Blikur á lofti í vaxtamálum

Allt utan efnis
Skjámynd

Bengal
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Bengal »

KRASSS skrifaði:
Algjörlega mitt opinon hérna.

Mæli með ef þig langar að sjá lánið lækka og sjá eignarmyndun þá mæli ég með að þú breytir í 100% óverðtryggt 3-5 ára fasta vexti og jafnar afborganir, ekki bíða eftir að vextir lækka meira þeir eru að fara stigmagnast núna á næstu mánuðum ( stýrivextir uppí allavegna 4%) alltaf borga aukalega inn á höfuðstól á FYRSTA VAXTADEGI. 1% uppgreiðslugjald er ekki eitthvað sem á að horfa á sem hindrun, fyrir hverja auka milljón sem þú leggur inn er það 10þusund krónur sem er ekki neitt, beilaðu á eitt þriðjudagstilboð í 10 mánuði.
Í raun var ég kominn í startholurnar með að færa þetta í óverðtryggt fyrra hluta þessa árs - ég er í fasteignahugleiðingum og bjóst við að ég væri að fara taka nýtt lán fljótlega og ætlaði þá að hafa bara nýja lánið óverðtryggt. Það gekk svo ekki eftir svo að ég hef ekki ennþá gert neitt í þessu. Líklega best að fara rífa sig í gang með það.

Það er skuggalegt hvað það er dýrt að hafa verðtryggt lán en sem betur fer er það í lægri kantinum.
  • CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af GuðjónR »

Feginn að hafa fest vextina í 4.05% í sumar.
https://www.ruv.is/frett/2021/10/01/ban ... xtahaekkun
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af jericho »

Var einmitt að festa vexti í síðasta mánuði [-o<

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

gunni91
1+1=10
Póstar: 1154
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af gunni91 »

Frá síðasta fundi þegar ákveðið var að hækka um 0.25 %:
Þetta er baaaara að fara hækka :catgotmyballs

243989094_235446728443068_2872907292918523986_n.png
243989094_235446728443068_2872907292918523986_n.png (79 KiB) Skoðað 3187 sinnum
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af jericho »

Stýrivaxtalækkun Seðlabankans (frá byrjun árs 2020) var til að sporna gegn áhrifum covid. Nú þegar áhrif covid fara minnkandi, er líklegt að stýrivextir fari aftur í svipað horf og áður. Greiningardeildir bankanna eru flestar á því máli. Spurningin er bara hversu hratt þeir munu hækka aftur...

https://www.islandsbanki.is/is/frett/sp ... oberbyrjun
Mynd

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af depill »

jericho skrifaði:Stýrivaxtalækkun Seðlabankans (frá byrjun árs 2020) var til að sporna gegn áhrifum covid. Nú þegar áhrif covid fara minnkandi, er líklegt að stýrivextir fari aftur í svipað horf og áður. Greiningardeildir bankanna eru flestar á því máli. Spurningin er bara hversu hratt þeir munu hækka aftur...
Já þetta verður mjög áhugavert. Vandamálið er bara hringrásin sem þetta fer af stað með

1. Mjög hátt hlutfall óverðtryggðra lána, mörg óbundin, önnur bundin stutt ( 3-5 ár )
2. Vextir lækka ráðstöfunartekjur heimila
3. Launakrafan verður hærri
4. Vextir hækka til að koma í veg fyrir þennslu
5. Repeat ?

Frekar þreytt mál
Skjámynd

thrkll
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af thrkll »

depill skrifaði:
jericho skrifaði:Stýrivaxtalækkun Seðlabankans (frá byrjun árs 2020) var til að sporna gegn áhrifum covid. Nú þegar áhrif covid fara minnkandi, er líklegt að stýrivextir fari aftur í svipað horf og áður. Greiningardeildir bankanna eru flestar á því máli. Spurningin er bara hversu hratt þeir munu hækka aftur...
Já þetta verður mjög áhugavert. Vandamálið er bara hringrásin sem þetta fer af stað með

1. Mjög hátt hlutfall óverðtryggðra lána, mörg óbundin, önnur bundin stutt ( 3-5 ár )
2. Vextir lækka ráðstöfunartekjur heimila
3. Launakrafan verður hærri
4. Vextir hækka til að koma í veg fyrir þennslu
5. Repeat ?

Frekar þreytt mál

Lumarðu á einhverri betri stefnu en Keynískri hagfræði Seðlabankans?

Mín tillaga er að byrja með sambærilegt kerfi og gullfóturinn - nema hvað að í staðin fyrir gull er harðfiskur!

