Kaup á ryksuguvélmenni

Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af Hjaltiatla »

Er mér einum að finnast góð hugmynd að versla bursta á skrúfuvél til að þurfa ekki að þjösnast við þrifin?
https://www.amazon.com/Holikme-Attachme ... way&sr=8-4
Sjálfum finnst mér allt í lagi að rykmoppa og skúra en öll þrif sem tengist flísum,eldavél,sturtuklefa og klósetti not so much.
Just do IT
  √

JapaneseSlipper
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Mán 15. Des 2014 17:31
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af JapaneseSlipper »

Hjaltiatla skrifaði:Er mér einum að finnast góð hugmynd að versla bursta á skrúfuvél til að þurfa ekki að þjösnast við þrifin?
https://www.amazon.com/Holikme-Attachme ... way&sr=8-4
Sjálfum finnst mér allt í lagi að rykmoppa og skúra en öll þrif sem tengist flísum,eldavél,sturtuklefa og klósetti not so much.

Ég á svona skrúfvél sem ég hef notað og hún er mjög fín í suma hluti, t.d. er algjör snilld að taka felgur á bílnum með þessu.

Ég á iRobot 960 sem ég er búinn að eiga í 18 mánuði og nota nánast daglega. Ég hef ryksugað 2-3 síðan ég fékk hana. Ókosturinn er að heima hjá mér er 1 horn sem hún kemst illa í en ég hef bara þurrkað þar. Svo er hinn ókosturinn að rykið virðist setjast ofan á golflistana þannig í þessi skipti sem ég hef ryksugað þarf ég sérstaklega að ryksuga ofan á golflistunum. Þetta hefur samt sem áður sparað mér gríðarlega vinnu. Ég er með hund á heimilinu og því þarf ég að hreinsa vélina í svona annað hvert til þriðjahvert skipti.

En víst þú minnist á þessa bursta til að setja á borvélar þá fékk ég svona í gjöf

https://www.youtube.com/watch?v=HvFVWc4_a7k

Þetta er algjör snilld til að þrífa allsskonar og virkar betur en burstarnir til að þrífa allskonar.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af rapport »

JapaneseSlipper skrifaði:
En víst þú minnist á þessa bursta til að setja á borvélar þá fékk ég svona í gjöf

https://www.youtube.com/watch?v=HvFVWc4_a7k

Þetta er algjör snilld til að þrífa allsskonar og virkar betur en burstarnir til að þrífa allskonar.
Er ekki hægt að nota þetta sem gufugæja líka til að ná krumpum úr fötum?

JapaneseSlipper
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Mán 15. Des 2014 17:31
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af JapaneseSlipper »

Það á að vera hægt en ég hef samt ekki notað það sjálfur.

Addinnn
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 21. Nóv 2019 15:36
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af Addinnn »

norex94 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
norex94 skrifaði:
svavaroe skrifaði:Ég keypti hjá RENMAX (https://www.renmax.is)
Muuun ódýrari græja en styður allt, og gott betur. Hún er frábær þessi elska.

btw, til hvers að borga 120þkr fyrir vélmenni ef þú getur fengið sambærilega á 45þkr (en sú er ekki með nafnið iRobot)
Renmax er rebrand á kínverskum ryksugum. Það er betra að fara á aliexpress og kaupa bara eitthvað þar en að hafa millilið.

T.d ef þú googlar Renmax þá kemur aðeins upp heima síða Renmax. :-k
29.145 kr :)
https://www.aliexpress.com/i/32864583456.html

Nákvæmlega :sleezyjoe
Hérna líka: https://www.eufylife.com/uk/products/va ... 1/T2102221
Nákvæmlega eins nema heitir "eufy"
edit:
Mynd
Mynd
Renmax er mesta drasl sem þú getur fengið! sóun á pening, myndi frekar kaupa Roomba... hún er mun dýrari en hún virkar að minnsta kosti og er ekki gerð úr klósettpappír og er ekki með lélega kortlagningu eins og Renmax!
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af chaplin »

