Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Fyrir stuttu síðan var routerinn minn með eitthvað vesen, port forward var eitthvað mjög hægvirkt svo ég fékk stundum timeout á tengingu við vefþjón á tölvunni (Apache). Ég talaði við Nova en þau fundu ekkert vandamál á tengingunni og eftir að ég gerði factory reset á router og setti allt upp aftur þá lagaðist það. En svo um daginn þá fór netið eitthvað að detta út og eftir að ég var búinn að prófa að endurræsa router og ljósleiðaraboxið margoft án árangurs þá spjallaði ég aftur við Nova en þau sáu ekkert vandamál á tengingunni svo það var frekar augljóst að routerinn var að klikka. Síðan þá hef ég reynt að komast að því hvað er að en ég bara kemst engan veginn inná routerinn og síminn og fartölvan finna þráðlausa netið ekki lengur. Ég held að routerinn sé mögulega fastur í einhverri endurræsingahringrás, ég sé amk. tölvuna ná tengingu í augnablik en missa það svo og það gerist endalaust.
Einhver sem kannast við svona vandamál? Get ég gert eitthvað til að laga þetta eða á ég bara að kaupa nýjan router?
Einhver sem kannast við svona vandamál? Get ég gert eitthvað til að laga þetta eða á ég bara að kaupa nýjan router?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
9 ára tölvudót er gaaaamalt
Hvenær fékkstu síðast öryggisuppfærslu á routerinn?
Hvenær fékkstu síðast öryggisuppfærslu á routerinn?
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Haha jamm, þetta er gamalt Ég hef alveg uppfært firmware-ið í honum öðru hverju í gegnum árin (þegar ég hef rekið augun í uppfærslutilkynningu í stillingunum þá sjaldan sem ég hef dottið þar inn) og það er ekkert svaka langt síðan ég gerði það síðast sko.JReykdal skrifaði:9 ára tölvudót er gaaaamalt
Hvenær fékkstu síðast öryggisuppfærslu á routerinn?
En á ég kannski bara að hætta að spá í þessu og kaupa bara nýjan router?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
kosta lítið finir ljós routerar í dag 20-30þ
Held að þessi hafi bara skilað sínu...
Held að þessi hafi bara skilað sínu...
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Er nú aðeins búinn að skoða úrvalið í búðunum og 20-30 þúsund er kannski fulldýrt fyrir minn smekk (og þarfir). Ég þarf ekkert einhverja ofurgræju, bara einfaldan router, sem höndlar gigabit tengingu og er auðveldur í notkun en líka öruggur. Og alls ekki Linksys nema það sé router sem sé ekki að bjóða manni eitthvað cloud login.
Eitthvað sem menn mæla með?
Eitthvað sem menn mæla með?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Getur fengið í tölvutek basic router rétt undir 20þ... finnst samt óeðlilegt að kaupa of ódýran router þar sem þeir endast venjulega 6+ ár.DoofuZ skrifaði:Er nú aðeins búinn að skoða úrvalið í búðunum og 20-30 þúsund er kannski fulldýrt fyrir minn smekk (og þarfir). Ég þarf ekkert einhverja ofurgræju, bara einfaldan router, sem höndlar gigabit tengingu og er auðveldur í notkun en líka öruggur. Og alls ekki Linksys nema það sé router sem sé ekki að bjóða manni eitthvað cloud login.
Eitthvað sem menn mæla með?
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Já, var að skoða þetta betur og sé að ég get ekki fengið gigabit router undir 20 þúsund
Er svoldið að spá í TP-Link AX10 Router þráðlaus Dual Band Gigabit Wi-FI 6 hjá Tölvutek, er það ekki bara ágætur router? Aðrir sambærilegir í öðrum búðum eru annað hvort svoldið dýrari eða bara uppseldir svo það er ekki úr mörgum að velja
Er svoldið að spá í TP-Link AX10 Router þráðlaus Dual Band Gigabit Wi-FI 6 hjá Tölvutek, er það ekki bara ágætur router? Aðrir sambærilegir í öðrum búðum eru annað hvort svoldið dýrari eða bara uppseldir svo það er ekki úr mörgum að velja
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Nokkrir vinir mínir og litli bróðir með þennan og hann er mjög basic og skilar alveg sínu.DoofuZ skrifaði:Já, var að skoða þetta betur og sé að ég get ekki fengið gigabit router undir 20 þúsund
Er svoldið að spá í TP-Link AX10 Router þráðlaus Dual Band Gigabit Wi-FI 6 hjá Tölvutek, er það ekki bara ágætur router? Aðrir sambærilegir í öðrum búðum eru annað hvort svoldið dýrari eða bara uppseldir svo það er ekki úr mörgum að velja
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Jæja, verslaði mér þennan AX10 router í Tölvutek í dag og líst bara helvíti vel á þessa græju. Síðan fór ég í að tengja hann og sendi þá línu á Nova til að láta þá vita af nýrri mac addressu, gaf upp það sem stendur á límmiða undir routernum og það var skráð inn svo ég hélt áfram með uppsetninguna. En þegar ég var svo kominn með hann í gang og kominn inní stillingarnar að þá var mac addressan þar ekki alveg sú sama. Sú sem er á límmiðanum undir endar á 6C en í stillingunum endar hún á 6D. Einhver sem veit skýringuna á því? Svo ef ég set inn custom mac addressu í stillingunum og læt hana þar enda á 6C eins og á límmiðanum þá kemur samt á forsíðunni sú gamla (6D) og það breytist ekkert þó ég endurræsi, samt er það rétt í stillingunum (6C) þegar ég kíki á hana þar. Er þetta eitthvað gallað?