Gull er einungis til í endanlegu magni og því ekkert svigrúm fyrir verðbólgu. Þetta er vandamál sem dýpkar kreppur enda geta ríki ekki prentað peninga. Harðfiskur er hins vegar ekki alveg til í endanlegu magni, en það er samt ekki hægt að framleiða hann. Þannig verður fyrirsjánleiki á peningaprentuninni (bolfiskveiðum) sem takmarkast auðvitað af stærð fiskstofna sem henta til harðfiskgerðar. Líkt og gull hefur harðfiskur góðan geymslutíma en þrátt fyrir það er hann ekki óendanlegur. Þannig verður til mikilvægur hvati fyrir fjárfesta og heimilin í landinu að sitja ekki á eign sinni heldur nota harðfiskinn til að skapa verðmæti í hagkerfinu. Allt þetta ætti að skila sér í meiri framleiðni, stórauknum stöðugleika og spennandi nýsköpun á hvers kyns harðfiskafurðum.

Nóbelsverðlaun í hagfræði verða afhent 11. október :8)

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af dadik »

depill skrifaði:
jericho skrifaði:Stýrivaxtalækkun Seðlabankans (frá byrjun árs 2020) var til að sporna gegn áhrifum covid. Nú þegar áhrif covid fara minnkandi, er líklegt að stýrivextir fari aftur í svipað horf og áður. Greiningardeildir bankanna eru flestar á því máli. Spurningin er bara hversu hratt þeir munu hækka aftur...
Já þetta verður mjög áhugavert. Vandamálið er bara hringrásin sem þetta fer af stað með

1. Mjög hátt hlutfall óverðtryggðra lána, mörg óbundin, önnur bundin stutt ( 3-5 ár )
2. Vextir lækka ráðstöfunartekjur heimila
3. Launakrafan verður hærri
4. Vextir hækka til að koma í veg fyrir þennslu
5. Repeat ?

Frekar þreytt mál
Þetta er ekkert frekar þreytt - þetta er bara það sem allir seðlabankar heimsins þurfa að glíma við, að reyna að hafa áhrif á framboð og eftirspurn eftir peningum, alla daga allt árið.

Það sem verður áhugavert við þessa lotu er breytingin úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Áður en Ásgeir varð seðlabankastjóri hafði hann viðrað óánægju sína með íslandslánin (40 ár + verðtryggð) því að þau voru nánast ónæm fyrir stýrivaxtabreytingum. Fram að þeim tíma voru stýrivaxtabreytingar helsta stjórntæki seðlabanka heimsins (þetta er fyrir hrun nb). En núna eru heimilin að stórum hluta búin að skipta yfir í óverðtryggð lán þar sem vextirnir eru festir mun styttra en áður. Þetta veldur því væntanlega að hækkanir á stýrivöxtum eru fljótari að hafa árif og þurfa þessvegna ekki að vera jafnháar og áður.

Amk er SBí betri stöðu til að hita og kæla hagkerfið núna en áður. Ég man alltaf eftir árunum fyrir hrun, 2004-2007. Þá var SB að hamast við að halda aftur af þenslunni með hækkkun stýrivaxta (14%+) en ekkert gekk af því að fyrirtæki og neytendur tóku bara erlend lán á 0% vöxtum. Vonandi gengur þetta betur núna.
ps5 ¦ zephyrus G14
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Hjaltiatla »

Seðla­bankinn hækkar enn stýri­vexti
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent.
https://www.visir.is/g/20212165979d/sed ... tyri-vexti
Just do IT
  √
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af GuðjónR »

Hjaltiatla skrifaði:
Seðla­bankinn hækkar enn stýri­vexti
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent.
https://www.visir.is/g/20212165979d/sed ... tyri-vexti
Þessi hækkun var fyrirsjáanleg, ég spái því að stýrivextir rúlli rólega upp í 3.5% næstu tvo árin, jafnvel fyrr.
Því miður.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Mossi__ »

Eg held að hækkunin muni ganga hraðar fyrir sig og að þeir muni enda í hærra en var fyrir Covid.
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af jericho »

Hér er þróun stýrivaxta frá 1994 (kallast þó "meginvextir" á síðu Seðlabankans):

Mynd
https://si.data.is/?sid=meginvextir-si& ... 1,03,13&b=
Last edited by jericho on Mið 06. Okt 2021 10:42, edited 1 time in total.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af GuðjónR »

Við virðumst alltaf lenda í vítahring með fasteignamarkaðinn, fyrir hrun þá voru það gengislánin sem keyrðu upp fasteignaverð og núna sögulega lágir óverðtryggðir vextir. Í gær heyrði ég af íbúði í raðhúsi hér á Kjalarnesi sem var að seljast á 5 milljónir yfir ásettu verði sem var hátt fyrir!
En fólkið sem seldi græðir ekkert, það þarf að greiða yfirverð fyrir íbúðina sem það keypti í staðin. Allir tapa (nema sveitarfélögin), sérstaklega þeir sem eru að koma á fasteignamarkaðinn í fyrsta sinn og hafa enga meðgjöf.

