Nvidia og Ati kapphlaupið

Svara

Höfundur
Pepsi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 24. Jan 2004 00:06
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Nvidia og Ati kapphlaupið

Póstur af Pepsi »

Kveldið, ég hef verið að spá og spekulera síðustu daga, skoða nýjustu ati línuna á móti 7800 línunni frá Nvidia, svo eru einhverjir tech hausar að segja aðð Nvidia sé einfaldlega búið að taka titilinn og Ati séu búnir að vera, Eftir að F.E.A.R kom út þá hefur þessi umræða magnast mikið, þá er ég að tala um að Nvidia eigi titilinn og Ati sé history, ég er sjálfur stoltur eigandi af x800xt og á svolítið erfitt með að kyngja því að ati sé búið að vera, hvað segið þið??

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Af hverju finnst mér óþægilegt að lesa alla þræði sem þú skrifar.
use , . and greinaskil.

oG eftir að hafa lesið þetta bull verð ég að segja að þetta er alrangt því að X1800 XT er ekkert verra en 7800 GTX þó ATI hefðu jú átt að koma með betra kort.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

ATI er ekki 'búið að vera' sem slíkt, en nýju x1800 kortinn þeirra eru bara ekkert að slá 7800 línuna út. x1800xt er að skora mjög svipað og 7800gtx, og x1800xl er að skora svipað og 7800gt.

Höfundur
Pepsi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 24. Jan 2004 00:06
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af Pepsi »

Hahallur?? óþægilegt? greinarskil? Samkvæmt einhverju sem maður lærði í grunnskóla þá notar maður ekki greinaskil nema að maður sé að fara útfyrir það sem maður er að ræða eða skrifa. Allavega minnir mig það. :D

kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

ATI X1800XT kortið kom of seint og er ekki nógu gott að mínu mati.

Svo finnst mér X1600XT ekki nógu gott heldur.

En svona er þetta bara núna. ATI er ekkert búið að vera, nVidia sigruðu bara þessa lotu :)
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

miðað við gæði og hraða x1800 er það um 15-20 þús of dýrt.

þetta er ekki sanngjarnt miðað við kort á sama prís.

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Pepsi skrifaði:Hahallur?? óþægilegt? greinarskil? Samkvæmt einhverju sem maður lærði í grunnskóla þá notar maður ekki greinaskil nema að maður sé að fara útfyrir það sem maður er að ræða eða skrifa. Allavega minnir mig það. :D
Þetta er forums ekki ritgerð eða saga.

Sérðu póstinn fyrir neðan þinn, svona á póstur á forums að vera.

Höfundur
Pepsi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 24. Jan 2004 00:06
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af Pepsi »

Ok kallinn ég skal gera þetta betur. :lol:

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

X1800XT er sennilega hraðasta kortið á markaðnum þegar kemur að DirectX, 7800GTX er hraðast í OpenGL.
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Afhverju er fólk alltaf svona upptekið af OpenGL? LANG flestir leikir nota D3D
:roll:

Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Stebet »

Ég hef aldrei skilið af hverju menn halda að þessi fyrirtæki séu eitthvað búin að vera þó það komi ekki út ein lína sem gjörsamlega rústar hinum aðilanum. Þó ég sé Nvidia maður þá efast ég ekki um að Ati eiga nóg eftir í pokahorninu.

ekki gleyma að Ati eiga eftir að fá nóg af pening úr Xbox360 sölum (og Nvidia af Playstation 3 sölum) þannig að það á nóg eftir að gerast hjá þessum fyrirtækjum næstu árin.

3Dfx fór aðallega á hausinn á sínum tíma afþví þeir tóku upp á því einstaklega vitlausa uppátæki að fara bæði í þróun OG framleiðslu á kortum aleinir (eitthvað sem Ati höfðu vit á að hætta, enda hefur þeim gengið mjög vel síðan).

Nvidia og Ati einfaldlega skiptast á vinna lotur og eiga eflaust eftir að gera áfram næstu árin.

Varðandi OpenGL, þá er augljóst af hverju OpenGL skiptir svona miklu máli fyrir hinn almenna notanda ennþá. ID Software (Doom og Quake)! Ef ekki væri fyrir þá væri OpenGL ekki notað í neina leiki heldur bara professional rendring og CAD apps.

hilmar_jonsson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 16:03
Staðsetning: 200 Kóp
Staða: Ótengdur

Póstur af hilmar_jonsson »

Það er reyndar eitt sem ég sé við ATI sem mér finnst heillandi. Nýja línan þeirra virðist styðja þrjá skjái hvert kort(triple view) og jafnvel fleiri með crossfire. Fer ég ekki örugglega með rétt mál?
i5-2500K - 16GB vinnsluminni og eitthvað skjákort
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

hilmar_jonsson skrifaði:Það er reyndar eitt sem ég sé við ATI sem mér finnst heillandi. Nýja línan þeirra virðist styðja þrjá skjái hvert kort(triple view) og jafnvel fleiri með crossfire. Fer ég ekki örugglega með rétt mál?
Hmm.. þau virðast bara vera með tvo DVI og eitt TV-out.

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Ég keypti 7800GT nýlega. Varð einfaldlega fyrir valinu því ég gafst upp á að bíða eftir ATI. Síðustu 2 kort sem ég hef átt hafa verið ATI.

Mikið svakalega sakna ég ATI catalyst driver support.
Svara