Í raun var ég kominn í startholurnar með að færa þetta í óverðtryggt fyrra hluta þessa árs - ég er í fasteignahugleiðingum og bjóst við að ég væri að fara taka nýtt lán fljótlega og ætlaði þá að hafa bara nýja lánið óverðtryggt. Það gekk svo ekki eftir svo að ég hef ekki ennþá gert neitt í þessu. Líklega best að fara rífa sig í gang með það.KRASSS skrifaði:
Algjörlega mitt opinon hérna.
Mæli með ef þig langar að sjá lánið lækka og sjá eignarmyndun þá mæli ég með að þú breytir í 100% óverðtryggt 3-5 ára fasta vexti og jafnar afborganir, ekki bíða eftir að vextir lækka meira þeir eru að fara stigmagnast núna á næstu mánuðum ( stýrivextir uppí allavegna 4%) alltaf borga aukalega inn á höfuðstól á FYRSTA VAXTADEGI. 1% uppgreiðslugjald er ekki eitthvað sem á að horfa á sem hindrun, fyrir hverja auka milljón sem þú leggur inn er það 10þusund krónur sem er ekki neitt, beilaðu á eitt þriðjudagstilboð í 10 mánuði.
Það er skuggalegt hvað það er dýrt að hafa verðtryggt lán en sem betur fer er það í lægri kantinum.