Allt í lagi að taka tölvuna úr sambandi?

Svara

Höfundur
Gormzter
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Mán 16. Maí 2005 15:21
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Allt í lagi að taka tölvuna úr sambandi?

Póstur af Gormzter »

Ég hef ekki grænan um hvar á að setja þetta, svo ég hendi þessari spurningu hér inn.

Er allt í lagi ef að tölvan frýs, að taka hana úr sambandi og stinga í samband aftur, eða er kannski til betri leið? Og þýðir það að tölvan frýs að hún sé með vírus?

Og já, ef að það verður fært þráðinn þá væri fínt að það yrði látið mig vita með PM, þar sem að auðvelt er að villast á þessari síðu :megasmile
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

*Færði þráðinn* en skildi eftir skuggaþráð í gamla flokknum.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Allt í lagi að taka tölvuna úr sambandi?

Póstur af Stutturdreki »

Gormzter skrifaði:Er allt í lagi ef að tölvan frýs, að taka hana úr sambandi og stinga í samband aftur, eða er kannski til betri leið?
Ætti að vera óhætt en vanalega duga að halda power-takkanum inni í svona 3-5 sek., þá slekkur tölvan á sér.
Gormzter skrifaði:Og þýðir það að tölvan frýs að hún sé með vírus?
Neibb.. ekki endilega, ýmislegt sem kemur til greina en náttúrulega sakar ekki að vírus skanna og keyra spybot/adaware. Fyrsta sem þú þarft að gera er að tímasetja það hvenær vesenið byrjaði og sjá hvort þú getur tengt það td. breytingum á hardware eða uppsettningu á nýjum forritum/driver eða álíka. Svo er hugsanlegt að þetta sé bundið einhverri aðgerð, frýs allt í leikjum, þegar þú ræsir ákveiði forrit, eftir ákveðin tíma.. etc.
Svara