Tbot skrifaði:
Ert þú sérfræðingur um klefamenningu, hvernig æfingar fara fram og hvað gerist á vellinum.
Svona smá ábending, kvennaboltinn hefur ekki verið að standa undir sér almennt, þó eru nokkrar undantekningar eins og ameríska kvennalandsliðið.
Samt heimta þær sömu laun. Hver á þá að dekka mismuninn.
"Að hengja gildi umræðunnar á hvaða lögfræðingur bað um 300þ. og hver bað um meira er einfaldlega rangt"
Nei það er nefnilega ekki rangt, heldur hluti af þessu öllu. Þegar réttargæslulögfræðingur þeirra segir þeim að normalt sé 300 þús dæmt en það er þeim ekki nóg, heldur vilja þær fimmfalda þá upphæð.
Þessir stórkostlegu áverkar sem er talað um, á læknir eftir með að sjá.
Svo þegar komið er þessi sátt þá hefur hún ekkert með að segja hvort og hver er valin í landsliðið. Því málinu er lokið.
Til að toppa ruglið þá ákveður Stígamót hverjir fá að vera í Íslenska karlalandsliðinu.
Er þá ekki rétt að karlakórinn Fóstbræður fái að ákveða hverjir séu í íslenska kvennalandsliðinu,
Ég þarf ekki að vera sérfræðingur í klefamenningu til að lesa og skilja hversu klikkaðar þessar sögur sem eru að koma fram eru sbr.
https://twitter.com/hlynur/status/1431731465562345483
Ég hef unnið með landsliðskonu, atvinnukonu í fótbolta og heyrt hvernig er komið fram við þær, verri dómgæsla, verri öryggisgæsla, minni aðbúnaður ef slys yrði og þarna kemur þú að öðru. Hjá félögum sem kvennaboltinn hefur rakað inn peningum í miðasölu og aukið áhuga stelpna á þátttöku (æfingagjöld, styrkir og vinna foreldra) þá hafa félög miskunarlaust fært peninga frá þeim til að byggja upp karlalið. Þetta er ALDREI öfugt, að peningar séu færðir frá körlunum til aðyggja upp kvennaliðið. Konur eiga ekkert að vera gera þetta af hugsjón, þær eiga að fá $$$.
Íslenska kvennaliðið var líklega duglegra en karlaliðið að fá fólk á landsleiki um tíma.
Þetta með að kvennaboltinn standi ekki undir sér er BS og er ömurleg afsökun þegar hann fékk aldrei séns því peningarnir fóru í karlaliðin.
Þær hafa ekki ekki beðið um sömu laun, bara hærri laun og bónusa og í einhverju samhengi við árangur. Þeirra barátta er ekki bara innanlands, líka alþjóðleg.
Þessi 300þ. v.s. 3000þ. pæling er virkilega spes. Ég hef ekki hugmynd um hvernig var samið um þetta en þett avar engin fjárkúgun, þetta voru lögfræðingar að semja fyrir hönd sinna skjólstæðinga.
Er innilega sammála, því máli er lokið þeirra á milli en það þýðir ekki að það megi ekki ræða hvað gerðist.
Þær velja ekki í landsliðið, landsliðsþjálfarinn gerir það. Skil hann vel að vilja ekki velja í liðið leikmenn sem geta og hafa farið svona út af sporinu þegar nóg er um efnilega unga menn sem þyrstir í tækifæri. Þjálfarinn verður að hugsa um orðspor og heilindi liðsins.
Það er tjáningafrelsi á Íslandi og öllum frjálst að tjá sig um hverja þeir mundu velja í sitt landslið eða hverja útiloka. Fólk er með misjafnar áherslur, sumum er sama þó Ísland spili "without their best sex offenders" eins og það það var kallað á netinu.
Nú er komið í ljós að Sigurður G hefur starfað um árabil fyrir pabba Kolbeins og líklega fengið þau gögn sem hann birti frá Kolbeini.
Hans gagnrýni var best svarað af dóttur hans.
Ég skil ekki af hverju það séu einhverjir sem ekki fagna þessari umræðu. Jú, hún er óþægileg en hún er virkilega relevant.
Viljum við þegja um svona glæpi bara því gerandinn er frægur?
Af hverju fá hagsmunir geranda að ráða einhverju um hvernig mál eru meðhöndluð?
Af hverju eru ekki öll mál meðhöndluð eins?
Er það réttlát reiði geranda að væna þolendur um svik og lygar þegar þeir tjá sig um málið en segjast sjálfur ekki muna eftir hvað gerðist?
Annar vinkill = klefamenningin...
Það eru þúsundir barna í íþróttum og mótast af því sem gerist og er sagt í klefanum.
Af hverju ættum við EKKI að taka þessum vísbendingum alvarlega og bregðast við með afgerandi hætti?