið að það sé ekki ólögráða barnið mitt), simple as that.

Auðvitað eru til case þar sem ekki er hægt að finna þann sem veldur tjóninu, en það eru öfgatilfelli og ein af ástæðunum fyrir því að fólk er með dýra bíla í kaskó.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Bioeight
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Bioeight »

Klemmi skrifaði:Ég bara sé engin rök fyrir því að ég eða tryggingarnar mínar greiði fyrir tjón sem annar veldur (gefið að það sé ekki ólögráða barnið mitt), simple as that.

Auðvitað eru til case þar sem ekki er hægt að finna þann sem veldur tjóninu, en það eru öfgatilfelli og ein af ástæðunum fyrir því að fólk er með dýra bíla í kaskó.
Lög um brunatryggingar - dæmi um tryggingu sem er lögbundin og tryggir þig gagnvart tjóni sem aðrir valda.
Corsair Carbide 400Q|Gigabyte Nvidia 1070|AMD R7 2700X|Gigabyte X470 Aorus Gaming 5|EVGA SuperNOVA 750 G3
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af dori »

Bioeight skrifaði:Stundum geta breytingar verið til hins betra.

Tryggingar fyrir bílinn minn kosta 33% af virði hans á ári. Ég er ekki með kaskó.
Þessar pælingar hjá þér meika ekki alveg sense. Það er búið að fara yfir þetta nokkrum sinnum í þessum þræði en við skulum gera það einu sinni enn.

Lögboðin ábyrgðartrygging er ekki trygging á því sem þú átt heldur á því sem aðrir eiga og þú gætir skemmt með því að fara út í umferðina. Þú ert að keyra bíl sem getur valdið gríðarlegu tjóni sem fæstir eru borgunarmenn fyrir og þess vegna þarftu tryggingu. Þetta er lögbundið af því að það meikar ekki sense að leyfa fólki að velja þegar það getur ekki vitað hversu mikið tjónið sem það veldur getur orðið. Tjónið sem þetta bætir ekki bara á öðrum bílum heldur líka á öðrum eignum og slys á fólki. Slys sem veldur tjóni á nokkrum bílum og kannski smá umferðarmannvirki með dassi af meiðslum á fólki sem veldur vinnutapi er mjög fljótt að ná svimandi háum upphæðum.

Þetta er basically verðmiðinn á því að fá að vera þátttakandi í umferðinni hérna.

Þú veist hins vegar hvað bíllinn þinn er verðmætur þannig að það er mjög eðlilegt að leyfa fólki að taka ákvörðun um það hvort það vilji tryggja hann fyrir tjóni (hint: það "borgar sig" aldrei en getur verið skynsamlegt ef þessi bíll er eitthvað sem þú þarft og getur ekki keypt aftur ef hann eyðilegst). Þannig væri það út í hött að gera kaskó að skyldutryggingu og þannig gefa tryggingarfélögunum ennþá meiri pening.

Það hvað bíllinn þinn kostar og hversu hátt hlutfall af verði bílsins þú borgar í þessar tryggingar skiptir þannig engu máli í þessu samhengi því að þú ert að borga fyrir tryggingu á öðrum hlutum (þ.m.t. mannslífum) sem eru mun dýrari.

Ég sting uppá því að þeir sem ætla að stinga uppá breytingum á einhverjum kerfum hafi a.m.k. lágmarksþekkingu á því hvernig þau virka áður.

Bætt við:
Bioeight skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég bara sé engin rök fyrir því að ég eða tryggingarnar mínar greiði fyrir tjón sem annar veldur (gefið að það sé ekki ólögráða barnið mitt), simple as that.

Auðvitað eru til case þar sem ekki er hægt að finna þann sem veldur tjóninu, en það eru öfgatilfelli og ein af ástæðunum fyrir því að fólk er með dýra bíla í kaskó.
Lög um brunatryggingar - dæmi um tryggingu sem er lögbundin og tryggir þig gagnvart tjóni sem aðrir valda.
Tjóni sem aðrir geta valdið. Húsbrunar geta orðið af mörgum orsökum og ég hef enga tölfræði um hvað veldur en ég myndi giska á að skortur á viðhaldi eða mannleg mistök húseiganda (eða íbúa öllu heldur) séu í yfirgnæfandi meirihluta.

