olihar skrifaði:GuðjónR skrifaði:Var að kíkja í appstore (viðhengi) þarna kemur reyndar ekki fram dagatal og staðsetningar, en talað um að appið sæki símanúmer, myndir og tengiliði.
Maður spyr sig, til hvers? Svarið er líklega, 11 milljónir í sekt er ekki gripið úr lausu lofti.
Þetta vekur aðra spurningu, ég hef verið með bannmerkingu í Þjóðskrá í 13 ár, er með símanúmer sem aldrei hefur verið skráð en þrátt fyrir það kemur fyrir að ég fæ hringingar frá sölumönnum, síðast í síðustu viku og allir eiga það sameiginlegt að vita ekki hvaðan númerið kom.
Ætli þarna sé svarið komið? Þú notar númerið þitt t.d. við svona skráningu svo er því stolið og það selt til þriðja aðila?
Credit Info er að selja þessa lista sem þú ert að lenda á, hef oft lent í þessu og alltaf endar slóðin til Credit Info. Þeir eru að selja símanúmer og tölvupóstföng.
Ég bara skil ekki afhverju er ekki löngu búið að stoppa þá í þessu.
Varðandi sækja dagatal, staðsetningar og fleira hefur þetta væntanlega bara átt við Android útgáfuna, Apple leyfir ekki svona nema þú samþykkir sérstaklega þar sem allt keyrir í Sandbox.
Góður að nenna að rekja þetta!
Ég eiginlega gafst strax upp, fékk hringingu fyrir 10 dögum frá konu sem kynnti sig sem starfsmann hjá
http://www.tmi.is og stoppaði hana strax og benti á að hún væri að hringja í óskráð leyninúmer og ég væri með meira en áratuga gamla bannmerkingu hjá Þjóðskrá.
Eftir smá tuð fékk ég það upp að listinn sem hún væri með kæmi frá
https://markvisst.is/ og ég hringi þangað og viðkomandi viðurkenndi í fyrstu að hafa selt lista en þegar ég sagði frá bannmerki í þjóðskrá þá dró hann í land og sagðist ekkert kannast við listann en ef það væri listi þá væri hann unninn upp úr gögnum frá
https://ja.is/ ... allt mjög loðið.
Fékk svo póst frá honum stuttu síðar þar sem hann sagðist ekki kannast við neitt.
Gafst upp á þessum tímapunkti, hefði getað kært þetta til P&S en það hefði ekkert upp á sig enda geld stofnun.