Síðan í ofanálag við þetta þá gerðist það að þegar ég hafði samband við Nova aftur til að leiðrétta mac addressuna að þá fékk ég þau svör að það kæmi bara einhver villa við þá skráningu og málið sent áfram á tæknideildina sem er ekki við fyrr en á mánudag svo ég verð bara netlaus þangað til, frábært! Get að vísu notað 4g netið á símanum, tengi símann bara við tölvuna og deili netinu, svosem skárra en ekkert en er búinn að vera gera það í meira en viku útaf veseninu með gamla routerinn og alveg að fá nóg af því
Síðan í ofanálag við þetta þá gerðist það að þegar ég hafði samband við Nova aftur til að leiðrétta mac addressuna að þá fékk ég þau svör að það kæmi bara einhver villa við þá skráningu og málið sent áfram á tæknideildina sem er ekki við fyrr en á mánudag svo ég verð bara netlaus þangað til, frábært! Get að vísu notað 4g netið á símanum, tengi símann bara við tölvuna og deili netinu, svosem skárra en ekkert en er búinn að vera gera það í meira en viku útaf veseninu með gamla routerinn og alveg að fá nóg af því
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Routerinn er væntanlega með fleira en eitt interface og þ.a.l. fleiri en eina mac addressu. WAN interface-ið er t.d eitt interface, WLAN er annað og svo væntanlega enn annað fyrir LAN interface-ið. Þarft að passa að gefa upp mac addressuna á WAN interface-inu.DoofuZ skrifaði:Jæja, verslaði mér þennan AX10 router í Tölvutek í dag og líst bara helvíti vel á þessa græju. Síðan fór ég í að tengja hann og sendi þá línu á Nova til að láta þá vita af nýrri mac addressu, gaf upp það sem stendur á límmiða undir routernum og það var skráð inn svo ég hélt áfram með uppsetninguna. En þegar ég var svo kominn með hann í gang og kominn inní stillingarnar að þá var mac addressan þar ekki alveg sú sama. Sú sem er á límmiðanum undir endar á 6C en í stillingunum endar hún á 6D. Einhver sem veit skýringuna á því? Svo ef ég set inn custom mac addressu í stillingunum og læt hana þar enda á 6C eins og á límmiðanum þá kemur samt á forsíðunni sú gamla (6D) og það breytist ekkert þó ég endurræsi, samt er það rétt í stillingunum (6C) þegar ég kíki á hana þar. Er þetta eitthvað gallað?
Síðan í ofanálag við þetta þá gerðist það að þegar ég hafði samband við Nova aftur til að leiðrétta mac addressuna að þá fékk ég þau svör að það kæmi bara einhver villa við þá skráningu og málið sent áfram á tæknideildina sem er ekki við fyrr en á mánudag svo ég verð bara netlaus þangað til, frábært! Get að vísu notað 4g netið á símanum, tengi símann bara við tölvuna og deili netinu, svosem skárra en ekkert en er búinn að vera gera það í meira en viku útaf veseninu með gamla routerinn og alveg að fá nóg af því
Last edited by hagur on Sun 03. Okt 2021 14:04, edited 1 time in total.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Já, ég er að sjá það núna. Á forsíðunni á routernum undir Internet Status þar stendur WAN MAC Address og hún endar á 6D en undir routernnum þar stendur bara MAC og svo kemur sama addressa nema hún endar þar á 6C. Síðan þegar ég kíki undir Router Information þá stendur þar LAN MAC Address og hún endar á 6C eins og undir routernum, sem er asnalegt því það er villandi að það stendur bara MAC undir svo ég bara gerði ráð fyrir að það væri WAN MAC en ekki LAN MAChagur skrifaði:Routerinn er væntanlega með fleira en eitt interface og þ.a.l. fleiri en eina mac addressu. WAN interface-ið er t.d eitt interface, WLAN er annað og svo væntanlega enn annað fyrir LAN interface-ið. Þarft að passa að gefa upp mac addressuna á WAN interface-inu.
En ok, svo fer ég í Internet, þar undir er MAC Clone, svo stendur Router MAC Address og val um að nota default MAC Address sem endar þar á 6D sem segir mér að þetta sé til að breyta WAN MAC en ekki LAN MAC. Ef ég breyti því og hef það eins nema 6C í endan, sem er sama og LAN MAC og líka það sem þeim hjá Nova tókst að skrá inn sem nýja MAC address á tengingunni minni, þá virkar það ekki því á forsíðunni endar WAN MAC þar áfram á 6D.
Var svo að sjá það að ef ég set eitthvað annað þá virkar það alveg svo vandamálið er að ég get ekki sett sama MAC og er á LAN og ég get svo ekki breytt MAC á LAN til að geta haft rétt MAC á WAN sem er búið að skrá og routerinn er ekkert að láta mann vita af því, hann bara lætur eins og það virki alveg að breyta WAN MAC í sama og LAN MAC en sýnir svo bara gamla WAN MAC á forsíðunni.
Smá klúður, allt vegna þess að ég gaf Nova greinilega fyrst LAN MAC og svo þegar ég kom með rétt MAC þá bara var einhver villa hjá þeim og ekkert hægt að gera fyrr en eftir helgi
Eins gott að þeir leysi þetta á morgun, vil fá netið aftur í lag
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]