Annars skiptir þetta ekki heldur máli því að hús og umferð eru tveir mjög mismunandi hlutir og ekki hægt að bera saman á þann hátt sem þú virðist reyna að gera.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Icarus »

Bioeight skrifaði:
AntiTrust skrifaði: Þetta hljómar ekkert brjálæðislega vitlaust þegar þetta er sett svona upp - en geturu ímyndað þér vesenið/illindin/slagsmálin sem við myndum sjá út á götum ef e-r myndi klessa á dýran ótryggðan bíl?
Sama er hægt að segja ef einhver ótryggður bíll klessir á dýran bíl, en mögulega kemstu ekki að því fyrr en seinna eftir að búið er að senda inn tjónatilkynningu. Vesenið er samt til staðar þó það gerist ekki úti á götu.
AntiTrust skrifaði: Auðvitað væru allir fljótir að segja "hann hefði bara átt að vera með bílinn sinn tryggðan!" en það er bara ekki nóg. Persónulega finnst mér bara að skemmdir á mínum eignum af annarra manna völdum eigi að vera á þeirra ábyrgð, ekki minni.
Réttara finnst mér að ef einstaklingur á dýrt hús, dýra hluti eða dýra bíla þá borgi sá einstaklingur meira til að tryggja sína hluti. Hús og hlutir virka þannig en eins og þetta er núna þá lendir kostnaðurinn á ökutækjum jafnt á alla, fyrir utan að sumir fá afslátt vegna bónuskerfis.
Er reyndar svo að tryggingafélögin borga út tjónið og gera svo kröfu á þann sem er ábyrgan ef hann er ótryggður, svo sá sem er í rétti á að sleppa nokkuð auðveldlega.

Ef ég á bíl, óháð verðmæti. Ég er stopp á rauðu ljósi og aftan á mig klessir einhver sem var svo upptekinn að því að taka mynd af sér að borða pylsu á meðan hann keyrði, hvað er sanngjarnt við að ég beri tjónið?
Last edited by Icarus on Þri 30. Sep 2014 13:26, edited 1 time in total.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af KermitTheFrog »

Ef ég skil ykkur rétt þá viljið þið geta sloppið við það að borga í tryggingar, klesst á bíl og tryggingarnar sem hann borgar í mánaðarlega greiði tjónið hans?

Afhverju í ósköpunum finnst ykkur þetta rökrétt? Afhverju á ég að borga fyrir það að tryggja mig fyrir tjóni sem einhver annar gæti valdið mér?

Þó svo þið eigið ódýra bíla þá þýðir það ekki að þið séuð eitthvað ólíklegri til að lenda í árekstri og valda tjóni. Ef þú átt 500þús kr bíl og kaupir bensín fyrir 25 þúsund á mánuði þá er það 60% af heildarvirði bílsins á ári. Hvað viljiði gera þar? Það kostar einfaldlega að reka bíl. Og því ódýrari sem hann er því hærra er hlutfallið.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Tbot »

Látið ekki svona, þetta er bara dæmigert ungt fólk í dag.

Það eiga allir aðrir að borga reikninginn fyrir það, svo það þurfi ekki að taka ábyrgð á einu né neinu.

Bioeight
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Bioeight »

KermitTheFrog skrifaði:Ef ég skil ykkur rétt þá viljið þið geta sloppið við það að borga í tryggingar, klesst á bíl og tryggingarnar sem hann borgar í mánaðarlega greiði tjónið hans?
Það var það sem hakkarin kom fyrst á framfæri, ég tók aldrei beint undir það.
KermitTheFrog skrifaði:Afhverju í ósköpunum finnst ykkur þetta rökrétt? Afhverju á ég að borga fyrir það að tryggja mig fyrir tjóni sem einhver annar gæti valdið mér?
Ég bendi á lögmæltar brunatryggingar.

- Ég gefst upp.
Corsair Carbide 400Q|Gigabyte Nvidia 1070|AMD R7 2700X|Gigabyte X470 Aorus Gaming 5|EVGA SuperNOVA 750 G3

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af machinefart »

Mér finnst alveg fáránlegt að sá sem á dýrari bíl eigi að borga hærri tryggingu fyrir bílinn sinn til þess að vernda hann gegn skaðanum sem aðrir valda. Í umferðinni er nánast alltaf einhver valdur, og lög eru sett þannig up að það er fundinn ábyrgur aðili. Þetta gildir ekki í öllu, og þá er því miður ekki hægt að setja svona fullkomið kerfi upp.

Þetta gengur út á að segja að þú ert ábyrgur fyrir þeim skaða sem þú veldur í umferðinni og það er rétt hugarfar.

Mér finnst þetta range rover dæmi jafn fáránlegt og að skemma glænýja rándýra lappann hjá félaganum og segja við hann "óheppinn að hafa keypt svona dýra tölvu"

Brunatryggingar eiga bara ekki vel við, þetta er lélegur samanburður, það er ekki svona borðleggjandi sökudólgur í brunamálum.

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af machinefart »

Mér finnst líka algjörlega fáránlegt að aðilar sem eru ekki einu sinni endilega þáttakendur í umferðinni þurfi að fara að eyða sínum pening til þess að tryggja sig gegn henni. Á manneskja sem á ekki bíl að fara að greiða hærri tryggingar til þess að dekka skaða á húsinu sínu sem gæti orðið?

Hvernig ætlarðu að gera þetta varðandi manslíf? Henda í tryggingu bara uppi á spítala, lífstrygging gegn umferð á börnin? Eða bara óheppinn ef einhver klessir á þig og skaðar barnið þitt áður en þú tryggir það?

