Áframhaldandi SATA vandamál
Áframhaldandi SATA vandamál
Ég setti nýjan harðan disk (SATA) í tölvuna mína um daginn. Fyrst vildi tölvan ekki finna hann en þá stillti ég IDE mode í BIOS á "P-ATA + S-ATA" og þá fannst diskurinn. Nú er vandamálið að um leið og harði diskurinn fannst, týndust geisladrifin tvö sem ég er með. Þau finnast semsagt ekki í BIOS og ekki heldur í disk management. Veit einhver hvað málið er ?
-
- Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Áframhaldandi SATA vandamál
Það gerðist eitthvað svipað með tölvuna mína en var með 2 ATA diska og 2 geisladrif, þá var eitthvað af þessu sem fannst ekki.phrenic skrifaði:Ég setti nýjan harðan disk (SATA) í tölvuna mína um daginn. Fyrst vildi tölvan ekki finna hann en þá stillti ég IDE mode í BIOS á "P-ATA + S-ATA" og þá fannst diskurinn. Nú er vandamálið að um leið og harði diskurinn fannst, týndust geisladrifin tvö sem ég er með. Þau finnast semsagt ekki í BIOS og ekki heldur í disk management. Veit einhver hvað málið er ?
Getur prófað að víxla geisladrifunum eða hörðu diskunum og athugað hvort það finnist þá. Það var allavega þannig hjá mér að þegar DVD skrifarinn var fyrir neðan geisladrifið þá virkaði það ekki en þegar hann var fyrir ofan þá virkaði þetta allt.
