Yay sektað fyrir persónunjósnir

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af GuðjónR »

Obbosí stal persónuupplýsingunum alveg óvart, ætlaði ekki að sækja öll gögnin úr calendar, staðsetningarhnitum né contact lista, lofa að gera þetta ekki aftur.
Nú er slatti af forriturum hérna, heldur sú skýring vatni að það sé fúski um að kenna að appið hafi safni persónugreinanlegum upplýsingum?
Þarf ekki slatta kunnáttu og fyrirhöfn að búa til fídusa sem sækja og halda utan um svona gögn?
Eitthvað sem væntanlega gerist ekki alveg óvart?

https://www.ruv.is/frett/2021/11/25/rik ... erdagjafar
Þannig þurfti fólk að veita aðgang að trúnaðarupplýsingum í dagatali sínu þótt þeirra væri ekki þörf fyrir vinnslu forritsins.
Forsvarsmenn Yay viðurkenndu að þetta hefði verið gert fyrir mistök og hefði verið ónauðsynlegt.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af Klemmi »

Sko... ég prófaði appið frá þeim þegar það kom út, fyrir tíma Ferðagjafarinnar.

Það var algjör hörmung. Allt hægt og sluggish, notendaupplifun hannarinnar alveg hræðileg, og ég varð aðallega pirraður þegar stofnendur og eigendur voru að tala um hvað það hefði farið mikill peningur í þróun, því að mér fannst að fær forritari hefði geta hrisst betri vöru framúr erminni á nokkrum mánuðum.

Þannig að ég skal alveg kaupa að það séu bara einhverjir sem eru ekki orðnir nógu sleipir í forritun sem stóðu að baki þessu, og verkefnastjórnun og prófun hafi verið mjöööög ábótavant.

Ég er ekki að tala niður til þeirra, mér var kastað út í djúpu laugina þegar ég byrjaði fyrst að forrita, og það eru alls kyns beinagrindur og heimskulegar útfærslur eftir mig þarna úti. En það breytir því ekki að fyrirtæki í upplýsingatækni verða bara að hafa betri grind í kringum þróun og prófun, áður en þeir fara með vöruna í almenna og stórtæka dreifingu.
Tala nú ekki um ef þeir eru í samstarfi við ríkið og ráðuneyti, fyrir vöru sem varðar alla yfir 18 ára.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af hagur »

Má reyndar alveg vel vera að þetta hafi verið mistök. Þegar maður skrifar öpp þá er það a.m.k þannig í Android (síðast þegar ég vissi) að það er ákveðin "manifest" skrá sem bakast inn í appið, þar sem þau permission sem appið þarf, eru tilgreind. Það má vel vera að þau hafi verið með eitthvað default manifest sem tilgreindi alltof mörg permission, þó svo að appið hafi í raun ekkert verið að nota þau,

Ef svo er þá er það auðvitað líka handvömm að fara ekki yfir þessa hluti og passa að þeir séu í lagi. Hefði eðlilega átt að koma í ljós við prófanir að appið væri að biðja um öll þessi permission.

Ég veit samt ekkert um þetta, bara mín tvö sent.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af GuðjónR »

Var að kíkja í appstore (viðhengi) þarna kemur reyndar ekki fram dagatal og staðsetningar, en talað um að appið sæki símanúmer, myndir og tengiliði.
Maður spyr sig, til hvers? Svarið er líklega, 11 milljónir í sekt er ekki gripið úr lausu lofti.

Þetta vekur aðra spurningu, ég hef verið með bannmerkingu í Þjóðskrá í 13 ár, er með símanúmer sem aldrei hefur verið skráð en þrátt fyrir það kemur fyrir að ég fæ hringingar frá sölumönnum, síðast í síðustu viku og allir eiga það sameiginlegt að vita ekki hvaðan númerið kom.
Ætli þarna sé svarið komið? Þú notar númerið þitt t.d. við svona skráningu svo er því stolið og það selt til þriðja aðila?
Viðhengi
image00.jpeg
image00.jpeg (46.58 KiB) Skoðað 919 sinnum
image01.jpeg
image01.jpeg (41.04 KiB) Skoðað 919 sinnum
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af hfwf »

GuðjónR skrifaði:Var að kíkja í appstore (viðhengi) þarna kemur reyndar ekki fram dagatal og staðsetningar, en talað um að appið sæki símanúmer, myndir og tengiliði.
Maður spyr sig, til hvers? Svarið er líklega, 11 milljónir í sekt er ekki gripið úr lausu lofti.

Þetta vekur aðra spurningu, ég hef verið með bannmerkingu í Þjóðskrá í 13 ár, er með símanúmer sem aldrei hefur verið skráð en þrátt fyrir það kemur fyrir að ég fæ hringingar frá sölumönnum, síðast í síðustu viku og allir eiga það sameiginlegt að vita ekki hvaðan númerið kom.
Ætli þarna sé svarið komið? Þú notar númerið þitt t.d. við svona skráningu svo er því stolið og það selt til þriðja aðila?
Ástæðan af hverju þú ert að fá hringingar frá sölumönnum, könnunum og þess háttar er einfaldlega ´su að annaðhvort er þeim skít sama, og/eða að nota gamla úthringilista þar sem númerið þitt er ekki á bannlista :)

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af wicket »

Það geta verið mjög eðlilegar ástæður fyrir því að app þurfi ákveðin réttindi, en notandinn áttar sig ekkert alltaf á því að X réttindi séu til að Y virkni virki.

