Aðstoð : Setja saman nýja vél

Svara
Skjámynd

Höfundur
andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Aðstoð : Setja saman nýja vél

Póstur af andribolla »

Sælir

Félagi minn er að spá í að fjárfesta í nýrri vél,
ég er alltaf að setja saman eldri vélar þannig ég leita til ykkar eftir aðstoð.

hann vil getað notað vélina í Autocad teikningar og leiki eins og CS
kassa sem lokkar vel, hægt að horfa inn í hana(RGB?)
er 32G nóg vinsluminni fyrir autocad eða þurfum við að getað stækkað upp í 64G seinna ?

er skjákortið nóg ?

https://builder.vaktin.is/build/0B70C

:megasmile

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð : Setja saman nýja vél

Póstur af Hausinn »

Myndi annað hvort taka Ryzen 5900X núna eða 12900K seinna. 11900K er slöpp fjárfesting á stundinni.

EDIT: Mitt val ef ég væri að setja saman tölvu núna, nema ég hefði tekið loftkælingu. Hef þessa vatnskælingu því RGB :klessa :
https://builder.vaktin.is/build/B6A82

Myndi ekki kaupa 1660 Super á 85þús. Er bara of hátt. Hef verið að sjá þau notuð á svona 45þús. Getur fengið 1060 á svona 25þús. Veit ekki hversu mikið AudoCAD notar skjákortið en fyrir leiki væri 1060 mjög nothæft.
Last edited by Hausinn on Fim 04. Nóv 2021 23:43, edited 2 times in total.
Skjámynd

Höfundur
andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð : Setja saman nýja vél

Póstur af andribolla »

Sæll

Sé að Ryzen 5900X er að skora mikklu hærra í benchmark en 11900K þannig það er góður punktur.

afhverju myndiru frekar velja loftkælingu frekar en svona vatnskælingu ?
Cooler Master MasterLiquid ML240L er með TDP 200w og Ryzen 5900X TDP 105w þannig að hann ætti að ráða vel við að kæla hann og vifturnar ættu ekki að vera á fullu allan tímann.

held við reynum að finna notað skjákrot
ég er heldur ekki viss hvað auducad þarf öflugt skjákort :)

Dr3dinn
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð : Setja saman nýja vél

Póstur af Dr3dinn »

300k+ vél með 1660 hljómar fáránlega eitt og sér.

Google segir að autocad vinni mest á örgjörva og háan klukkuhraða. Þá gæti 5900x eða sambærilegur intel verið málið. (5900x er samt f-beast)
Oft risa file-ar í þessum forritum þannig dýrari/higher end m2 gæti meikað sens.
Veit ekki með þetta hdd auka val.

5900x er overkill í tölvuleiki en við erum á vaktinni og overkill er það sem við gerum.
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð : Setja saman nýja vél

Póstur af TheAdder »

Sæll, hér er listi yfir þau skjá kort sem eru "vottuð" af Autodesk fyrir sínar vörur.
https://knowledge.autodesk.com/certifie ... s-hardware
Ég myndi mæla með að vera með "Studio ready" driver fyrir AutoCAD.

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð : Setja saman nýja vél

Póstur af Hausinn »

andribolla skrifaði:afhverju myndiru frekar velja loftkælingu frekar en svona vatnskælingu ?
Cooler Master MasterLiquid ML240L er með TDP 200w og Ryzen 5900X TDP 105w þannig að hann ætti að ráða vel við að kæla hann og vifturnar ættu ekki að vera á fullu allan tímann.
Því að stór og góð loftkæling eins og til dæmis Noctua NH-D15 kostar aðeins minna en mid-tier vatnskælingar en kælir samt alveg jafn vel, er mjög hljóðlát og er öruggari en vatnskæling langtímalega séð. Er í sjálfu sér nánast engin ástæða til þess að velja vatnskælingu nema þú sért að yfirklukka, vilt að hún sé mjög flott útlitslega séð eða ef þú ert að setja saman ITX tölvu með mjög takmarkað pláss.
Svara