Seðlabankinn lækkar vexti út af COVID > það eykur eftirspurn og hækkar húsnæðisverð > húsnæðisverð er inn í verðbólgumælingu og verðbólga hækkar > Seðlabankinn hækkar vexti til að slá á verðbólgu> hærri vextir kunna að draga úr eftirspurn eftir húsnæði en hækkar annan kostnað sem fer beint út í verðlag og veðbólga hækkar > það kallar á enn hærri vexti sem orsakar meiri verðbólgu .... kunnugleg hringekja?

halldorjonz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af halldorjonz »

Spurning hvort þessi hækkun á fasteignamarkaði muni bara dragast til baka á næstu 2-4 árum? ef vextir fara upp í 3%+ vexti afur þá er afborgunin orðinn bara of há á þessum eignum (Mánaðarlegagreiðslur á meðalhúsi að hækka um svona 50þus+)
Last edited by halldorjonz on Mið 06. Okt 2021 12:49, edited 1 time in total.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Klemmi »

GuðjónR skrifaði:Allir tapa (nema sveitarfélögin), sérstaklega þeir sem eru að koma á fasteignamarkaðinn í fyrsta sinn og hafa enga meðgjöf.
Þeir sem eru að minnka við sig græða líka, en það er oftast fólkið sem þarf ekki á þessum peningum að halda. Segi þarf, því auðvitað geta allir fundið eitthvað til að gera fyrir peninginn :)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af jonfr1900 »

Vaxtahækkanir til að fá gjaldeyri til Íslands. Þetta getur bara endað illa.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af GuðjónR »

Vextir að hækka:
https://www.visir.is/g/20212172038d/sto ... -haekkanir

Og stýrivöxtum spáð yfir 4,25% árið 2023
https://www.visir.is/g/20212171767d/tel ... -arid-2023

Ef einhver er ennþá sofandi með það að festa vextina þá væri ágætt fyrir þann hinn sama að vakna.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Mossi__ »

Partý.

Allir ættu að vinna markvisst í því að borga niður a.m.k. smærri lánin sín.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af GuðjónR »

Mossi__ skrifaði:Partý.

Allir ættu að vinna markvisst í því að borga niður a.m.k. smærri lánin sín.
Ef þú ert með mörg lán þá að byrja á óhagstæðustu lánunum.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Mossi__ »

GuðjónR skrifaði:
Mossi__ skrifaði:Partý.

Allir ættu að vinna markvisst í því að borga niður a.m.k. smærri lánin sín.
Ef þú ert með mörg lán þá að byrja á óhagstæðustu lánunum.

Ég les þetta sem svo að öll lán eru að fara að verða óhagstæð ;)

falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af falcon1 »

GuðjónR skrifaði:Vextir að hækka:
https://www.visir.is/g/20212172038d/sto ... -haekkanir

Og stýrivöxtum spáð yfir 4,25% árið 2023
https://www.visir.is/g/20212171767d/tel ... -arid-2023

Ef einhver er ennþá sofandi með það að festa vextina þá væri ágætt fyrir þann hinn sama að vakna.
Festi einmitt um daginn áður en vextirnir hækkuðu í þetta skiptið en ég á ekki von á öðru en að ég verði ekki lengi í þeim fasa að borga meira en ég myndi gera með breytilegum vöxtum. Seðlabankinn mun að ég held hækka stýrivextina töluvert á næstu 12 mánuðum.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Mossi__ »

Ég er nú bara þetta svartsýnn að eplisfari að ég held að 4,25% sé bjartsýnasta spáin :/
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Hjaltiatla »

Seðla­bankinn hækkar stýri­vexti um 0,5 prósentur
https://www.visir.is/g/20212184161d/sed ... -prosentur
Just do IT
  √
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af GuðjónR »

Hjaltiatla skrifaði:Seðla­bankinn hækkar stýri­vexti um 0,5 prósentur
https://www.visir.is/g/20212184161d/sed ... -prosentur
Mjög fyrirsjáanleg hækkun þar sem næsti vaxtahækkunardagur er ekki fyrr en í febrúar 2022.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Póstur af Mossi__ »

Algjörlega.

Sú hækkun verður líka e.t.v. afdrifaríkari en þessi.

Kringum 1% myndi eg segja.

Jafnvel hærra.
Last edited by Mossi__ on Mið 17. Nóv 2021 13:05, edited 1 time in total.
Svara