Smá revive, núna hef ég verið að skoða eufy RoboVac 15C (35.000 kr), ILIFE V5s (40.000 kr) og Roborock S5 Max (90.000 kr) en ég er alveg blank. Hvaða vélar eru menn að nota, hvað er snilld og hvað er glatað? :)
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

ElvarP
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af ElvarP »

chaplin skrifaði:Smá revive, núna hef ég verið að skoða eufy RoboVac 15C (35.000 kr), ILIFE V5s (40.000 kr) og Roborock S5 Max (90.000 kr) en ég er alveg blank. Hvaða vélar eru menn að nota, hvað er snilld og hvað er glatað? :)

Ég fékk mér þessa: https://www.mii.is/vara/mi-robot-vacuum-mop-essential/

Er frekar ánægður með robba minn, kalla hann robba útaf róbot = robbi.
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af GullMoli »

chaplin skrifaði:Smá revive, núna hef ég verið að skoða eufy RoboVac 15C (35.000 kr), ILIFE V5s (40.000 kr) og Roborock S5 Max (90.000 kr) en ég er alveg blank. Hvaða vélar eru menn að nota, hvað er snilld og hvað er glatað? :)

Held þú sjáir ekki eftir auka krónunum í Roborock. Við höfum átt S6 í 1.5 ár rúmlega og hún hefur ekkert klikkað. Hefur fengið nokkra nýja fídusa með firmware updates, m.a. "no mop zone", multi map support ef þú ert með 2-4 hæða íbúð ofl. LIDAR skanninn gerir svo mikið, kortleggur allt og keyrir 100% yfir allt og sýnir þér í appinu hvað er búið og hvernig síðasta umferð var. 110% meðmæli héðan.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af Pandemic »

Ég er með IRobot i7 og hún er alveg skelfileg. Ratar ekki neitt og helvíti hávær.
Hefur bilað algjörlega einu sinni og öllu ryksugu apparatinu var skipt út. Burstarnir í henni eru úr einhverskonar gúmmíi og endast í 2 vikur án þess að rifna. Sé eftir því að hafa valið iRobot haldandi að það væri betra að vera með eitthvað "merki".
Hef smá reynslu af Roborock S5 og það er snilldar græja. Mikið lágværari og ratar vel.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af GuðjónR »


ElvarP
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af ElvarP »

GuðjónR skrifaði:Og þá vitum við það...
https://www.ruv.is/frett/2021/10/29/ryk ... n-ryksugur

Róbót sem bara sópar > ég sem nenni því aldrei
Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af daremo »

GuðjónR skrifaði:Og þá vitum við það...
https://www.ruv.is/frett/2021/10/29/ryk ... n-ryksugur
Höfum alltaf vitað þetta. Hefurðu kíkt á búnaðinn inni í þessu?
Þetta er klárlega sópur, ekki ryksuga :)

danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 260
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af danniornsmarason »

GuðjónR skrifaði:Og þá vitum við það...
https://www.ruv.is/frett/2021/10/29/ryk ... n-ryksugur
Ég held að flestir sem hafa keypt sér svona ryksugu hafa vitað af þessu, segir sig sjálft að svona lítið tæki er ekki að fara koma alveg í stað ryksugu á flestum heimilum, en þetta getur létt heldur betur mikið á að taka dýrahár og mylsnur af gólfum, ég keypti eitthvað ryksugu og skúringar combo vélmenni frá MII á 30k sirka, þetta er allt annað líf, gólfið alltaf hreint. Eina sem ég þarf að gera er að taka allt dót af gólfinu og setja stólana upp á borð og þegar ég kem heim úr vinnunnni er gólfið hreint
Fractal Design R4 White |Gigabyte B360M DS3H | i5 8600K | Corsair H100i v2 | 32GB DDR4| MSI GTX 1070 | 250GB SSD

linked
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Mán 26. Feb 2018 00:06
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af linked »

Ég er með Roborock S6 MaxV - hverrar krónu virði. Ég læt hana ryksuga nokkrum sinnum í viku, og skúra 1-2svar í viku.

Svínvirkar.
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af Lexxinn »

linked skrifaði:Ég er með Roborock S6 MaxV - hverrar krónu virði. Ég læt hana ryksuga nokkrum sinnum í viku, og skúra 1-2svar í viku.

