galileo skrifaði:hvað er chipset (kubbasett) er nefni lega ekki alveg með það á tæru.
Það eru tölvurásirnar á móðurborðinu sem sjá um samskipti milli örgjörva og annara parta tölvunar. Við tölum þá yfirleitt um "Norðurbrú" (Northbridge) sem þann hluta sem stýrir samskiptum við minni tölvunar og skjákortsins (mjög mikilvæg fyrir afköst tölvunnar) og "Suðurbrú" sem þann hluta sem sér um rest, eins og harða diska, hljóðkort, netkort, lykklaborð og mús o.s.f.v.
galileo skrifaði:er ddr 533 að verða betri en ddr minnin og hvort ætti ég að kaupa.
Ég býst við að þú sért að meina DDR2-533, það fer þá eftir ýmsu, það eru mismunandi "tímastillingar" (Latency settings) sem virka á mismunandi minnisgerðum, t.d. 2-3-3-6, hver þessara talna vísar til hversu marga klukkuslög minnisins tekur að gera ákveðna hluti, þ.a. því lægri tölur, því betra. T.d. er DDR-400 minni sem gengur á 2-3-3-6 (t.d. Corsair XMS) sennilegra hraðvirkara en DDR2-533 sem gengur á 4-4-4-12 (Corsair Value), en bæði minnin kosta samt svipað. Í þínu tilfelli er betra að fá sér gott DDR-400 minni þar sem DDR2 passa hvort eð er ekki við AMD örgjörvana.
galileo skrifaði:er að fara að kaupa mér Fx55 örgjörva (ef 90 nm er kominn út) ætti ég að kaupa 130nm eða 90nm.
Það er sennilega mánuður ef ekki meir í að 90nm FX örgjörvar komi til landsins en þeir munu sennilega vera FX-57 og því sjálfsagt betri en 130nm FX-55, þetta er þó ekki pottþétt, þar sem 130nm vinnsluaðferðin er ennþá miklu fínpússaðari hjá AMD en 90nm aðferðin svo hugsanlega er hægt að koma FX-55(130nm) hærra en FX-57(90nm), við munum ekki vita það fyrr en fólk fer að prófa nýju örgjörvana.
galileo skrifaði:hvað þýðir það þegar að örgjörvin er stable?????? dæmi : örrinn minn er stable í 2750 mhz????
Þegar tölvu er ýtt út á ystu nöf með því að yfirklukka þá getur hún stundum ruglast á bitum, þ.a. hún misskilur skipanir eða gögn og getur gert vitleysur í útreikningum, frosið eða endurræst sig, allt eftir hversu alvarlegur misskilningurinn er. Við köllum það "stable" þegar að tölvan gerir ekkert slíkt jafnvel í þungri keyrslu, það eru til sérstök forrit til að prófa þetta með því að reikna mörg þung og flókin reikningsdæmi og athuga hvort niðurstöðurnar séu réttar. Ef slíkt forrit getur keyrt í marga klukkutíma án þess að villa komi upp eða að tölvan frjósi, þá köllum við tölvuna "stable" eða stöðuga.
Vonandi svara þetta spurningum þínum á skiljanlegan hátt, ég á það kannski til að fara of djúpt í hlutina en endilega spurðu ef það er eitthvað sem þú skilur ekki í þessari lettnesku minni