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Tbot »

Svona til að snúa þessu aðeins við.

Hvers vegna eiga borgarar þessa lands að borga sína skatta og skyldur.

Svo einhvert fólk geti fengið örorkubætur, félagslegar íbúðir og fleira slíkt.

Væri ekki einfaldara bara að setja það út á guð og gaddinn.

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af machinefart »

Tbot skrifaði:Svona til að snúa þessu aðeins við.

Hvers vegna eiga borgarar þessa lands að borga sína skatta og skyldur.

Svo einhvert fólk geti fengið örorkubætur, félagslegar íbúðir og fleira slíkt.

Væri ekki einfaldara bara að setja það út á guð og gaddinn.
Ekki alveg að fatta þetta
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af urban »

AntiTrust skrifaði:Kostnaðurinn er ekki jafn, kaskó er hærra á dýrari bílum.
Við þessa tillögu um breytingu þá yrði kaskó ekki til.
urban skrifaði: Þetta er til.
heitir kaskó trygging og er töluvert dýrari eftir því sem að þú átt dýrari bíl.

Afhverju í ósköpunum ætti að snarbreyta almennum tryggingum samt ?


lögbundin trygging gefur þér einfaldlega rétt á því að vera á farartæki í umferðinni, lítið á þetta svoleiðis.
semsagt, það er verið að tryggja það að aðrir fái sitt tjón bætt sem að þú veldur.
Stundum geta breytingar verið til hins betra.

Tryggingar fyrir bílinn minn kosta 33% af virði hans á ári. Ég er ekki með kaskó.[/quote]

Þeir sem að spá í þessu, eru akkurat aðilarnir sem að ég myndi ALDREI !!! vilja mæta í umferðinni.
þeir sem að finnst það blóðugt að borga lögbundnartryggingar væru aldrei að fara að borga aðrar tryggingar ef að þeir komast hjá þeim.

þannig að stór hluti bíla í umferðinni yrði ótryggður og "ég" þyrfti að borga enþá meira í tryggingar til þess að tryggja bílinn minn.

og þetta með að þú sért að borga 33% af verði bílsins þinns kemur málinu bara ekkert við.

30 milljóna króna bíllinn hans bjössa í worldclass er 30 milljóna virði alveg sama hvort að þú keyrir á hann á 2013 módeli af benz eða hvort að þú keyrir á hann á 1987 módeli af corollu.

þetta yrði til þess að gamlar druslur yrðu ótryggðar og þeim sem að þætti vænt um bílana sína þyrfti að borga enþá meira í tryggingar.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af zedro »

Á maður að þora í þessa umræðu....en höfum þetta mjög stutt og hnitmiðað.

Ábyrgðartrygging tryggir vátryggðan fyrir því tjóni sem hann veldur sé hann í órétti.
Þetta þýðir ef þú keyrir ekki einsog hálfviti og bombar aftan á kyrrstæðan bíl þá sér tryggingin þín um að þolandinn sé varinn og fái skaðann bættann hvort sem það sé líkamlegt eða peningalegt tjón.

Kasko tryggir bílinn hjá vátryggðum ef hann lendir í árekstri og er í órétti.
Með kaskó færðu bílinn þinn bættan við árekstur þar sem þú ert í órétti. Hér er ávalt sjálfstrygging sem yfirleitt lækkar með betri og dýrari kaskó tryggingu. Dýrari bíll = dýrara kaskó!

Hakkarin ég mæli sterklega með því að þú kynnir þér skilmálana sem eru á bak við hverja tegund af tryggingum því þú virðist ekki skilja hvernig tryggingarnar virka. Þær eru hér til að verja þolandann
sem er saklaust fórnalamb sem var á röngum stað á röngum tíma. Reyndu að vera opin fyrir nýjum upplýsingum og tilbúin að móta nýja skoðun byggða á þeim upplýsingum.
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er lögboðin ábyrgðartrygging fyrir ökurtæki?

Póstur af Glazier »

kizi86 skrifaði:
Glazier skrifaði:
kizi86 skrifaði:er búinn að vera skráður á þessa síðu síðan í sept 2009, og aldrei hef ég séð svona hatur beinast að einhverjum einum notanda
Buy.is þráðurinn.... fór hann alveg framhjá þér? :-"
nei reyndar ekki, en það var ástæða fyrir þeim þræði, eða ertu að bera hakkarin og Friðjón saman?

Hakkarin hefur ekki framið nein lögbrot, hefur ekki verið með mikinn dónaskap, annað en margir aðrir á þessum póstum hans hafa verið í garð hakkarin..
Nei... ég var ekki að bera hann saman við neinn, ég var bara að viðra minn aulahúmor og minna á að það eru fleiri sem hafa verið hataðir hér á vaktinni :)
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Svara