Svínvirkar.
Hvernig hafa þær verið að taka á ef t.d. sokkar eru á gólfum eða ef stólar eru í uppað borðstofuborði aðeins öðruvísi uppraðað en þegar hún mappaði húsið?
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af dori »

Lexxinn skrifaði:
linked skrifaði:Ég er með Roborock S6 MaxV - hverrar krónu virði. Ég læt hana ryksuga nokkrum sinnum í viku, og skúra 1-2svar í viku.

Svínvirkar.
Hvernig hafa þær verið að taka á ef t.d. sokkar eru á gólfum eða ef stólar eru í uppað borðstofuborði aðeins öðruvísi uppraðað en þegar hún mappaði húsið?
Núna á ég bara heimska S5 en ekki S6 MaxV. Allar Roborock ryksugurnar díla bara vel við það ef uppröðun á húsgögnum breytist. Reyndar þegar ég hef gert eitthvað "fáránlegt" eins og að setja hana í gang með dýnur útum allt á gólfinu sem lætur hana halda að herbergið sé allt öðruvísi í laginu og ætla að senda hana í eitthvað zone/room cleanup þá getur hún haldið að hún sé í öðru herbergi en hún er. Það er aldrei vesen í full cleanup.

Ef það eru sokkar eða slíkt á gólfinu þá borðar S5 það og lendir líklegast í veseni, stoppar og sendir villu. MaxV á að vera með "AI" myndavélakerfi til að fara framhjá sokkum og svoleiðis drasli en ég þekki ekki hversu vel það virkar.
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af Lexxinn »

dori skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
linked skrifaði:Ég er með Roborock S6 MaxV - hverrar krónu virði. Ég læt hana ryksuga nokkrum sinnum í viku, og skúra 1-2svar í viku.

Svínvirkar.
Hvernig hafa þær verið að taka á ef t.d. sokkar eru á gólfum eða ef stólar eru í uppað borðstofuborði aðeins öðruvísi uppraðað en þegar hún mappaði húsið?
Núna á ég bara heimska S5 en ekki S6 MaxV. Allar Roborock ryksugurnar díla bara vel við það ef uppröðun á húsgögnum breytist. Reyndar þegar ég hef gert eitthvað "fáránlegt" eins og að setja hana í gang með dýnur útum allt á gólfinu sem lætur hana halda að herbergið sé allt öðruvísi í laginu og ætla að senda hana í eitthvað zone/room cleanup þá getur hún haldið að hún sé í öðru herbergi en hún er. Það er aldrei vesen í full cleanup.

Ef það eru sokkar eða slíkt á gólfinu þá borðar S5 það og lendir líklegast í veseni, stoppar og sendir villu. MaxV á að vera með "AI" myndavélakerfi til að fara framhjá sokkum og svoleiðis drasli en ég þekki ekki hversu vel það virkar.
Var akkurat búinn að skoða S4, S5, S5max, S6 og S7 en ekki S6maxv - sýnist það vera eina vélin með þennan fítus. Var næstum dottinn á S4 á amazon.de á 350evrur. Þetta fær mig samt til að efast hvort ég fari í S6maxv eða hvað ég geri.

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Póstur af steinarorri »

Ég keypti S6 Maxv í haust og er hæstánægður. Keypti frá Þýskalandi í gegnum ebay, hingað komin 85-90 þús kr.
Hef ekki séð eftir krónu, hún fer mjög vel yfir og skipulega, fer framhjá skóm, flestum snúrum, fötum á gólfinu osfrv. Merkir aðskotahluti í appið og maður getur kennt henni hvað hún á að hunsa.
Notum hana daglega, fer yfir allt að morgni en oft látum við hana ryksuga og moppa eldhús og forstofu seinni partinn.
Auðvitað gerir hún þetta ekki jafn vel og að vera með almennilega ryksugu en áður en við keyptum hana vorum við að ryksuga ofangreind svæði daglega en nú tökum við bara upp það helsta sem lendir á gólfinu og sendum svo ryksuguna í eldhúsið.
Svara