Það er hægt að áframsenda ferðagjöfina og gefa hana áfram. Kannski þarf appið leyfi að símaskránni til að geta flett upp notendum í henni sem þú ætlar að gefa gjöfina? Veit ekkert um það í þessu tilfelli en bara svona dæmi.
GuðjónR skrifaði:Var að kíkja í appstore (viðhengi) þarna kemur reyndar ekki fram dagatal og staðsetningar, en talað um að appið sæki símanúmer, myndir og tengiliði.
Maður spyr sig, til hvers? Svarið er líklega, 11 milljónir í sekt er ekki gripið úr lausu lofti.

Þetta vekur aðra spurningu, ég hef verið með bannmerkingu í Þjóðskrá í 13 ár, er með símanúmer sem aldrei hefur verið skráð en þrátt fyrir það kemur fyrir að ég fæ hringingar frá sölumönnum, síðast í síðustu viku og allir eiga það sameiginlegt að vita ekki hvaðan númerið kom.
Ætli þarna sé svarið komið? Þú notar númerið þitt t.d. við svona skráningu svo er því stolið og það selt til þriðja aðila?

olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af olihar »

GuðjónR skrifaði:Var að kíkja í appstore (viðhengi) þarna kemur reyndar ekki fram dagatal og staðsetningar, en talað um að appið sæki símanúmer, myndir og tengiliði.
Maður spyr sig, til hvers? Svarið er líklega, 11 milljónir í sekt er ekki gripið úr lausu lofti.

Þetta vekur aðra spurningu, ég hef verið með bannmerkingu í Þjóðskrá í 13 ár, er með símanúmer sem aldrei hefur verið skráð en þrátt fyrir það kemur fyrir að ég fæ hringingar frá sölumönnum, síðast í síðustu viku og allir eiga það sameiginlegt að vita ekki hvaðan númerið kom.
Ætli þarna sé svarið komið? Þú notar númerið þitt t.d. við svona skráningu svo er því stolið og það selt til þriðja aðila?
Credit Info er að selja þessa lista sem þú ert að lenda á, hef oft lent í þessu og alltaf endar slóðin til Credit Info. Þeir eru að selja símanúmer og tölvupóstföng.

Ég bara skil ekki afhverju er ekki löngu búið að stoppa þá í þessu.

Varðandi sækja dagatal, staðsetningar og fleira hefur þetta væntanlega bara átt við Android útgáfuna, Apple leyfir ekki svona nema þú samþykkir sérstaklega þar sem allt keyrir í Sandbox.
Last edited by olihar on Fim 25. Nóv 2021 14:46, edited 2 times in total.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af GuðjónR »

olihar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Var að kíkja í appstore (viðhengi) þarna kemur reyndar ekki fram dagatal og staðsetningar, en talað um að appið sæki símanúmer, myndir og tengiliði.
Maður spyr sig, til hvers? Svarið er líklega, 11 milljónir í sekt er ekki gripið úr lausu lofti.

Þetta vekur aðra spurningu, ég hef verið með bannmerkingu í Þjóðskrá í 13 ár, er með símanúmer sem aldrei hefur verið skráð en þrátt fyrir það kemur fyrir að ég fæ hringingar frá sölumönnum, síðast í síðustu viku og allir eiga það sameiginlegt að vita ekki hvaðan númerið kom.
Ætli þarna sé svarið komið? Þú notar númerið þitt t.d. við svona skráningu svo er því stolið og það selt til þriðja aðila?
Credit Info er að selja þessa lista sem þú ert að lenda á, hef oft lent í þessu og alltaf endar slóðin til Credit Info. Þeir eru að selja símanúmer og tölvupóstföng.

Ég bara skil ekki afhverju er ekki löngu búið að stoppa þá í þessu.

Varðandi sækja dagatal, staðsetningar og fleira hefur þetta væntanlega bara átt við Android útgáfuna, Apple leyfir ekki svona nema þú samþykkir sérstaklega þar sem allt keyrir í Sandbox.
Góður að nenna að rekja þetta!

Ég eiginlega gafst strax upp, fékk hringingu fyrir 10 dögum frá konu sem kynnti sig sem starfsmann hjá http://www.tmi.is og stoppaði hana strax og benti á að hún væri að hringja í óskráð leyninúmer og ég væri með meira en áratuga gamla bannmerkingu hjá Þjóðskrá.

Eftir smá tuð fékk ég það upp að listinn sem hún væri með kæmi frá https://markvisst.is/ og ég hringi þangað og viðkomandi viðurkenndi í fyrstu að hafa selt lista en þegar ég sagði frá bannmerki í þjóðskrá þá dró hann í land og sagðist ekkert kannast við listann en ef það væri listi þá væri hann unninn upp úr gögnum frá https://ja.is/ ... allt mjög loðið.

Fékk svo póst frá honum stuttu síðar þar sem hann sagðist ekki kannast við neitt.
Gafst upp á þessum tímapunkti, hefði getað kært þetta til P&S en það hefði ekkert upp á sig enda geld stofnun.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af CendenZ »

https://www.visir.is/g/20212187923d/yay ... onuverndar

Æi hvað hann á bágt.
þessar heimildir voru aldrei nýttar
O:)
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af GuðjónR »

CendenZ skrifaði:https://www.visir.is/g/20212187923d/yay ... onuverndar

Æi hvað hann á bágt.
þessar heimildir voru aldrei nýttar
O:)
hahahaha
Kaldhæðni að hann heiti Ari .... FúskAri !!!! :megasmile
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Yay sektað fyrir persónunjósnir

Póstur af GuðjónR »

Kannsi réttara að kalla hann NjósnAri ?
Svara